Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Hvíta-Rússland   

Framverđir lýđrćđisins (e)

20.3.2006

Viđbrögđ Evrópusambandsins og Bandaríkjanna viđ úrslitum kosninganna í Hvíta-Rússlandi minna á endursýnda mynd sem notuđ er til ađ fylla upp í sjónvarpsdagskrá. Efniđ er til á lager, kostar ekkert og krefst engrar vinnu umfram ţađ ađ finna rétta spólu og setja hana í. Svo ţarf bara ađ ýta á réttan takka og tćkin sjá um afganginn.

Ţađ var líka búiđ ađ auglýsa ţennan dagskrárliđ fyrir löngu. Jonathan Steele, sem skrifar vikulega pistla í Guardian, sagđi okkur ţađ fyrir tíu dögum ađ ţegar úrslitin hefđu veriđ tilkynnt hćfist sama sýningin og í Georgíu og Úkraínu á sínum tíma.

Steele dregur ekki fjöđur yfir ţađ ađ Aleksandr Lukasjenko er einrćđisseggur sem misbeitir valdi sínu gagnvart fjölmiđlum, notar lögregluna óspart til ađ treysta yfirráđ sín og hefur t.d. látiđ banna annan tveggja kommúnistaflokka í landinu. Hins vegar er ţađ stađreynd ađ ritskođunin er hvergi nćrri eins víđtćk nú og hún var 1996. Milljónir landsmanna hafa ađgang ađ fréttastöđinni EuroNews gegnum kapalkerfi og öllu ţví efni sem ţá lystir ađ lesa á frjálsum netmiđlum, innlendum og erlendum.

Ţađ sem hefur breyst er ađ nú hafa valdamikil öfl á Vesturlöndum áhuga á ţví sem er ađ gerast í Hvíta-Rússlandi og sjá tćkifćri til ađ hafa áhrif á framvindu mála ţar eystra. Rétt eins og ţegar slagurinn stóđ um Úkraínu hefur fjármagni veriđ dćlt til stjórnarandstćđinga á undanförnum vikum, m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ţýskalandi. Helsti keppinautur Lukasjenkos um forsetaembćttiđ, Alexander Milinkevich, gćtti ţess líka ađ heyja drjúgan skerf kosningabaráttunnar í höfuđborgum annarra Evrópuríkja ţótt engir vćru ţar kjósendurnir. Líklega var ţađ skynsamleg ađferđ ţví ţegar Gallup kannađi fylgi frambjóđenda í janúar mćldist stuđningur viđ Milinkevich ađeins 17 prósent – niđurstöđurnar voru birtar í tímariti sem gefiđ er út utan Hvíta-Rússlands.

Fylgi Lukasjenkos mćldist hins vegar 55% í sömu könnun ţrátt fyrir ofríkiđ og valdagrćđgina. Hvernig má ţađ vera? Eins og Steele bendir á í pistli sínum ţá sýnir skýrsla Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, sem seint verđur talinn haukur í horni forsetans, ađ kaupmáttur fólks í Hvíta-Rússlandi hefur stöđugt aukist á undanförnum árum og um nálega fjórđung síđastliđna 12 mánuđi. Ríkisstjórninni hefur líka tekist ađ vinna bug á verđbólgu og lćkka virđisaukaskatt. Helmingi fćrra fólk lifir undir fátćkramörkum en fyrir sjö árum síđan og Hvíta-Rússland státar af jöfnustu tekjuskiptingu allra landa í Austur-Evrópu. Ţađ verđur ađ telja sennilegt ađ slíkt efnahagsástand hafi ráđiđ miklu um ţađ hvernig fólk greiddi atkvćđi um helgina. Steele segist ennfremur hafa heimildir fyrir ţví ađ almenningur í Hvíta-Rússlandi kunni vel ađ meta stöđugleikann í landinu og sé ţví feginn ađ efnahagslífinu sé ekki meira og minna stjórnađ af fámennum klíkum eins og í grannríkinu Rússlandi.

Ţetta ţýđir auđvitađ ekki ađ allir séu ánćgđir. Andófiđ gegn Lukasjenko heimafyrir er sjálfsprottiđ og byggir á hugmyndafrćđilegum ágreiningi. Ţađ er boriđ uppi af menntamönnum, ţjóđernissinnuđum hópum, yfirstéttarfólki í stćrstu borgunum og ungu fólki sem er búiđ ađ fá sig fullsatt af ríkjandi fyrirkomulagi. Vandi stjórnarandstćđinga í Hvíta-Rússlandi er hins vegar sá sami og svo víđa annars stađar, ţeir hafa minnihluta kjósenda á bak viđ sig.

Ţađ er ómögulegt ađ segja fyrir um ţađ hvort liđsinni erlendra ríkisstjórna muni verđa stjórnarandstćđingum í Minsk til mikilla heilla til lengri tíma litiđ. Reynslan af rósabyltingunni í Georgíu og appelsínugulu byltingunni í Úkraínu bendir ađ minnsta kosti ekki til ţess ađ lýđrćđi muni standa sterkari fótum í Hvíta-Rússlandi eftir „gallabuxnabyltinguna“ sem búiđ var ađ skíra og skipuleggja mörgum vikum fyrir kosningar.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur