Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Ítalía   

Trúđurinn yfirgefur sviđiđ – í bili

16.4.2006

Ítalskir kjósendur spörkuđu Berlusconi forsćtisráđherra seinustu helgi og veittu kosningabandalagi andstćđinga hans minnsta hugsanlega meirihluta. Berlusconi hafđi tekist ađ láta ţćr kosningar snúast alfariđ um persónu sína. Enda er hann mađurinn sem sagđist hafa heillađ forseta Finnlands međ pleibojtöktum, sem sagđi nýlega ađ Kínverjar hefđu notađ börnin sín í áburđ á dögum Maós, sem líkti sjálfum sér viđ Krist og Napóleón án ţess ađ blikna.

Berlusconi er líka alrćmdur fyrir ađ hafa sagt viđ verkamenn sem var búiđ ađ reka frá Fiat ađ fá sér tvö ný störf í stađinn, annađ á svörtu. Hann er ófćr um ađ minnast á konur öđruvísi en sem kynverur og skapađi gjá milli Ítalíu og Ţýskalands međ ţví ađ líkja ţýskum gagnrýnanda sínum viđ fangavörđ í útrýmingarbúđum. Á hinn bóginn hefur hann líka lýst ţví yfir ađ Mussolini hafi ekki drepiđ neinn. Um daginn sagđi hann ađ allir sem kysu andstćđinga hans vćru asnar. Auđvitađ ţarf engum ađ koma á óvart ađ Berlusconi tók ósigrinum illa og enn hefur ekki frést af ţví ađ hann hafi viđurkennt úrslitin.

Ţađ má segja Berlusconisögur heilu dagana og raunar hittir mađur varla Ítala sem ekki á nokkrar. En öđrum Ítölum er ekki skemmt. Af hverju? Jú, vegna ţess ađ Berlusconi setti eiginhagsmuni sína svo augljóslega ofar hagsmunum venjulegra Ítala. Ţađ myndi íslenskur forsćtisráđherra … kvóti … aldrei gera og ţess vegna eru hagsmunatengsl aldrei rćdd hér á landi. Fjölmiđlum hans var og beitt í hans ţágu, af bírćfni sem er fágćt í Evrópu. Ekki er ţó ţar međ sagt ađ fjölmiđlar annarstađar dragi aldrei taum eigenda sinna.

Margir Ítalir kusu ţó Berlusconi af öđrum ástćđum en ađ ţeir hrifust af trúđleik hans, dćgurlagatextum, glannalegum yfirlýsingum og spillingu. Ný kosningalög ţar í landi hafa haft ţau áhrif ađ ţar hafa myndast tvćr sterkar blokkir og fólk verđur ađ velja ađra. Ítalskir hćgrimenn sem líkar ekki viđ trúđinn eiga ekkert val. Ćtli ţetta geti talist hollt fyrir stjórnmálalífiđ? Fyrir rúmum áratug var fullyrt ađ ţađ vćri brýn nauđsyn ađ losna viđ spillingu úr stjórnkerfinu međ ţví ađ fćkka smáflokkum á ţinginu. Aldrei heyrđist hvernig nákvćmlega ţessir flokkar hefđu skapađ spillinguna (hins vegar hafa nokkrir úr ţeim stóru veriđ dćmdir) en ţetta var endurtekiđ í fréttatíma eftir fréttatíma hér á landi. Ekki hefur heyrst af minni spillingu á Ítalíu eftir og stjórnmálalífiđ situr uppi svarthvítt.

Ef Napóleónslíkingarnar eru hreinsađar burt stendur eftir vel ţekkt hćgripólitík Berlusconi og félaga: gallharđur stuđningur viđ Bushstjórnina, „sveigjanlegur vinnumarkađur“, lćkkun skatta og minni ríkisumsvif. Vegna ţess hver Berlusconi var lćkkađi hann skatta međ bókhaldsbrellum, međ ţví ađ skera niđur styrki til hérađanna sem urđu ađ hćkka sína skatta í stađinn. En pólitíkin er ađ flestu leyti hefđbundin hćgripólitík. Eins og menn muna voru hann og íslenski forsćtisráđherrann um hríđ sérstakir vildarvinir.

Berlusconi stjórnađi ađ ýmsu leyti eins og allir stjórnendur nútímans: Pólitík hans var eina lausnin, andstćđingar hans voru kommúnistar og kjánar, hann var jafn hneykslađur á öllum sem andmćltu honum og íslenskir stjórnarţingmenn eru alltaf. Og stundum varđ Berlusconi hreinlega á ađ orđa ţađ sem vinir hans gera hljóđalaust. Til dćmis ţegar hann sagđi í september 2001 ađ vestrćn siđmenning hefđi yfirburđi og myndi leggja undir sig heiminn. Ţar talađi hann fyrir munn margra en talađi af sér.

Á lokadögum kosningabaráttunnar reyndi Berlusconi ađ kaupa sér fylgi međ ţví ađ lofa vinsćlum ađgerđum út og suđur. Ţótti ţađ enn eitt dćmi um trúđshátt hans og ábyrgđarleysi. Ţađ er ţví ástćđa til ađ fylgjast međ íslenskum sveitastjórnarmönnum núna ţegar frá ţeim streyma núna launahćkkanir, skattalćkkanir og tékkar í pósti. Er Berlusconivćđing íslenskra stjórnmála kannski hafin?

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur