Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Fermingar   

Samfélagsvígslan

26.4.2006

Á föstudaginn langa tók ég ţátt í svonefndri Píslargöngu umhverfis Mývatn. Um er ađ rćđa árvissan viđburđ, ţar sem fólk kemur og gengur eftir ţjóđveginum hringinn í kringum vatniđ í einhvers konar eftirmynd af ţjáningargöngu Krists ađ Golgata hćđ. Ţar sem vegalengdin slagar vel í maraţon gefst nokkur tími til ađ hugsa um lífiđ og tilveruna og óneitanlega stillist ţankagangurinn nokkuđ eftir tilefni göngunnar.

Ég er ekki tiltakanlega trúađur mađur, var raunar greindur „agnostic“ í enskum bakgarđi af félaga mínum sem ţá skrifađi doktorsritgerđ um engla. Og ţar sem mitt ástand er agnostískt voru vangaveltur heilsupíslar minnar á nokkuđ jarđbundnu plani. Ég hafđi nýveriđ komiđ nálćgt fermingu og ţađ er ekki laust viđ ađ margt ásćki mig varđandi ţá „stofnun“ í samfélagi okkar.

Eins og allir vita stendur fermingarfrćđslan yfir heilan vetur, ţar sem prestar gera sitt besta í ađ matreiđa siđabođskap trúarinnar í unglinga. Ţeir eiga samúđ mína óskipta enda svosem ekkert léttmeti á ferđ og umfjöllunarefniđ langt í frá ađ vera ofarlega í almennri samfélagsumrćđu. Ţađ hvađa merkingu ţađ hefur fyrir líf okkar og tilfinningar ađ međ píslarvćtti Krists varđ til nýr sáttmáli milli Guđs og manna, er ekki bara margbrotiđ og flókiđ fyrir okkur sem andans verur, heldur einnig sem félagsverur sem togast á um túlkanir og skilning, búum til međ okkur hópa, drögum mörk og vígbúumst til ađ verja ţau. Ţá „guđlegu“ eiginleika mannverunnar, sem koma fram í Kristi gegnum fórnfýsi hans, samkennd, óeigingirni og fleira, er fermingarbörnum uppálagt ađ tileinka sér. Prestar leggja útaf guđspjallinu til ađ koma ţeim til skila undir drepleiđinlegum klafa messugjörđar sem tíunduđ er í upphafi hverrar sálmabókar. Ţađ er langt í frá ađ ţessi málefni séu okkur óviđkomandi, ţvert á móti. Í trúarbrögđunum og vangaveltum okkar um ţau, og ţá sérstaklega í íslensku samhengi hinnar lútersku kristni, er ađ finna efniviđ tilfinninga okkar og siđferđiskenndar, međ og á móti, af eđa á.

Hinsvegar fer lítiđ fyrir ţessum vangaveltum í almennri umrćđu. Hiđ daglega stređ okkar sem stjórnast af verđtryggingu, vaxtabótum, stýrivöxtum og gengissveiflum veitir ekki rúm til ađ hugsa um „andann í efninu“ ef svo má segja. Eins og margrćtt og alţekkt er stýrist líf okkar mest af neyslukapphlaupi sem birtist međ einum eđa öđrum hćtti eftir mismunandi samfélagshópum.

Hyggjuvit okkar er nytjahyggjan sem gerir daglegt líf okkar ađ sókn í vellíđan sem felst í efnislegum gćđum, góđum mat eđa nýjum símum, rétta kaffinu eđa nýjasta tölvuleiknum. Jafnvel ţótt maulađ sé „fairtrade“ súkkulađi í ţágu suđur-amerískra campesinos er ţađ í raun birting nytjahyggju er kemur ađ sálarheill ţess sem súkkulađiđ kaupir. Nytjahyggjan sem leiđarljós lífsins er vissulega einstrengingsleg lífsýn og gerir okkur einvíđ, eins og Marcuse sagđi er hann rćddi tćknina.

Viđ fermingu barnanna kemur ţessi nytjahyggja bersýnilega í ljós ţar sem helsti höfuđverkur foreldra er ekki sálarheill barnanna eđa trygging fyrir himnavist ađ lokinni jarđvist, heldur hvernig fermingarveislan á ađ vera. Hvernig er hćgt ađ tryggja sómasamlega veislu í margsundruđum íslenskum nútímafjölskyldum, hvernig á ađ komast hjá ţví ađ fara á hausinn viđ ţetta, eđa svo málin séu skođuđ frá hinum enda samfélagstigans; á ég ađ leigja Hummer limmuna undir táninginn eđa bara fá mér venjulega limmu. Veislan sjálf og gjafastússiđ er innvígsla í neyslu- og efnishyggjusamfélag nútímans ţar sem tugir ţúsunda og flottustu grćjurnar eru ekki gefnar af illgirni eđa fávísi, heldur einfaldlega vegna ţess ađ ţađ er ţađ sem unga fólkinu okkar ber ţar sem ţetta er ţađ sem viđ einfaldlega gerum alla daga. Ţeim sem ofbýđur hlutadýrkun gefa bókmenntir og listir sem haganlega hefur veriđ komiđ fyrir á svokölluđum fermingarborđum bókabúđanna. Allt snýst um nytsemi, nýtingu á tíma okkar og fé viđ val á gjöfum, skipulag og allt ţađ sem ađ ţessari samfélagsvígslu snýr. Í ljósi ţessa má fćra veigamikil rök fyrir ţví ađ sú frćđsla sem fermingarbörnin fá eigi fullt erindi í okkar samfélag ţó ađ grundvöll kennisetninganna í lúterskri kristni megi vissulega útvíkka umtalsvert.

Innvígsla barna á 14. ári í samfélag hinna trúuđu er ţannig mun meira en eitthvađ sem grundvallađ er á hinni postulegu trúarjátningu. Ţar ađ auki er inntak ţeirrar játningar langt í frá ađ vera ađeins bókstafleg merking orđanna sem ţar eru ţulin í réttri röđ. Ţannig er fermingin ekki ađeins stađfesting á skírn heldur og vígsla í okkar samfélag eins og ţađ er en um leiđ vettvangur umhugsunar um ţađ samfélag og hver viđ erum sem einstaklingar og sem hluti af heild. Ţannig tel ég ţađ vera verkefni mun fleiri ađila en presta ţjóđkirkjunnar ađ gera nýorđnum táningum grein fyrir ţví hvađ í ósköpunum ţeir eru ađ skrifa upp á.

ehh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur