Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Palestína   

Aukaverkanir lýđrćđisins

26.1.2006

Árangur Hamas-samtakanna í ţingkosningunum í Palestínu í gćr virđist hafa komiđ flestum í opna skjöldu. Kannanir höfđu bent til ţess ađ Hamas yrđi nćststćrsti flokkurinn á ţingi á eftir Fatah sem fór međ völd á heimastjórnarsvćđunum undir forystu Ahmed Qureia. Nú er ljóst ađ flokkarnir hafa skipti á sćtum og nýjustu tölur benda raunar til ađ Hamas fái alls 76 af 132 ţingsćtum en Fatah ađeins 43.

Eflaust eru ţeir fleiri en fćrri utan Palestínu sem hefđu viljađ ađ kannanir og kosningaspár hefđu gengiđ eftir. Ţađ á bćđi viđ um ríkisstjórnir, ríkjabandalög og almenning um víđa veröld. Hamas hefur ekki beinlínis ađlađandi áru og verđur samtökunum fátt annađ sagt til hróss en ađ ţar á bć koma menn yfirleitt til dyranna eins og ţeir eru klćddir.

En blákaldur veruleikinn er eigi ađ síđur sá ađ kosningabćrir íbúar Palestínu tóku hina herskáu Hamas-liđa fram yfir hófsamari öfl eins og Fatah sem hefur lagt áherslu á samningaleiđina og ađ stefnt skuli ađ friđsamlegri sambúđ viđ Ísrael. Eftirlitsmenn hafa sagt framkvćmd kosninganna til fyrirmyndar og ađ önnur lönd í ţessum heimshluta mćttu margt af ţeim lćra (Í ţví sambandi má minnast ţess ađ jafnvel hlutdrćgustu áhorfendur treystu sér ekki til ađ gefa skrípaleiknum sem notađur var til ađ velja stjórnlagaţingiđ í Írak slíka einkunn).

Ţađ er ţess virđi ađ velta fyrir sér hvađa áhrif framganga Ísraelsstjórnar á síđustu árum hefur haft á úrslit kosninganna. Undir forystu Ariels Sharon var heimastjórn Fatah-hreyfingarinnar hvađ eftir annađ niđurlćgđ á átakanlegan hátt. Her og leyniţjónusta Ísraels réđu marga af forystumönnum Hamas af dögum, suma ţeirra međ loftárásum.

Jafnframt verđur ađ segjast eins og er ađ Fatah var ađ sumu leyti sjálfri sér verst. Fatah tókst aldrei ađ reka af sér spillingarorđiđ sem af hreyfingunni fór. Frćndhygli ćđstu leiđtoganna kom hreyfingunni í koll og, ţađ sem verra var, henni reyndist um megn ađ gera grein fyrir afdrifum verulegra fjárhćđa sem hurfu úr opinberum sjóđum.

Hversu illa sem manni fellur stórsigur Hamas, međ sína blóđi drifnu sögu og fyrirheit um áframhaldandi vopnađa baráttu fyrir frjálsri Palestínu og eyđingu Ísraels, er brýnt ađ reyna ađ skilja hví fór sem fór ef framtíđarhagsmunir svćđisins eru hafđir í huga. Einangrun og útilokun eru örugglega verstu ráđin sem voldugir ađilar á alţjóđavettvangi gćtu gripiđ til. Palestínumenn hafa valiđ sér valdhafa og engir ađrir eru fćrari til ţess. Fyrir ţá sem vilja reyna ađ hafa vit fyrir kjósendum má minna á reynsluna af slíkum afskiptum í Alsír.

Aldrei slíku vant er hćgt ađ taka undir međ George W. Bush, Bandaríkjaforseta, sem sagđi ađspurđur um úrslitin ađ fólk geti eđlilega notađ kosningar til ađ tjá óánćgju sína međ ríkjandi ástand og koma skilabođum til stjórnmálaleiđtoga. Fólk í Palestínu vilji búa viđ heiđarlega ríkisstjórn, njóta almennilegrar ţjónustu og geta aliđ börn sín upp viđ sómasamlegar ađstćđur. Trúlega fer ţetta nćrri ţví ađ vera kjarni málsins.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur