Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Fjölmiđlar   

Fréttablađiđ og sirkus stjórnmálalífsins

18.1.2006

Ţađ er stundum engu líkara en hafin sé keppni í Staksteinagerđ. Fréttablađiđ reynir sitt besta ađ vera enginn eftirbátur Morgunblađsins í persónulegum vangaveltum ritstjóra sem eru gjarnan settar upp sem ćfing í rökfrćđi en leynast ţegar betur er ađ gáđ hlađnar tilfinningum og tjáningu sjálfsins, ţannig ađ lesandi vonar ađ frćđimenn sem rannsaka sjálfsbókmenntir séu ađ safna dćmum.

Í gćr birtist einn slíkur staksteinn í Fréttablađinu. Efni hans var á ţessa leiđ: Menntamálaráđuneytiđ er alveg einstaklega erfitt ráđuneyti. Gagnrýni ţar er alveg sérstaklega óvćgin. Ekki kom fram hverjir vćru svona óvćgnir en gera má ráđ fyrir ađ ţađ séu hinir alrćmdu syndaselir: kennarar, nemendur, – kannski listamenn líka. En hins vegar stćđi menntamálaráđherra sig alveg sérstaklega vel og vćri á allan hátt til sóma.

Allt í einu rifjast upp umrćđa fyrir tíu árum um hversu erfitt heilbrigđisráđuneytiđ vćri og vandmeđfariđ. Ţar vćri gagnrýni óvenju óvćgin og ekki fór milli mála hverjir syndaselirnir voru: lćknar, hjúkrunarfólk, sjúklingar. Ráđherra var mikiđ vorkennt í ţá daga enda sat ţá heilbrigđisráđherra sem ţessir eineltispúkar réđust stöđugt á og gerđu allt til miska. Síđan brá svo viđ ađ ađrir ráđherrar tóku viđ og ţađ var engu líkara en ađ eineltispúkarnir flyttu sig yfir í önnur ráđuneyti. Nú eru ţeir komnir í menntamálin, samkvćmt Fréttablađinu.

Nú kann ađ vera ađ ţessi harmagrátur blađsins yfir illri međferđ á menntamálaráđherra minni einhvern á greinarnar sem lögmađur nokkur skrifađi gjarnan fyrir nokkrum árum, um ađ hann og vinir hans vćru stöđugt lagđir í einelti í íslensku samfélagi. Ţeir gegndu ţá ýmsum ráđherrastörfum, voru bankaráđsmenn og prófessorar. Í stuttu máli var erfitt ađ finna betri skilgreiningu á lítilmagna. Eins hljóta allir ađ vorkenna ráđherra ţegar hún á í höggi viđ átján ára unglinga og hina forríku og valdamiklu kennarastétt.

Sjálfum dettur mér í hug sirkusinn sem alltaf var sýnt frá á gamlárskvöld hér forđum, áđur en pistlahöfundar fundu upp orđiđ bjánahroll og sirkus varđ skyndilega ósvalur í sjálfu sér (mjög svalt nafn á sjónvarpsstöđvar og blöđ hins vegar). Ţar var fólk sem hoppađi, skoppađi, fór flikk flakk heljarstökk í loftinu, sveigđi sig og reigđi og gerđi ýmsar kúnstir. Ţá hefur Staksteinahöfundur (ef hann er ekki ţeim mun útsmognari háđfugl) setiđ heima og hugsađ: fuss, ţetta er skítlétt.

Viđ hin vissum ađ sirkusatriđin voru ekki létt. Ţau virtust bara létt vegna ţess ađ fólkiđ var svo fćrt.

Eins er međ ráđherrastörf. Stundum virđast ţau einstaklega erfiđ og vandmeđfarin. Stundum fislétt.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur