Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Útlendingahatur   

Pylsusalinn er ekki vandamáliđ

23.4.2006

Um daginn var ţví slegiđ upp í breskum fjölmiđlum ađ fasistaflokkurinn BNP vćri í gríđarlegri sókn og gćti unniđ stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í byrjun nćsta mánađar. Ţessu til stuđnings voru birtar skođanakannanir ţar sem hátt hlutfall fólks úr verkalýđsstétt, jafnvel allt ađ 40%, sögđu ađ til greina kćmi ađ kjósa flokkinn.

Í fyrstu kunna ţessar fregnir ađ hljóma ískyggilega. Nick Griffin, formađur BNP, er bulla af verstu gerđ og forystusveitin minnir helst á glćpagengi. Útlendingahatur flokksins er sömuleiđis stćkara og grímulausara en ţeirra popúlistaflokka á meginlandi Evrópu sem hafa nćrst á andúđ á innflytjendum.

Ţađ er ţó ekki ástćđa til ađ örvćnta strax. Hrćđsluáróđurinn um gríđarlega fylgissveiflu til Griffins og félaga er nefnilega fastur liđur í ađdraganda kosninga í Bretlandi og ţá einkum ţegar kemur ađ kosningum til sveitarstjórna eđa Evrópuţingsins, ţar sem ţátttaka er drćm. Ţrátt fyrir ađ BNP hafi náđ sínum langbesta árangri í ţingkosningum á síđasta ári, var fylgiđ ekki nema 0,7%. Ţótt fjöldi efnalítilla Breta segist ekki útiloka ađ kjósa flokkinn, er langur vegur frá ţví ađ fasistaklíka Griffins nái völdum í landinu. Ţetta vita stóru flokkarnir mćtavel, en nota BNP sem svipu á kjósendur til ađ mćta á kjörstađ.

Á sama tíma og Bretar fluttu fregnir af meintum sóknarfćrum útlendingahatara ţar í landi, var ţví slegiđ upp hérna heima ađ Ásgeir Hannes Eiríksson hefđi látiđ gera skođanakönnun. Niđurstöđur hennar voru á ţá leiđ ađ ţriđjungur landsmanna gćti hugsađ sér ađ kjósa flokk sem vildi fćkka innflytjendum. Ţetta tryggđi Borgaraflokksţingmanninum fyrrverandi löng viđtöl í fjölmiđlum, ţótt fyrir lćgi ađ hann hyggđist ekki stofna slíkan flokk sjálfur.

Í sjálfu sér eru niđurstöđur skođanakönnunarinnar ekki ýkja merkilegar. Fyrir nokkrum misserum sýndu kannanir ađ mjög hátt hlutfall kjósenda myndi íhuga ađ styđja frambođ eldri borgara í Alţingiskosningum. Nýveriđ var ţví meira ađ segja hótađ ađ Akureyringar stofnuđu sinn eigin stjórnmálaflokk međ ţađ eina markmiđ ađ fjölga Akureyringum á ţingi. Fátt bendir ţó til ađ gamlingjar af Glerárgötu leggi íslensk stjórnmál ađ fótum sér í bráđ.

Skođanakönnun veitingamannsins Ásgeirs Hannesar má í raun túlka á annan hátt en til marks um uppgang rasista. Hana má skilja á ţann hátt ađ tveir ţriđju hlutar landsmanna myndu undir engum kringumstćđum kjósa stjórnmálaflokk sem hefđi baráttu gegn innflytjendum á stefnuskránni. Íslenskur ţjóđernisflokkur getur ţví ađ hámarki reynt ađ biđla til rúmlega 30% kjósenda áđur en önnur stefnumál, forystufólk o.fl. koma međ í reikninginn.

Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ fólk sem lćtur sig varđa hag innflytjenda ţurfi engar áhyggjur ađ hafa. Pylsusalinn er hins vegar ekki vandamáliđ. Ásgeir Hannes Eiríksson er ekki afl í íslenskum stjórnmálum og verđur ekki úr ţessu. Hann mun ekki stofna Ţjóđernisflokk Íslands, frekar en honum tókst ađ stofna Breiđholtsflokkinn eins og hann hótađi fyrir einhverjar borgarstjórnarkosningarnar. Ţađ verđur enginn and-innflytjendaflokkur á kjörseđlinum í lok maí.

Ţegar kemur ađ málefnum innflytjenda er vandamáliđ ekki ímyndađir stjórnmálaflokkar sem aldrei munu líta dagsins ljós. Ásgeir Hannes Eiríksson, brćđurnir af Suđurlandi sem skipuđu Félag íslenskra ţjóđernissinna eđa skólafélagarnir úr Versló sem bođuđu stofnun Framfaraflokksins eru hvimleitt uppfyllingarefni ţáttastjórnenda í gúrkutíđ en hafa ekkert vćgi í samfélaginu.

Vandamáliđ eru ţeir flokkar sem fyrir eru og hafa raunveruleg völd en ekki ímynduđ. Ţađ sem viđ er ađ glíma er ţađ útbreidda hugarfar ađ líta á útlendinga hér á landi sem tímabundiđ vinnuafl en ekki samlanda sem munu verđa hluti af íslensku samfélagi um ókomna framtíđ. Fjölmenningarsamfélag, sem allir stjórnmálaflokkar ađhyllast í orđi kveđnu, felur ekki í sér einhliđa ađlögun innflytjenda ađ háttum heimamanna – heldur ađ ţeir sem fyrir eru séu einnig reiđubúnir ađ breyta eigin háttum eđa taka ríkjandi viđhorf til endurskođunar.

Fátt bendir til ađ ráđamenn eđa ađrir ţeir sem leiđandi eru í ţjóđmálaumrćđunni séu tilbúnir í slíkt endurmat. Ţvert á móti keppast menn viđ ađ lofsyngja „vestrćn gildi“ sem standi allri annarri menningu langtum framar. Okkur er sagt ađ ţessi gildi ţurfi ađ verja fyrir utanađkomandi árásum og séu réttlćting ţess ađ viđ ýtum mannréttindum til hliđar og drepum fólk í fjarlćgum löndum.

Ásgeir Hannes Eiríksson er léttvćg neđanmálsgrein í íslenskum stjórnmálum, sem helst vann sér ţađ til frćgđar á ţingi ađ berjast gegn fóstureyđingum, krefjast jarđgangagerđar til ađ verjast Rauđa hernum og reyna ađ afla ríkisábyrgđar fyrir Ólaf Laufdal. Ţeir sem óttast samfélag útlendingahaturs og árekstra milli fólks á grundvelli uppruna eđa kynţáttar ćttu miklu fremur ađ beina sjónum sínum ađ raunverulegum ógnum en ímynduđum.

sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur