Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Asía   

Nepal, bylting og mannát

27.4.2006

Um ţessar mundir er barist um völdin í fjallaríkinu Nepal. Öđrum megin er konungur landsins, Gyanendra, sem tók sér einrćđisvald í upphafi síđasta árs ţegar hann lét handtaka forsćtisráđherrann og leysti upp ríkisstjórnina. Hann hefur nepalska herinn og gríđarlegt magn vopna frá Bandaríkjunum, Indlandi og Bretlandi sér til fulltingis. Hinum megin eru hundruđ ţúsunda fólks sem mótmćlir á götum úti, stjórnmálaflokkar landsins og hópur maóískra uppreisnarmanna. Konungur hefur sigađ hernum á mótmćlendur međ ţeim afleiđingum ađ fjöldi manns hefur látiđ lífiđ og yfir 200 manns sćrst.

Mótmćlendur virđast ţó ekki ćtla ađ láta deigan síga. Fyrr í mánuđinum mótmćltu allt ađ 500.000 manns í höfuđborginni Katmandu – ţađ er um ţađ bil ţriđjungur borgarbúa. Ef fram fer sem horfir stefnir í gamaldags byltingu í Nepal, á borđ viđ ţá frönsku fyrir rúmum tvöhundruđ árum. Ţar var konungi vissulega steypt af stóli, en rćtur byltingarinnar lágu ţó, eins og í Nepal, í öđru en eintómri óvild gagnvart einrćđisherranum.

Uppreisnina í Nepal má nefnilega ekki ađeins rekja til ofríkis og ofbeldisverka Gyanendra, heldur ekki síđur til viđvarandi óréttlćtis og misskiptingar í landinu. Maóísku uppreisnarmennirnir, sem eiga mikla sök á mannskćđu borgarastríđi undanfarin ár, sćkja vitanlega stuđning sinn til ţeirra sem eru langţreyttir á ađ bíđa eftir ađ frjálshyggjuhugmyndafrćđi Gyanendra leysi vandamál landsins. Einrćđisherrann hefur neitađ hófsömum sáttatillögum maóista og virđist ekki ćtla ađ gera neinar málamiđlanir međ frjálshyggjuáform sín.

Ţess vegna er gamaldags bylting ef til vill ekki svo slćm hugmynd. Hún er í ţađ minnsta skárri en vestrćna lausnin á einrćđi í fjarlćgum löndum – ađ sprengja landiđ í tćtlur og koma ţar á leppstjórn fyrir ţá sem eftir tóra. Vegna hugmyndafrćđilegra skuldbindinga sinna hefur „konungurinn" engin tök á ađ koma á ástandi sem leitt getur til sátta og lýđrćđis hjá ţjóđinni. Áframhaldandi blóđbađ vegna átaka stjórnarhersins og maóista er engum til hagsbóta.

Ţađ vill nefnilega stundum gleymast ađ ţótt byltingin éti börnin sín, ţá eru allar líkur á ađ byltingarleysiđ éti enn fleiri. Stöđugleiki er lítils virđi ef hann felst í stöđugu böli.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur