Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Borgarpólitíkin   

Ekki alveg međ

13.5.2006

Framsókn spyr í örvćntingu: „Ertu međ?" – Samfylkingin er sjálfsöruggari og hrópar bođandi: „allir međ!" En markhópurinn virđist einmitt ekki alveg vera međ á ţví sem flokkarnir vilja koma til skila. Ađeins 60% svarhlutfall var í síđustu könnun Gallup á fylgi flokka í Reykjavík. Óákveđnir og ţeir sem neituđu ađ svara voru 23% og 6,5% ćtla ađ skila auđu eđa sleppa ţví ađ fara á kjörstađ.

Getur ekki veriđ ađ ţessi litli áhugi á borgarstjórnarkosningunum skýrist af ţví ađ hjá mest áberandi frambođunum snýst kosningabaráttan fremur um ađ vera „međ" en ađ flokkurinn setji fram skynsamleg stefnumál? Lögđ er ofuráhersla á ađ allir séu sammála, ţví ekki er hćgt ađ vera bćđi međ og á móti. Ţannig virđist stćrsti flokkurinn, hinn brosmildi D-listi, leggja sérstaklega mikiđ upp úr ţví ađ vera sammála öllum hinum í meginatriđum. Sjálfstćđisflokknum gengur iđulega best ţegar stefnumálin gleymast og öll áherslan er á ađ einstaklingarnir séu flottir og frambćrilegir í sérhönnuđum drögtum og jakkafötum.

Vandinn er sá ađ svo lengi sem ţađ er enginn ágreiningur ţá er heldur engin pólitík. Tvö frambođ hafa ţó komiđ međ raunverulegar tillögur til úrbóta. Frjálslyndir vilja flugvöllinn áfram á Vatnsmýrinni, og ţótt sá sem ţetta skrifar sé ţeim allsendis ósammála er tillagan ţó innihaldsríkari en t.d. yfirlýsing Samfylkingarinnar: „Reykjavík er frábćr". Fáir Reykvíkingar ţurfa ađ láta segja sér ađ borgin ţeirra sé ekki skítapleis, enda vćru ţeir ţá líklega flestir fluttir burt. Í kosningunum eftir tćpar tvćr vikur er ekki veriđ ađ kjósa um hvort Reykjavík sé frábćr, heldur hvernig hún verđi (áfram) frábćr.

Vinstri-Grćnir hafa lagt fram tillögur um bćttar almenningssamgöngur sem miđa ađ ţví ađ strćtó verđi ekki bara fyrir krakka, gamalt fólk og öryrkja (eins og Gísli Marteinn lítur á sem nauđsynleg sannindi). Ef Reykjavík á ekki ađ fyllast af mislćgum gatnamótum, tíu akreina hrađbrautir og öđru malbiki ţarf ađ líta til annars en einkabílsins. Ţađ ţýđir vissulega ađ fórna ţarf einhverjum lífsgćđum, eins og ţví ađ nota bílinn sem sem úlpu ţegar skreppa ţarf út í nćstu sjoppu. Vinstri-Grćnir virđast átta sig á ađ viđ fórnum ađeins slíkum lífsgćđum til ađ öđlast önnur sem meiru skipta, á borđ viđ vitneskjuna um ţađ ađ börnin okkar ţurfi ekki ađ halda sig innandyra á lognríkum dögum vegna svifryksmengunar af völdum bílaumferđar.

Ţetta eru raunverulegar tillögur um framtíđ Reykjavíkur. Um ţćr má kjósa í borgarkosningum. Auglýsingaframbođin ţrjú – Framsókn, Samfylking og Sjálfstćđisflokkur – gleyma aftur á móti pólitíkinni í öllum látunum viđ ađ kynna listana og sýnast vera jákvćđ. Ađ ţví marki sem borgarstjórnarkosningarnar snúast um stefnumál en ekki einberar vinsćldir jafngildir ţađ ađ greiđa ţeim atkvćđi ţess vegna ţví ađ skila auđu. Ástćđan fyrir áhugaleysi kjósenda er einfaldlega sú ađ ţeir eru ekki alveg međ á ţví ađ kosningar snúist fremur um yfirborđsmennsku en innihald.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur