Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Hleranamáliđ   

Styrmir Nótt

1.6.2006

Óteljandi ćvintýri og vísindaskáldsögur snúast um ţann einkennilega draum margra ađ sigrast á einu hinna gömlu, óumbreytanlegu lögmála međ fyrirbćri sem fćstir kunna skil á og kallast tímavél. Íslendingar hafa reyndar lítiđ viđ svoleiđis dagdrauma ađ gera enda hafa ţeir ađgang ađ slíkri vél í sínu daglega, raunverulega lífi ţótt enn takmarkist flutningsgeta hennar ađ mestu viđ síđari hluta 20. aldar. Sérstađa okkar leynist víđa.

Ţađ er einmitt gjarnan í tengslum viđ árásir mannkynssögunnar á vissar sérstöđuhugmyndir landans sem tímavélin fer í gang. Nýjasta dćmiđ er umfjöllun sagnfrćđings um ţađ hvernig símar fólks, sem stóđ framarlega í baráttusveitum vinstriflokka og friđarsinna á dögum kalda stríđsins, voru hlerađir ađ ósk pólitískra andstćđinga sem ţá héldu um stjórntaumana á Íslandi. Eftir allt sem sagt hafđi veriđ um sérstöđu og sakleysi hins unga lýđveldis í átökum risaveldanna, liggur nú fyrir ađ ţetta viđgekkst hér á landi líkt og annars stađar – nákvćmlega eins og margir á vinstri vćngnum töldu sig vita fyrir víst og höfđu margsagt.

Tímavélin fer í gang og fćrir okkur áratugi aftur í tímann, einmitt til ţeirra daga ţegar símarnir voru hlerađir til ađ tryggja svokallađ „öryggi“ – ţetta sama „öryggi“ og ríkisstjórnir á Vesturlöndum keppast viđ ađ tryggja enn í dag međ ţví ađ skerđa mannréttindi óbreyttra borgara og auka eftirlit međ almenningi. Góđu öflin í ćvintýrinu hafa orđiđ fyrir stóru skakkafalli og tímavélin vill koma ţeim til hjálpar međ ţví ađ minna fáfróđan almúgann á ađ í ţá daga helgađi tilgangurinn öll međul og nauđsyn braut ekki bara lög heldur stjórnarskrána líka ef ţví var ađ skipta. Fulltrúar hins góđa í nútímanum hafa stađfastlega fylgt ţessu fordćmi og brjóta stjórnarskrána líka međ hćfilegu millibili, en ađ vísu einkanlega í ţeim tilgangi ađ hafa peninga af öryrkjum.

Á Alţingi gera liđsmennirnir sitt besta til ađ tefja tímann ţótt ţeir séu ekki nógu fćrir til ađ snúa honum viđ. Ţar er lagt til ađ skipa nefnd sem komist ađ stórasannleik í málinu og stýfi hann svo úr hnefa til hinna 300 ţúsundanna sem hér búa, í hćfilegum skömmtum ađ mati fáeinna ráđherra.

Samt segir tímavélin í leiđara ţann 23. maí síđastliđinn: „Ţađ er sjálfsagt ađ fólk kynnist ţví, hvernig ţessi barátta var háđ. Andstćđingar okkar í ţessum átökum beittu öllum ráđum til ţess ađ afla upplýsinga hér á landi, sem ţeir töldu koma sér ađ gagni. Ţeir beittu símhlerunum. Máttu ţeir einir beita símhlerunum á Íslandi?“

Gamli andkommúnisminn sem réttlćtti hvađa stríđ og glćpi sem var, Víetnam, El Salvador, Angóla og allt hitt, lifir góđu lífi. Ţađ ţarf bara ađ ýta á réttan takka til ađ kalla hann fram á sviđiđ. Heimurinn skiptist í tvennt, ţađ eru viđ og ţeir, fyrst ţeir gerđu ţetta ţá máttum viđ gera ţetta. Sem sagt: „Viđ“ máttum víst hlera síma alţingismanna í vinstriflokkunum af ţví ađ einhverjir „ţeir“ sem voru ekki međ okkur í liđi, og ţar af leiđandi í hinu liđinu, hleruđu síma hjá „okkar“ mönnum.

Ţađ skemmtilegasta viđ tímavélina er auđvitađ ađ hún getur í senn fariđ langt aftur á síđustu öld og samt veriđ fullkomlega í takt viđ ţađ nýjasta í samtímanum. Röksemdafćrslan í leiđara Morgunblađsins 23. maí síđastliđinn er nefnilega nákvćmlega sú sama og Silvía Nótt bar á borđ fyrir fréttamenn sem spurđu hana út í fremur ósmekklega framkomu viđ ýmsa keppinauta og gagnrýnendur úti í Aţenu á dögunum: „Ţau voru dónaleg viđ mig fyrst.“

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur