Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Útrásin   

Útrásin er birtingarmynd feđraveldisins

9.4.2006

Um hvađ snýst hún eiginlega, ţessi „útrás“? Hvernig stendur á ţví ađ Íslendingar eru búnir ađ finna upp hugtak yfir fyrirbćri sem hvergi annars stađar í heiminum er til hugtak yfir? Bretum finnst ekki tíđindum sćta ađ einhver Breti kaupi fyrirtćki í öđru landi. Japönsk dagblöđ ćpa ekki af fögnuđi í hvert sinn sem Japani fjárfestir erlendis. Af hverju eru Íslendingar öđruvísi? Eiga ţessar ţjóđir ekki nógu góđa spunameistara? Eđa er útrásin kannski framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar? Alveg eins og rán, vígaferli og nauđganir voru á víkingaöldinni.

Í orđrćđunni um útrás felst stćk ţjóđernishyggja. Hvers vegna ćtti ég ađ fagna ţótt kapítalisti sem fjárfestir í stórmarkađi erlendis sé íslenskur en ekki frá Bermuda eđa Luxemburg? Hvađa hag hefur launafólk almennt af slíku? Svariđ er auđvitađ: Ekki nokkurn skapađan hlut. Ţess vegna er reynt ađ telja okkur trú um ađ ţótt útrásin varđi okkar persónulega hag ekki neitt ţá sé hún samt sem áđur góđ fyrir ţjóđarhag.

Ţar komum viđ ađ einni ţverstćđu hagfrćđinnar. Feđur hennar á 18. öld héldu ţví fram ađ hreyfiafl hennar vćri hin ósýnilega hönd markađarins sem stjórnvöld ćttu ađ trufla sem minnst. En ţeir skrifuđu líka um „auđlegđ ţjóđanna“. Og ţá má spyrja sig: Ef ţjóđir hafa ekki vilja, af hverju ćttu ţćr ţá ađ eiga auđ? Af hverju hafa ţćr hagsmuni af auđsköpun? Er hćgt ađ slíta slíka hagsmuni úr samhengi viđ vilja fólks og valfrelsi? Um hvađ annađ snýst ţjóđarhagur en trúna á sameiginlegan auđ og hagsmuni og ađ endingu, sameiginlegan vilja?

Arftakar Adams Smiths hafa meira eđa minna lokađ augunum fyrir ţessum vanda. Ef hagfrćđingar tryđu í raun og veru á ósýnilegu höndina ţá myndu ţeir aldrei ráđleggja nokkrum manni um efnahagsmál, hvađ ţá ástunda hagstjórnun. Ţađ samrćmist tćplega hugmyndinni um frumskógarlögmáliđ ađ vera međ stöđug inngrip og samfélagslćkningar til ađ viđhalda hagvexti á Íslandi í stađ ţess ađ leyfa lögmálunum ađ ráđa og fylgjast međ gangi ţeirra. Hagfrćđingar eru hins vegar stöđugt ađ reyna ađ grípa inn í og hafa meira ađ segja stofnanavćtt inngripin í greiningardeildum.

Og hvađ má segja um stjórnmálamennina? Af hverju ćttu stjórnmálamenn sem trúa á hina ósýnilegu hönd ađ ţrasa endalaust um efnahagsamál? Og hafa ţeim mun meiri skođanir og forskriftir á hrađbergi eftir ţví sem ţeir ţykjast vera trúađri á markađslögmálin sem „náttúrulögmál“? Ef stjórnmálamennirnir sem ţykjast trúa á „frelsiđ“ vćru samkvćmir sjálfum sér ţá myndu ţeir leyfa almenningi ađ stunda sín viđskipti og heyja sína lífsbaráttu í friđi án ţess ađ rćđa efnahagsmál 24 stundir á sólarhring.

Umfram allt myndu ţó stjórnmálamennirnir ekki stöđugt vera ađ rembast viđ ađ skapa störf. Ţađ er nefnilega ekkert sem er síđur í samrćmi viđ kenninguna um ósýnilegu höndina heldur en ađ stjórnmálamenn reyni ađ stjórna ţví hvar störf verđa til og hvar ekki, kallandi sig eftir sem áđur frjálshyggjumenn og deilandi í orđi á „forsjárhyggju“. Hvađ ţá myndu stjórnmálamenn sem tryđu í raun á hina ósýnilegu hönd standa fyrir stórfelldum erlendum lántökum risavaxins ríkisfyrirtćkis, eins og t.d. Landsvirkjunar, til ţess ađ auka „útflutningstekjur“. Ţarf frekari sannanir fyrir ţví ađ stjórnmálamenn, hvar í flokki sem ţeir standa, líta í raun og veru á ţjóđina sem „makróorganisma“, risavaxinn ţjóđarlíkama sem ţarf stöđuga nćringu í ćđ? Gleymum ţví ekki ađ Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliđarnir.

Á bak viđ allt taliđ um frelsi og ósýnilegar hendur búa stjórnmálamenn samtímans ennţá í feđraveldi húsagans. Ţjóđin hefur ekki einungis vilja, hún er einn líkami og ţeir eru ađ sjálfsögđu höfuđiđ. Í ţessu samfélagi verđur útrásin til og snýst í raun og veru um ţađ sama. Fjárfestarnir, peningamennirnir, eru feđurnir en viđ hin, 95% landsmanna, erum litlu börnin sem ţeir vinna fyrir. Orđrćđa útrásarinnar snýst um ţađ ađ ţeir séu ađ draga björg í bú fyrir okkur hin, ţjóđfélagslimina sem vantar nćringu. Alveg eins og duglegu stjórnmálamennirnir okkar sem skapa störf og útflutningstekjur međ ţví ađ selja orkuna og landiđ á spottprís.

Vesalings Adam Smith! Mađur sem á slíka sporgöngumenn ţarf ekki á óvinum ađ halda.

Greinin birtist í Fréttablađinu laugardaginn 8. apríl.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur