Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Grćn stjórnmál   

Spennandi kosningar í Tékklandi

3.6.2006

Núna um helgina fara fram ţingkosningar í Tékklandi, ţćr fyrstu frá ţví ađ Tékkar gengu í Evrópusambandiđ 2004. Mikil spenna ríkir í tékkneskum stjórnmálum enda eru fjölbreyttir valkostir í bođi. Líkt og í íslenskum sveitastjórnum er ţó ekki víst ađ fylgi flokka međal kjósenda ráđi endilega úrslitum heldur skiptir hitt líka máli, hvernig ţeim gengur ađ fóta sig í vandasömum stjórnarmyndunarviđrćđum í kjölfariđ.

Líklegast er ađ eftir kosningar verđi stćrsti flokkur Tékklands annar tveggja, Sósíaldemókratar (CSSD) sem eru undir stjórn Jiri Paroubek, eđa fyrrverandi valdaflokkur landsins, Borgaralegi lýđrćđisflokkurinn (ODS). Skođanakannanir eru misvísandi en líklegast er ađ báđir ţessir flokkar fái fylgi á bilinu 25-30%. Sósíaldemókratar fengu 70 ţingsćti af 200 í seinustu ţingkosningum og gátu myndađ ríkisstjórn međ Kristilega lýđrćđisflokknum (KDU-CSL) og Frelsisbandalaginu. Leiđtogi flokksins, Stanislav Gross, ţurfti hins vegar ađ segja af sér embćtti forsćtisráđherra eftir hneykslismál í fyrra. Paroubek hefur sveigt flokkinn aftur til vinstri og leggur nú áherslu á hefđbundin stefnumál jafnađarmanna. Töluverđ óeining hefur veriđ innan ríkisstjórnarinnar. Kristilegi lýđrćđisflokkurinn hefur á undanförnum mánuđum gefiđ vísbendingar um ađ hann vilji halla sér til hćgri eftir kosningar, og hefur stundum veriđ eins og stjórnarandstöđuflokkur.

Borgaralegi lýđrćđisflokkurinn hreppti 58 ţingsćti í seinustu ţingkosningum en er nú spáđ fylgisaukningu. Meginkosningamál flokksins er ađ lćkka skatta. Hann lofar 15% tekjuskatti, 15% virđisaukaskatti og afnámi allra annarra skatta. Annađ mál sem greinir flokkinn frá Sósíaldemókrötum er afstađan til evrunnar. Stofnandi flokksins, Vaclav Klaus, hefur alla tíđ haft horn í síđu Evrópusambandsins. Hann er nú orđinn forseti Tékklands en Mirek Topolanek, eftirmađur hans, stefnir nú ađ ţví ađ verđa forsćtisráđherra viđ hliđ hans.

Fjórđi flokkurinn sem keppir um völdin er Kommúnistaflokkurinn (KSCM) sem er nú undir stjórn nýs leiđtoga, Vojtech Filip. Fráfarandi formađur, Miroslav Grebenicek, ţótti of tengdur stalínískri fortíđ flokksins, en hafđi samt sem áđur náđ ađ auka fylgi hans í 18,5% í seinustu kosningum. Kommúnistar hafa siglt á milli skers og báru ţar sem ţeir skilgreina sig sem nýjan og endurbćttan flokk en höfđa jafnframt sterkt til ţeirra sem hafa orđiđ undir í lífsbaráttunni síđan 1989 og sakna „gömlu góđu daganna“. Ţrátt fyrir ađ Sósíaldemókratar hafi látiđ hátt um andúđ sína á Kommúnistum í orđi hafa ţeir í verki reitt sig mjög á ţá viđ ađ koma í gegn málum ríkisstjórnarinnar á ţinginu. Brotthvarf Grebeniceks gćti orđiđ ţeim átylla til ađ mynda nánari tengsl viđ ţennan leynilega bandamann. Málefni Kommúnistaflokksins eru hefđbundin baráttumál verkalýđsflokks, hann vill hćkka laun verkafólks og bćta heilsugćsluna. Ţá hefur flokkurinn barist einarđlega gegn utanríkisstefnu núverandi ríkisstjórnar, sem er mjög hliđholl Bandaríkjunum.

Líklegt er ađ Frelsisbandalagiđ hverfi af ţingi ţar sem gerđar eru kröfur um ađ flokkar nái 5% til ađ fá ţar sćti. Flokkurinn er sá frjálslyndasti á tékkneska ţinginu og vill m.a. lögleiđa marijúana. Á hinn bóginn er líklegt ađ Flokkur grćningja (Strana zelených) komist inn á ţing í ţetta sinn, ţar sem fylgi hans í skođanakönnunum hefur veriđ á bilinu 8-10%. Leiđtogi flokksins er Martin Bursik, fyrrverandi umhverfisráđherra. Međal stefnumála flokksins eru auknir umhverfisskattar, aukiđ ađgengi ađ menntun, jafnréttismál og neytendavernd. Gott gengi flokksins bendir til ţess ađ margir Tékkar séu orđnir ţreyttir á ofuráherslu stjórnvalda á hagvöxt, enda benda kannanir til ţess ađ ţeir séu almennt bjartsýnir á efnahagslega framtíđ landsins. Á hinn bóginn hafa ţeir áhyggjur af litlu gegnsći í stjórnvaldsákvörđunum, aukinni loftmengun og skorti á sjálfbćrri ţróun efnahagslífsins. Ţar ađ auki hafa grćningjar nú látiđ af langvinnum deilum og flokkadráttum og sameinast undir stjórn Bursiks. Óvíst er hvort ţeir muni starfa til hćgri eđa vinstri eftir kosningar. Kjósendahópur ţeirra minnir ađ ýmsu leyti á stuđningsmenn Borgaralega lýđrćđisflokksins, kjarni hans eru vel menntađir borgarbúar. Á hinn bóginn hefur Klaus forseti veriđ mjög andsnúinn umhverfisstefnu og taliđ er ađ áhrif hans geti valdiđ ţví ađ Borgaralegi lýđrćđisflokkurinn leiti fremur eftir samstarfi viđ Sósíaldemókrata.

Allir áhugamenn um evrópsk stjórnmál hljóta ađ fylgjast spenntir međ úrslitum ţingkosninganna í Tékklandi. Ekki síst er spennandi ađ sjá hvort umhverfissinnar komast til áhrifa í landi flauelsbyltingarinnar sem gengiđ hefur í gegnum öfgar ríkissósíalisma og frjálshyggju á fáeinum áratugum. Hugsanlega munu Tékkar ryđja brautina fyrir ţróun í öđrum ríkjum Austur-Evrópu, eins og ţeir hafa gert oft áđur.

Greinin birtist í Fréttablađinu laugardaginn 3. júní

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur