Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Balkanlönd   

Ibrahim Rugova genginn fyrir ćtternisstapa

22.1.2006

Kosovo-Albanir misstu í gćr kjörinn leiđtoga sinn, Ibrahim Rugova, ađeins 61 árs ađ aldri eftir baráttu viđ krabbamein. Samingaviđrćđum um framtíđ Kosovo-hérađs hefur af ţeim sökum veriđ frestađ fram í febrúar.

Rugova var formađur Lýđrćđisfylkingar Kosovo sem stofnuđ var til ađ heyja pólitíska, friđsamlega baráttu fyrir lýđrćđi og mannréttindum til handa Kosovo-Albönum eftir ađ Slobodan Milosevic, ţáverandi forseti Júgóslavíu, svipti hérađiđ sjálfsstjórn áriđ 1989. Flokkur Rugova hafđi frumkvćđi ađ ţví ađ koma upp skólum, sjúkrahúsum og fleiri opinberum stofnunum utan viđ stjórnkerfi Júgóslavíu og var ţađ hans svar viđ miđstýringaráráttu Milosevic.

Rugova háđi ekki ađeins harđa baráttu viđ stjórnvöld í Belgrad heldur einnig viđ herskáa ađskilnađarsinna í Kosovo ţegar líđa tók á tíunda áratuginn. Sú fylking nefndist Frelsisher Kosovo og naut einkum stuđnings Ţjóđverja og Bandaríkjamanna en ţeir fyrrnefndu hófu ađ vopna sveitir ađskilnađarsinna ţegar á árunum 1993-1994.

Segja má ađ áriđ 1998 hafi Rugova misst stöđu sína sem óumdeildur leiđtogi Kosovo-Albana en ţá voru vopnuđ átök Frelsishers Kosovo viđ júgóslavneskt her- og lögregluliđ orđin daglegt brauđ og fćrđust í aukana eftir ţví sem á leiđ. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Ţýskalands og fleiri NATO-ríkja sneru ţá endanlega baki viđ Rugova og friđsamlegum baráttuađferđum hans. Ţess í stađ var veđjađ á Hashim Thaci, leiđtoga skćruliđanna.

Samstarf Frelsishers Kosovo og NATO náđi hámarki međ linnulitlum loftárásum NATO-herjanna á Júgóslavíu sem hófust 24. mars 1999. Afleiđingarnar voru ömurlegar fyrir Albani í Kosovo sem urđu ţá fyrir margfalt grimmilegri ofsóknum af hálfu Belgrad-stjórnarinnar og ţjóđernishreinsunum sem stökktu ađ öllum líkindum hátt í einni milljón á flótta um hríđ.

Eftir ađ Júgóslavíuher hörfađi út úr Kosovo í júní 1999 lauk loftárásunum og vinfengi NATO-ríkjanna viđ Hashim Thaci dvínađi mjög upp frá ţví. Ibrahim Rugova var enda kjörinn leiđtogi Kosovo-hérađs eftir ađ ófriđnum lauk. Ekki tókst honum ađ koma í veg fyrir ţjóđernishreinsanir í hérađi ţegar ónefndir „frelsisbaráttumenn“ stökktu á brott um 200.000 Serbum, en honum var ţó viss vorkunn ţar sem ţungvopnađ setuliđ NATO lyfti heldur ekki fingri til ađ koma í veg fyrir ţćr.

Bćđi leiđtogar Serba í Kosovo og stjórnvöld í Serbíu vottuđu Rugova virđingu sína í gćr en lýstu um leiđ áhyggjum af vćntanlegri valdabaráttu milli andstćđra fylkinga Kosovo-Albana. Jacques Chirac, Frakklandsforseti, sagđi Frakka leggja áherslu á ađ arfleifđ Rugova í ţágu lýđrćđis, mannréttinda, friđar og stöđugleika í Kosovo, yrđi varđveitt. Undir ţađ geta vonandi sem flestir tekiđ ţótt Frakkar hefđu gjarnan mátt átta sig á mikilvćgi ţess dálítiđ fyrr.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur