Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Miđ-Ameríka   

Scafik Handal kvaddur

30.1.2006

Scafik Handal, fyrrum leiđtogi vinstrihreyfingarinnar FMLN í El Salvador, var borinn til grafar í dag í höfuđborginni San Salvador. Meira en 100.000 manns fylltu ađaltorg borgarinnar og nćrliggjandi götur til ađ hlýđa á messu erkibiskupsins, Rosa Chavez, sem sagđi ađ Handal hefđi viljađ ađ hans yrđi minnst sem baráttumanns fyrir lýđrćđi og rétti landsmanna til ađ ráđa sínum högum sjálfir. Hann lést síđastliđinn ţriđjudag, 75 ára ađ aldri.

Handal var leiđtogi skćruliđahreyfingarinnar Farabundo Martí Liberación Naciónal (FMLN) sem hóf baráttu gegn herforingjastjórninni í El Salvador á síđari hluta áttunda áratugarins. Hreyfingin var nefnd eftir Agustine Farabundo Martí, sem fór fyrir uppreisn alţýđufólks gegn elítunni í El Salvador áriđ 1932, en uppreisnin var barin niđur af slíkri hörku ađ meira en 30.000 manns lágu í valnum.

Áriđ 1977 var FMLN orđiđ áberandi í baráttunni gegn herforingjastjórninni og dauđasveitum hćgrimanna sem nutu stuđnings Bandaríkjastjórnar ţrátt fyrir stađfestar fregnir af hrottalegum mannréttindabrotum gegn stjórnarandstćđingum. Ţau náđu hámarki á árunum 1979-1981 ţegar ţessir stađföstu bandamenn Hvíta hússins myrtu ađ minnsta kosti 30.000 manns. Borgarastyrjöldin í landinu stóđ í tólf ár alls og kostađi meira en 70.000 manns lífiđ.

Eftir ađ friđarsamningar voru undirritađir 1992 var FMLN breytt í stjórnmálaflokk undir forystu Scafik Handal. FMLN hefur allan tímann veriđ stćrsti stjórnarandstöđuflokkurinn og höfuđandstćđingur hćgriflokksins ARENA sem fariđ hefur međ völd í landinu meira eđa minna frá árinu 1982. Stćrsti pólitíski sigur FMLN vannst 1997 ţegar Hector Silva var kjörinn borgarstjóri San Salvador.

Núverandi forseti, Antonio Saca, tók viđ embćttinu af hinum kunna Fransisco Flores fyrir tćpum tveimur árum og mun ađ óbreyttu sitja til 2009. Hins vegar standa ţingkosningar fyrir dyrum í marsmánuđi og verđur Scafik Handal ţá líklega sárt saknađ úr röđum FMLN enda má segja ađ hann hafi lítt hugađ ađ ţví ađ byggja upp nýja forystu í flokknum, fremur en sumir ađrir af hans tagi í sama heimshluta.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur