Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Afvopnunarmál   

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

25.2.2006

Viđleitni Íransstjórnar til ađ auđga úran hefur vakiđ hörđ viđbrögđ á alţjóđavettvangi. Leiđtogar Vesturveldanna hafa ekki fariđ í grafgötur međ ţá stefnu sína ađ taka máliđ upp í Öryggisráđi Sameinuđu ţjóđanna og fá ţar samţykktar refsiađgerđir gegn Írönum ef stjórnvöld í Teheran leggi kjarnorkuáćtlanir sínar ekki á hilluna í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar má spyrja hversu trúverđugur málflutningur Bandaríkjamanna, Breta og Frakka er ţegar kemur ađ kjarnorkuvopnum.

Samkvćmt tölum frá bandaríska tímaritinu Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 14.000 kjarnaodda „í skotstöđu “ (operational) sem eru tilbúnir til árásar međ litlum sem engum fyrirvara. Samkomulag um bann viđ tilraunasprengingum (Comprehensive Test Ban Treaty) frá 1996 hefur ekki veriđ fullgilt af Bandaríkjastjórn, enda ţótt öll kjarnorkuveldin nema Indland og Pakistan hafi undirritađ samninginn á sínum tíma. Ţá hefur Bandaríkjastjórn einhliđa sagt upp ABM-sáttmálanum um afvopnun, án ţess ađ líkur séu á ađ nýr afvopnunarsamningur komi í stađ hans. Stefna Bandaríkjastjórnar virđist vera sú ađ önnur ríki skuli afvopnast en á međan auki hún sjálf vígbúnađ sinn og hafi óheft svigrúm til tilrauna međ ný kjarnorkuvopn.

Opinber stefna Bandaríkjastjórnar eru sú ađ Bandaríkin muni ekki nota kjarnorkuvopn gegn ríki sem ekki búi yfir slíkum vopnum. Í raun hefur Bandaríkjastjórn margsinnis hótađ slíkum árásum. Til eru ríkisstjórnir sem virđast tilbúnar ađ fylgja Bandaríkjastjórn fram á brúnina. Varnarmálaráđherra Bretlands, Geoff Hoon, hefur lýst ţví yfir ađ Bretar vćru tilbúnir ađ nota kjarnorkusprengjur „viđ réttar ađstćđur“ og gegn ríkjum sem ekki eigi kjarnorkuvopn.

Í orđi kveđnu óttast ríki heimsins smygl og verslun međ kjarnorkuvopn, ekki síst til ríkja sem Bandaríkjastjórn er uppsigađ viđ og kallar „útlagaríki“. Einfaldasta leiđin til ađ fylgjast međ slíku vćri ađ gera lista yfir sprengjur sem kjarnorkuveldin eiga eđa efni sem til er í ţćr. En ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rússlands hafa neitađ ađ gera slíkan lista. Eftirlitsmenn Alţjóđakjarnorkumálastofnunarinnar hafa engan ađgang ađ kjarnaoddum ţeirra ríkja sem eiga 96% af kjarnorkuvopnum heimsins!

Bandaríkjastjórn hefur um 480 kjarnorkuflaugar á meginlandi Evrópu, hálfum öđrum áratug eftir endalok kalda stríđsins. Önnur kjarnorkuveldi eiga mun fćrri sprengjur; en ríkisstjórn Bretlands hefur uppi áform um ađ endurnýja kjarnorkuflaugar sínar, ţrátt fyrir ađ ekki sé hćgt ađ benda á neinn óvin sem Bretlandi standi ógn af. Kjarnaoddum Kínverja hefur hins vegar ekki fjölgađ í rúm 20 ár, ţrátt fyrir endurteknar spár bandarískra hernađaryfirvalda um ţađ. Ekki má svo gleyma ţví kjarnorkuveldi sem einna mest leynd hvílir yfir, en ţađ er Ísrael. Ađ mati sérfrćđinga rćđur Ísraelsher yfir um 75-200 kjarnaoddum. Ljóst er ađ tilvist ţessara vopna veldur miklu óöryggi í Austurlöndum nćr og er trúlega ástćđa ţess ađ önnur ríki kunna ađ hafa áform um ađ koma sér upp kjarnorkuvopnum. Ţar ađ auki stangast ţessi vopn á viđ sáttmálann um útbreiđslu kjarnorkuvopna. Samt sem áđur verđur ekki vart viđ neinn alţjóđlegan ţrýsting á Ísraelsmenn um ađ láta ţau af hendi.

Í áliti Alţjóđadómstólsins í Haag frá 8. júlí 1996 er úrskurđađ ađ notkun kjarnorkuvopna ađ fyrra bragđi sé ólögleg undir öllum kringumstćđum og ríkjum heims beri ađ stefna ađ útrýmingu slíkra vopna. Ţessi úrskurđur merkir í raun ađ alţjóđadómstóllinn telur kjarnorkuvopn ólögleg. Í samrćmi viđ ţetta hefur Malasía nokkrum sinnum lagt tillögu fyrir allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna undanfarin ár. Í henni felst ađ ríkjum heimsins beri ađ ná samkomulagi um ađ banna hvers konar framleiđslu og međferđ kjarnorkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eđa hótun um ađ beita ţeim. Jafnframt beri ađ útrýma slíkum vopnum hiđ bráđasta.

Tillaga ţessi hefur jafnan hlotiđ góđar undirtektir og má taka sem dćmi atkvćđagreiđslu á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna 1. desember 1999. Ţá greiddu 114 ríki tillögunni atkvćđi og hún var samţykkt. Hins vegar greiddu 28 ríki atkvćđi á móti ţessari tillögu um kjarnorkuafvopnun og 22 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi ţeirra ríkja sem greiddu atkvćđi gegn útrýmingu kjarnorkuvopna. Ekkert NATO-ríki ţorđi ađ styđja tillöguna, en sum söfnuđu ţó kjarki til ađ sitja hjá, t.d. Kanada og Noregur.

Ţau ađildarríki Sameinuđu ţjóđanna sem standa ţver gegn afvopnun eru ekki mörg en ţau hafa heilmikiđ vćgi í Öryggisráđinu og eiga fjóra af fimm fastafulltrúum ţar. Ţađ er fyrst og fremst tvískinnungur kjarnorkuveldanna sem veldur ţví ađ afvopnunarmál eru í sjálfheldu og framtíđ án kjarnorkuvopna er ennţá utan seilingar.

Birtist í Fréttablađinu laugardaginn 25. febrúar

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur