Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Réttindi verkafólks   

Réttlćti, hagkvćmni og óréttlát hagkvćmni

2.4.2006

Ţađ eru viss sannindi fólgin í ţeirri gömlu klisju ađ kapítalisminn hafi sigrađ. Ekki vegna ţess ađ óheftur kapítalismi hafi sýnt yfirburđi sína og ekkert annađ samfélagsform sé lengur mögulegt. Sigur kapítalismans felst í ţví ađ meginţorra fólks hefur veriđ talin trú um ađ hćgt sé ađ vinna endanlegan sigur á pólitískum vígvelli – ađ međ kapítalismanum sé komiđ ađ „endalokum sögunnar."

Viđtekna skođunin virđist vera sú ađ ţađ óréttlćti sem fólk kemur auga á sé óhjákvćmilegt og ţjóni jafnvel einhverjum ćđri tilgangi sem ekki sé á allra fćri ađ skilja. Reynt hefur veriđ ađ berja ţađ inn í fólk ađ finnist ţví kerfiđ vera óréttlátt ţá sé ţađ ekki vegna ţess ađ eitthvađ sé ađ hugmyndafrćđinni, heldur vegna ţess eigin skilningsleysis. Stjórnmál og efnahagsmál séu fyrir stjórnmálamenn og hagfrćđinga – en ekki venjulegt fólk.

Verkalýđshreyfingar hafa veitt langöflugasta ađhaldiđ gegn ţessari tilhneigingu stjórnmálamanna til ađ hefja sig yfir skođanir almennings. Verkalýđsfélög leyfa sér nefnilega oft ađ gera greinarmun á ţví sem er hagkvćmt og ţví sem er rétt. Ţađ er afar hćttulegur greinarmunur fyrir málsvara óhefts kapítalisma ţví ţađ opnar fyrir möguleikann á ađ kapítalisminn geti veriđ óréttlátur.

Í Frakklandi leiđa verkalýđsfélög til dćmis mótmćli gegn frumvarpi sem miđar ađ ţví ađ skerđa atvinnuréttindi ungs fólks. Íhaldsstjórnin bendir á ađ frumvarpiđ miđi ađ ţví ađ auka hagkvćmni í atvinnulífinu og skilur ekki af hverju ţúsundir eru ađ mótmćla á götum úti. En verkalýđsfélögin, og fólkiđ almennt, vita ađ hagkvćmni er lítils virđi ef í henni felst óréttlćti og mismunun. Hiđ hagkvćma er ekki ipso facto réttlćtanlegt. Ţađ ađ mismuna ungu fólki, međ ţví ađ gera atvinnurekendum kleift ađ reka ţađ úr starfi án fullnćgjandi skýringa í eitt eđa tvö ár frá ráđningu, er einfaldlega rangt. Jafnvel hagkvćmnin getur ekki réttlćtt óréttlćti.

En víđast hvar eru verkalýđsfélög ekki jafn öflug og í Frakklandi. Í Bandaríkjunum hefur ţeim meira eđa minna veriđ útrýmt og í Bretlandi var Thatcher langt komin á sömu braut. Helstu rökin gegn öflugum verkalýđsfélögum eru iđulega ađ ţau séu óhagkvćm – en ţá gleymist ađ engin réttindi eru hagkvćm. Kosningarétturinn er sennilega sá óhagkvćmasti af ţeim öllum, enda kemur enginn út úr kjörklefanum einni krónu ríkari.

Íslendingar virđast ţví miđur vera ađ fćra sig í flokk međ Bandaríkjunum og Bretlandi hvađ verkalýđsbaráttu varđar. Ţađ ţykir nú fátt nútímalegra en ađ starfsmönnum fyrirtćkja sé meinađ ađ rćđa um laun sín og hótađ brottrekstri ef upp um slíkt kemst. Á sama tíma fá forstjórar og stjórnarformenn tugi og jafnvel hundruđ milljóna króna fyrir ţađ eitt ađ standa sig ekki nógu vel í starfi og verđa reknir.

Hagkvćmt? Sennilega ekki. Réttlátt? Alls ekki.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur