Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Borgarpólitíkin   

Ţeir fiska sem tana

21.5.2006

Mér hundleiđast borgarmálin. Stanslaust rifrildi um flugvöll og Sundabraut kveikir ekki hjá nokkrum manni áhuga á stjórnmálum. Ţessi mál eru ekki pólitísk, ţau byggjast ekki á hugmyndafrćđi eđa hugsjónum, heldur einföldum pragmatisma. Hvađ á mađur til dćmis ađ kjósa ef mađur vill flugvöllinn burt, engin mislćg gatnamót og tvíbreiđa Sundabraut? Af hverju eru ekki bara verkfrćđingar í frambođi, ef ţetta eru kosningamálin?

En er almenningur betur upplýstur um raunveruleika reykvískra stjórnmála, nú ţegar flokkarnir hafa auglýst grimmt og spilađ út öllum sínum spilum undanfarnar vikur? Ţađ sem stendur eftir veitir ekki mikla innsýn inn í flokkana og störf ţeirra á seinustu kjörtímabilum. Enginn fćr séđ nokkurn mun á flokkunum og frambjóđendunum sem keppast viđ ađ kinka kolli viđ ţví sem hinir segja.

Upplýstir kjósendur ćttu ađ sjálfsögđu ađ dćma flokka eftir gjörđum ţeirra, ekki orđum. Framsókn, VG og Samfylkingin hafa veriđ viđ stjórnvölinn í borginni undanfarin ár og ţađ ćtti ađ vera auđvelt fyrir hvern ţann sem vill ađ skođa verk ţeirra og dćma ţau. Á hinn bóginn hafa Sjálfstćđisflokkurinn og Framsókn setiđ saman í ríkisstjórn samfleytt frá 1995. Engum dylst hvađ ţeir hafa afrekađ. Ţetta hlýtur ađ vera frekar borđleggjandi.

Ekki vikurnar fyrir kosningar. Ţá skella á okkur loforđ um vatnsrennibrautir, flugvelli og beinharđa peninga. Frambjóđendur tana sig, skella upp félagshyggjugrímunni og bjóđa okkur í bíltúr. Heimasíđur um frjálshyggju eru fjarlćgđar af netinu og sumum frambjóđendum jafnvel stungiđ undir stól. Viđ erum spurđ hvort viđ séum međ, sagt ađ allir séu međ og getur mađur ţá annađ en veriđ međ?

Hverju er mađur ţá međ? Kárahnjúkavirkjun? Ef „félagshyggjuflokkur“ D-listans nćr völdum í borginni er ţađ nćsta víst ađ Landsvirkjun og Orkuveitan verđa seld og álfyrirtćkin geta haldiđ áfram ađ pönkast á náttúrunni. Ţađ vill oft gleymast ađ umhverfismálin fléttast inn í borgarmálin. Ţegar félagshyggjugríman er rifin af sést hiđ rétta andlit flokkanna.

Ţađ skiptir ekki máli hvort frambjóđendur kunna ađ grilla eđa spila golf. Ţađ skiptir ekki máli hvađa lit flokkur notar eđa hvađa listabókstaf hann kennir sig viđ. Borgarstjórnarkosningar snúast ekki bara um flugvelli og gatnakerfi. Ţćr eru hápólitískar, snúast um velferđakerfi, jafnrétti og umhverfismál. Flokkur sem styđur eitt í ríkisstjórn getur ekki gengiđ ţvert á ţađ í borgarstjórn.

Viđ megum ekki velja flokka eftir kosningabaráttu einni saman. Ţá stendur bara sá tanađasti uppi sem sigurvegari.

sgj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur