Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Stjórnmálahugtök   

Vinstri, hćgri, fram og aftur

7.5.2006

Allt frá dögum frönsku byltingarinnar hefur veriđ hefđ fyrir ţví ađ skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eđa handbolta ţar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hćgri en hreyfingarleysiđ er á miđjunni. Ţessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla. Mér finnst ţađ t.d. verulegur galli á henni ađ hún er ósöguleg, tekur ekki tillit til hugmynda um ţróun og framfarir.

Af ţeim sökum bćtir ţađ nokkru viđ skilning ađ líta einnig á stjórnmálin sem hreyfingu fram og aftur. Meginandstćđurnar eru ţá á milli afturhaldsmanna, íhaldsmanna og framfarasinna. Eftir sem áđur eru sömu meginandstćđurnar í stjórnmálum, en hafa nú sögulega vídd og hćgt er ađ leggja á ţćr mćlikvarđa ţróunar og jafnvel framfara.

Samkvćmt ţessu vćru hćgrimenn ţá afturhaldsmenn og á ţađ nokkuđ vel viđ ţegar litiđ er til pólítískrar orđrćđu ţeirra á hverjum tíma. Á 19. öld litu hćgrimenn í Frakklandi t.d. međ söknuđi til tímans fyrir frönsku byltinguna og vildu endurreisa konungsveldiđ. Á 20. öld horfđu hćgrimenn hins vegar til 19. aldar sem gullaldar borgarastéttarinnar en höfnuđu sósíalískum hreyfingum samtímans. Hugmyndafrćđingar ţeirra voru karlar frá 17. og 18. öld, menn eins og John Locke, Edmund Burke og Adam Smith, en ţeir höfđu óbeit á fremstu hugsuđum samtímans. Fyrir nokkrum dögum mátti t.d. lesa pistil eftir klassískan afturhaldsmann í Blađinu ţar sem skammast var út í kanadíska hagfrćđinginn John Kenneth Galbraith, en pistillinn hefđi alveg eins geta snúist um Jean-Paul Sartre, Michel Foucault eđa Noam Chomsky.

Undanfarin aldarfjórđungur hefur veriđ „endurreisnarskeiđ“ í augum afturhaldsmanna, ekki ţó konungsveldisins heldur „alţjóđavćđingar“ í anda heimsvaldastefnu 19. aldar. Hvađ mun afturhaldsmenn dreyma um á 21. öld? Ţađ getum viđ auđvitađ ekki séđ fyrir en mér finnst líklegt ađ gullöld ţeirra verđi ţá 20. öldin međ óheftri orkusóun, einkabílum og stórvirkjunum. Afturhaldsstefna framtíđarinnar er í mótun í ţessum orđum töluđum.

Miđjumenn eru á hinn bóginn íhaldsmenn í klassískum skilningi. Stefna ţeirra er ţróuđ međ markađsrannsóknum í ţeim tilgangi ađ fanga tíđarandann og elta ţađ sem er vinsćlt hverju sinni. Ţeir líta til samtíđar en ekki framtíđar sem kemur m.a. fram í tilhneigingu til ađ kalla sig „nútímalega“. Miđjan hafnar valkostum, hvort sem stefnt er fram eđa aftur, og heldur alltaf međ sigurliđinu í ágreiningsmálum fortíđarinnar. Hćttur miđjustefnunnar felast í ţví ađ miđjumönnum hćttir til líta á nútímann sem besta mögulega veruleikann ađ hćtti meistara Altungu í skáldsögu Voltaires, en upplýsingarmađurinn franski skapađi ţá persónu sem paródíu á íhaldsmenn síns tíma.

Vinstrimenn eru hins vegar framfarasinnar. Ţeir trúa á betri heim og eru afar gagnrýnir á eigiđ samfélag, benda á ađra valkosti og lausnir sem eru umfram allt nýjar, jafnvel draumalönd og útópíur, en í augum íhaldsmanna eru ţeir „fúlir á móti“. Vinstrimenn trúa á möguleika mannsins til ađ bćta sig og fullkomna og ţeim er ţađ eiginlegt ađ freistast til ađ hanna söguleg módel ţar sem ţróun í átt til framfara verđur nánast óhjákvćmleg samfara breyttum ţjóđfélagsháttum. Vinsćldir marxismans međal vinstrimanna eru engin tilviljun.

Frjó hugsun og sprengikraftur einkenna framfarasinna umfram afturhalds- og íhaldsmenn en í framfarastefnunni felast líka ýmsir pyttir. Framfarahugtakiđ er erfitt viđureignar og engin ein skilgreining til á ţví hvađ telst til framfara og hvađ ekki. Ţess vegna er hiđ alrćmda sundurlyndi vinstrimanna eđlilegur fylgifiskur framfarahyggju ţeirra, ţar sem margir hópar geta bođiđ fram sína útgáfu af framtíđinni. Ţá er eđlilegt ađ veruleiki hins óţekkta hrćđi marga sem kjósi ţá frekar ţekkta fortíđ eđa samtíđ.

Hér ćtla ég ekki ađ leggja mat á ţađ hvađ sé í eđli sínu gott eđa slćmt, afturhald, stöđugleiki eđa framfarir. Ţađ hlýtur ađ sumu leyti ađ ráđast af skapferli hvers og eins hvađ honum finnst best: Kunnugleg fortíđ, örugg samtíđ eđa óviss framtíđ. Ţá geta hagsmunir fólks veriđ misjafnir eftir stöđu ţess í samtíđinni. Ţađ ćtti ekki ađ koma neinum á óvart ađ á Vesturlöndum sé íhaldssemi miđjunnar nú allsráđandi, en í ţriđja heiminum leiti fólk frekar í smiđju útópískra framfarasinna, eđa ţá afturhaldsmanna. Mistök Vesturlanda í stefnu ţeirra gagnvart ţriđja heiminum felast ekki síst í ţeirri trú ađ ef sósíalískum framfarasinnum í Austurlöndum nćr yrđi útrýmt myndi fólk í ţessum fátćku löndum upp til hópa gerast ţćgir íhaldsmenn. Ţess í stađ hefur ţađ leitađ í smiđju manna sem vilja endurreisa kalífaríki miđalda. Ţegar ein leiđ úr óbćrilegum samtíma lokast ţá opnast önnur í stađinn.

Greinin birtist í Fréttablađinu laugardaginn 6. maí

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur