Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Innflytjendamál   

Innflytjendavandinn – martröđ Evrópumannsins

22.4.2006

Hugmyndir Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, fyrrverandi alţingismanns, um ađ til verđi flokkur sem berjist gegn fjölgun innflytjenda, eru hvorki óvćntar né án fordćmis. Undanfarna áratugi hafa slíkir flokkar risiđ upp eins og gorkúlur um alla Evrópu. Ađ vísu er annađ mál ađ hinn ímyndađi flokkur Ásgeirs Hannesar virđist hafa óvenju mikinn hljómgrunn međal Íslendinga í ljósi ţess ađ vandamál tengd innflytjendum eru óvíđa minni en einmitt á Íslandi. Ísland hefur hreint ekki veriđ opiđ fyrir fólki sem vill flytjast hingađ. Dćmin um fólk sem fengiđ hefur pólitískt hćli hér á landi má t.d. telja á fingrum annarrar handar.

En hvers vegna eru Evrópuríki svona hrćdd viđ innflytjendur? Hvađ veldur ţví ađ hvert ríkiđ af öđru rýkur upp til handa og fóta og herđir lög um flutning fólks til landsins – á sama tíma og ráđamenn dásama hina svokölluđu „alţjóđavćđingu“ og ţađ ótakmarkađa frelsi sem á ađ fylgja henni? Ef hugsum máliđ ađeins ţá er ţessi stefna auđvitađ bćđi óeđlileg og óréttlát. Viđskipti ţjóđa eru ađeins öllum til góđs ef hinn sterki hefur ekki vald til ađ níđast á hinum veiku. Ţađ er óeđlilegt ađ fyrirtćki geti óhindrađ flutt fjármagn og störf heimsálfa á milli, en á sama tíma reyni stjórnvöld í auđugustu ríkjum heims ađ hindra vinnandi fólk í ađ flytja á milli landa í leit ađ betri afkomu.

Hvers vegna ţessi ótti? Ef viđ lítum ađeins aftur á veg má sjá ađ „innflytjendavandamál“ voru ekki bundin viđ Evrópu áđur fyrr. Ţvert á móti voru ţađ Evrópumenn sem fluttu allra ţjóđa mest á milli landa. Á 16., 17. og 18. öld streymdu íbúar landa viđ Atlantshafiđ til Ameríku ađ nema lönd ţar. Gallinn var bara sá ađ ţar var fólk á fleti fyrir. Ţessu fólki, sem kallađ var indíánar, var útrýmt miskunnarlaust. Ţeirra rými var fyllt af innflytjendum frá Evrópu og raunar ekki bara ţađan. Evrópumenn tóku međ sér milljónir fólks frá Afríku sem hnepptar voru í ţrćldóm í „nýja heiminum“, hinni frjálsu útópíu ţar sem Evrópumenn settu sér ný lög og reistu fyrirmyndarsamfélög. Ţar varđ meira ađ segja ţjóđerni nútímans til ef marka má frćđimanninn Benedict Anderson. Afkomendur innflytjenda í Ameríku urđu fyrstu ţjóđernissinnarnir í nútímaskilningi.

Ţeir sem fluttu til Ameríku á 16. og 17. öld var fólk sem viđ myndum kalla bókstafstrúarmenn. En á 18. öld hófst upplýsingin í Evrópu. Ţađ var hún sem breytti andlegu lífi Vesturlanda og gerir okkar samfélög fremri öllum öđrum, svo rifjađar séu upp tuggur úr „skopmyndamálinu“ svokallađa. Hvađa áhrif hafđi ţetta á hegđun innflytjenda í nýja heiminum? Ţeir héldu áfram ađ útrýma „villimönnunum“. George Washington, ţjóđhetja og fyrsti forseti Bandaríkjanna, vann ţađ sér t.d. til frćgđar ađ útrýma einu merkasta ríki Norđur-Ameríku á 18. öld, Írókesabandalaginu. Arftakar hans á forsetastóli voru iđulega menn sem höfđu unniđ sér herfrćgđ međ ţví ađ rćna löndum frá indíánum og murka lífiđ úr sem flestum ţeirra. Upplýsing innflytjendanna var ekki til útflutnings. Í byrjun 19. aldar stofnuđu Cherokee-indíánar í Suđurríkjunum eigiđ ríki og settu sér stjórnarskrá ađ bandarískri fyrirmynd. Bandaríkjastjórn leist hins vegar ekki á framtakiđ og fljótlega var búiđ ađ hrekja ţá frá heimilum sínum.

Fleiri ţjóđarmorđ voru framin í nafni upplýsingarinnar á 19. öld. Evrópskir innflytjendur í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi höfđu sama háttinn á. Í Afríku náđu tiltölulega fámennir hópar innflytjenda ađ vinna ómćldan skađa á samfélögum ţar á afar skömmum tíma. Íbúum Belgíska Kongó mun hafa fćkkađ um helming á árunum 1880-1920. Í Namibíu náđu Ţjóđverjar ađ fćkka Herero- og Namaţjóđunum um 75% á ţremur árum, 1904-1907. Helför Gyđinga í síđari heimsstyrjöldinni var vissulega skelfilegur atburđur en Evrópumenn höfđu fengiđ ágćtis upphitun í löndunum ţar sem ţeir voru innflytjendur.

Seinasta ríki evrópskra innflytjenda í ţriđja heiminum var stofnađ 1948. Ţađ heitir Ísrael. Nánast öll heimsbyggđin hneykslast á framferđi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. En hafa evrópskir innflytjendur nokkurn tíma hegđađ sér öđruvísi eđa betur?

Ótti Evrópumanna viđ innflytjendur er sálrćnn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öđrum heimsálfum. Hún hefur veriđ sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leiđ skelfingarsaga fyrir allt ţađ fólk sem var fyrir hvarvetna ţar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar. Djúpt í sálinni blundar ţví hrćđsla viđ ađ nú sé komiđ ađ skuldadögunum. „Innflytjendavandinn“ er martröđ Evrópu vegna ţess ađ Evrópuţjóđir hafa sjálfar reynst svo illa sem innflytjendur, sannkölluđ martröđ annarra ţjóđa.

Greinin birtist í Fréttablađinu laugardaginn 22. apríl

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur