Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Upplausn Framsóknarflokksins   

Banalega í beinni útsendingu

6.6.2006

Alveg er ţetta merkilegt međ Framsóknarflokkinn. Forysta hans er ósköp hugmyndasnauđ í pólitík en ţeim mun hugmyndaríkari í ađ niđurlćgja sjálfa sig og flokkinn – eftir ađ samstarfsflokkurinn í ríkisstjórninni hćtti ađ nenna ađ sjá um ţađ verkefni.

Eftir alla biđina, endalaus skítverk og svínbeygingu í hverju málinu á fćtur öđru árum saman til ţess eins ađ Halldór Ásgrímsson gćti orđiđ forsćtisráđherra, hrekkur Framsóknarflokkurinn til baka og lćtur stólinn viđ borđsendann sjálfviljugur af hendi án ţess ađ ná ađ halda hinu langţráđa embćtti í svo mikiđ sem tvö ár. Samningurinn um stólaskiptin snerist um ađ Halldór, en ekki Framsóknarflokkurinn, fengi forsćtisráđuneytiđ haustiđ 2004. Ţannig virđist ţađ hafa veriđ hluti af stjórnarsáttmálanum ađ Guđni Ágústsson yrđi alls ekki forsćtisráđherra, hvađ sem á dyndi.

Uppgjöf Halldórs Ásgrímssonar í hinu dýrkeypta embćtti var kynnt til sögunnar sem ákvörđun hans um ađ „axla ábyrgđ“ á ţví hvernig komiđ er fyrir Framsóknarflokknum, sem galt afhrođ víđa um land í nýliđnum sveitarstjórnakosningum. Reynist ţađ rétt hlýtur ţetta ađ vera Norđurlandamet í nýrri íţróttagrein ţar sem sigur fćst fyrir ađ vera öllum öđrum lengur ađ átta sig á hinu augljósa.

Viđ fyrstu sýn kann ţađ ađ virđast nokkuđ kátlegt ađ stjórnmálamađur sem haggađist ekki viđ hvert stóraxarskaftiđ á fćtur öđru – Íraksinnrásina, Kárahnjúkaklúđriđ og efnahagsvandann sem leiđir beint af stóriđjuţráhyggjunni – skuli nú allt í einu taka pokann sinn. En ţar er ţess ađ gćta ađ eini tilgangur Framsóknarflokksins er löngu orđinn sá ađ komast til valda hvađ sem ţađ kostar og ţegar möguleikarnir til ţess fara ađ rýrna mjög verulega, ţá fyrst verđur forystan hugsi – ekki yfir óteljandi mistökum sem almenningur fćr ađ blćđa fyrir eđa endurteknum brotum á alţjóđalögum og stjórnarskrá.

Ţađ hvernig áćtlunin um endurkomu Finns Ingólfssonar sprakk í andlitiđ á Halldóri og félögum, er auđvitađ sjálfstćđur kapítuli niđurlćgingarinnar. Fléttan komst í fjölmiđla, sumarţingiđ sem bođađ var til í ţví augnamiđi ađ ljúka tveimur átakamálum var blásiđ af í skyndi, flokksfélögin létu ekki trađka meira á sér í bili og á endanum neyddist toppklíkan til ađ bođa blađamannafund ţar sem kynntir voru biđleikir til ađ koma í veg fyrir frekara tjón.

Ef til vill er ţađ kostulegast af öllu, ef Framsókn ćtlar sér ađ skila forsćtisráđuneytinu og láta sér nćgja fjármálaráđuneytiđ í stađinn ţannig ađ nýi formađurinn geti veriđ heima og lappađ upp á flokkinn í stađ ţess ađ ţvćlast á fundum erlendis alla tíđ sem utanríkisráđherra. Hverjum ćtli Sjálfstćđisflokkurinn myndi ţá kenna um efnahagsvandann í komandi kosningabaráttu?

Kannski er ekki von ađ Framsóknarforystan komi auga á ţennan möguleika. Ţađ er auđvitađ um nóg annađ ađ hugsa í húsi ţar sem allt er á tjá og tundri.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur