Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Orđrćđan   

Hvađ er svona gott viđ Pétur Blöndal?

20.1.2006

Einhverjum kynni ađ ţykja ađ ţađ ţversagnakennt, en undirritađur verđur ađ gera ţá játningu ađ Pétur Blöndal er einn af hans uppáhaldsstjórnmálamönnum. Ástćđan er samt ekki sú ađ mér líki stefnumál Péturs eđa sýn hans á samfélagiđ svona vel. Ţvert á móti má halda ţví fram ađ hann standi fyrir allar ţćr pólitísku hugmyndir sem ég hef svariđ ađ berjast gegn. Kostirnir sem ég sé í fari Péturs eru ađrir: Hann viđurkennir ţó ađ hann sé stjórnmálamađur og ađ hann hafi skođanir og stefnumál.

Í ţessu efni má segja ađ Pétur og flokksbróđir hans, Einar Oddur Kristjánsson, auk nokkurra ţingmanna úr Vinstrihreyfingunni - grćnu frambođi, skeri sig úr hópi stjórnmálamanna á Íslandi. Flestir íslenskir stjórnmálamenn koma nefnilega ekki fram eins og fólk sem hefur skođanir eđa sýn á samfélagiđ. Ţvert á móti birtast ţeir ekki almenningi nema sem alvitrir tćknikratar sem eru ađ sinna „stjórnun“ en ekki pólitík. Allar athugasemdir viđ störf ţeirra eru á misskilningi byggđar eđa settar fram af annarlegum hvötum, inhverri „pólitík“ sem ţeir eru ađ sjálfsögđu ekki ađ stunda sjálfir.

Meistarar ţessar orđrćđu eru ráđherrar ríkisstjórnarinnar. Valgerđur Sverrisdóttir viđurkennir engar skođanir sem ekki eru byggđar á sérfrćđingum Landsvirkjunar, Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir ekki annađ en „útreikninga“ hennar eigin sérfrćđinga, Árni Mathiesen fer bara međ ţann stórasannleik sem kemur í vefriti Fjármálaráđuneytisins. Ţau eru ekki ađ stunda stjórnmál heldur stjórnun, ţau eru umkringd sérfrćđingum sem viđurkenna ekki nema eigin rökvísi og stađreyndir. Jafnvel ţekkjast dćmi ţess ađ heilu stjórnmálaflokkarnir hafi veriđ stofnađir sem byggja einungis á svona tćknikratafrösum. Ţeir vilja „setja málin í lausnamiđađan farveg“, vera „ađilar ađ ţróun“, og „keppa á hinum pólitíska markađi“.

Hrokinn sem felst í ţessari afstöđu felst í trúnni á ađ ađeins sé til eitt svar viđ hverri spurningu, ađ rétt beiting rökhugsunar leiđi menn ađ hinni einu sönnu lausn. Stjórnmál eiga ađ vera á verksviđi ţeirra sem kunna „stjórnun“ eins og hún er kennd í háskólum. Ţau snúist ekki um mismunandi gildi eđa framtíđarsýn.

Ţví er hressandi ađ hlusta á mann eins og Pétur Blöndal sem ţorir ađ hafa skođanir og standa fyrir ţeim sjálfur án ţess ađ grípa til sérfrćđiálita eđa vísa í ginheilög lögmál stjórnunarfrćđa. Jafnvel ţótt lífssýn hans sé ekki önnur en ađ hinir ríku eigi ađ verđa ríkari.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur