Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Suđur-Ameríka   

Rice finnur rauđu hćttuna í suđri

20.2.2006

Condoleeza Rice, utanríkisráđherra Bandaríkjanna, sagđi í ávarpi á Bandaríkjaţingi á fimmtudag ađ Hugo Chávez, forseti Venesúela, vćri einhver mesta ógn sem steđjađi ađ Rómönsku Ameríku um ţessar mundir. Viđ ţeirri ógn yrđi ađ bregđast međ sameinuđum kröftum allra sem máliđ varđađi og mynda breiđfylkingu gegn Chávez. Hver sem ekki heldur fyrir eyrun hlýtur ađ heyra bergmáliđ af gömlum rćđum um bandalag hinna stađföstu í ţessum orđum.

Rice sagđi ađ ríkisstjórn Chávez vćri ógn viđ lýđrćđiđ í ţessum heimshluta og ađ valdhafar í Caracas hvettu stjórnvöld annarra ríkja til ađ feta sig út af braut lýđrćđislegra stjórnarhátta. Ţađ virđist ţví hafa fariđ framhjá fólki í Hvíta húsinu ađ Hugo Chávez var kjörinn forseti Venesúela í lýđrćđislegum kosningum á sínum tíma, vann međ yfirburđum ţjóđaratkvćđagreiđslu ţar sem landsmönnum gafst kostur á ađ lýsa á hann vantrausti og ađ flokkarnir sem styđja ríkisstjórn Chávez unnu stórsigur í ţingkosningum í byrjun desember á síđasta ári. Framlag Bandaríkjastjórnar til varnar lýđrćđinu ţá var ađ hvetja stjórnarandstöđuflokkana til ađ sniđganga kosningarnar, sem ţeir gerđu međ ţessum ljómandi góđa árangri.

Rice fullyrti einnig ađ stefna Chávez vćri ekkert annađ en rómanskt afbrigđi af popúlisma og hefđi komiđ mörgum ríkjum á vonarvöl. Einhver af starfsmönnum Condy, helst úr ţeim hópi sem kann ađ lesa, myndi gera vel í ađ taka saman lista yfir ţau ríki í Rómönsku Ameríku sem ţessi kenning hennar á viđ. Í leiđinni mćtti gera lista yfir ţau sem hafa fariđ í hundana undir herforingjastjórnum sem nutu stuđnings Bandaríkjanna eđa af ţví ađ haga stjórn efnahagsmála eftir fyrirmćlum Alţjóđagjaldeyrissjóđsins og Alţjóđabankans, sem báđir eru í Washington og lúta framkvćmdastjórnum ţar sem Bandaríkin ein hafa neitunarvald.

Rice sagđi ennfremur ađ hin nánu tengsl Venesúela og Kúbu vćru „sérstaklega hćttuleg“ og ađ „alţjóđasamfélagiđ“ yrđi ađ vera betur á verđi fyrir hönd almennings í Venesúela. Ekki er ljóst hverjum er hćtta búin af ţessum tengslum en trúlega mun olíusala frá Venesúela til Kúbu draga eitthvađ úr biti viđskiptabannsins sem Bandaríkjastjórn hefur framfylgt gagnvart Kúbverjum í marga áratugi.

Vissulega er ţađ fleira sem stjórnin í Caracas hefur gert til ađ skaprauna George W. Bush og félögum. Til dćmis lagđi hún líknarfélögum til ódýra olíu til húshitunar fyrir fátćkt fólk í Bandaríkjunum fyrr í vetur og hefur keypt heilbrigđisţjónustu af Kúbverjum í stórum stíl. Hún hefur einnig lagt fram ađstöđu og fjármagn ásamt ríkisstjórnum Argentínu, Uruguay og Kúbu til ađ koma á fót gervihnattasjónvarpsstöđinni Telesur sem flytur fréttir hvađanćva frá Rómönsku Ameríku og á í harđri samkeppni viđ CNN og stöđvar sem senda út á spćnsku frá Miami og Atlanta. Umfjöllun Telesur um ţátttöku Bandaríkjahers í borgarastyrjöldinni í Kólumbíu hefur fariđ sérstaklega fyrir brjóstiđ á stjórnvöldum í Washington.

Ekki ţarf ađ efast um ađ ríkisstjórn Hugo Chávez verđskuldi ýmiss konar gagnrýni eins og allar ađrar ríkisstjórnir. Hitt er jafn víst ađ slíka gagnrýni verđur ađ styđja međ rökum og ađ yfirlýsingar Condoleezu Rice eru undarlegt framlag til viđrćđna um bćtt samskipti Bandaríkjanna og Venesúela en ţćr hófust í Washington síđastliđinn ţriđjudag.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur