Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Írak   

Hundrađ ţúsund – og einn

12.6.2006

Ţađ eru hátt í 40 mánuđir frá ţví ađ Bandaríkin og Bretland réđust á Írak til ađ tryggja eigin hagsmuni í ţessu olíuauđuga og ógćfusama landi viđ Persaflóa. Allt frá upphafi innrásarinnar hefur Írak logađ í ófriđi og ekkert sem bendir til ţess ađ borgarastríđiđ ţar sé í rénun, hvađ ţá hinir endalausu stríđsleikir hernámsliđsins ţar sem Bandaríkjaher hefur veriđ ávallt veriđ í ađalhlutverki.

Líkt og í öllum nútímastyrjöldum eru flestir ţeirra sem falla í valinn ekki hermenn heldur óbreyttir borgarar. Langt er liđiđ síđan óháđir ađilar fćrđu ađ ţví rök ađ yfir 100.000 manns hefđu týnt lífi vegna innrásarinnar međ beinum eđa óbeinum hćtti. Allir helstu áhangendur innrásarherjanna, hérlendis sem erlendis, voru fljótir ađ vísa ţví á bug. Ţeir áttu ţó jafnvel enn erfiđara međ ađ rökstyđja ţann málflutning sinn en ţegar ţeir töluđu fyrir stríđinu á sínum tíma.

Allt sem hernađarsinnar sögđu um ástćđur og afleiđingar innrásarinnar hefur reynst rangt. Allt sem friđarsinnar sögđu um máliđ hefur ţví miđur komiđ á daginn og reyndust margir ţeirra of varfćrnir í sínum málflutningi, ef eitthvađ er.

Dag eftir dag berast fréttir af fjöldaaftökum í skjóli nćtur, loftárásum hernámsliđsins á óbreytta borgara, bílasprengjum og bardögum. Mannfalliđ mćlist oftar en ekki í mörgum tugum, stundum telja hinir föllnu meira en eitthundrađ á einum og sama deginum. Og ţađ eru liđnir meira en 1160 dagar frá upphafi stríđsins – sem fólki var sagt ađ yrđi stutt og snarpt, háđ í ţágu heimsins alls og ekki síst Íraka sjálfra.

Ţađ er merkilegt ađ fylgjast međ ţví hversu margar fréttir er hćgt ađ segja af ţeim fáu skiptum sem bandarísku stríđsvélinni í Írak tekst eitthvađ sem hún viđurkennir ađ stefnt sé ađ, s.s. ađ drepa nafngreinda andstćđinga sem eiga ađ vera undirrót alls ills í Miđ-Austurlöndum. Drápiđ á Musab al-Sargavi var vissulega eitt af hinum yfirlýstu markmiđum og – hvort sem hann lést nú af sárum sem hann hlaut í loftárás eđa af barsmíđum ţar sem hann var bundinn niđur á sjúkrabörur – ţá er eins og allt sé nokkurn veginn í lagi.

Nú er ţađ svo ađ hernámsliđiđ í Írak starfar ţar í umbođi Sameinuđu ţjóđanna, ađ minnsta kosti ađ nafninu til, ţrátt fyrir ađ innrásin hafi veriđ gerđ í trássi viđ stofnsáttmála samtakanna og alţjóđalög. Hernámsliđiđ hefur líka komist upp međ ađ brjóta flesta ţá sáttmála sem í gildi eru um réttindi óbreyttra borgara og stríđsfanga í ófriđi, sáttmála sem margur skyldi halda ađ SŢ bćri nokkur skylda til ađ standa vörđ um.

En jafnvel ţeir sem fallast á ađ vottorđ hinna Sameinuđu ţjóđa helgi međulin sem beitt er í Írak, hljóta ađ efast annađ slagiđ um eigin stuđning viđ stríđsvél sem drepur 10-20 ţúsund manns fyrir hvern einn sem raunverulega var í sigti í ţađ og ţađ skiptiđ. Ljósvakamiđlarnir myndu gera vel í ţví ađ verja jafn miklum tíma í fréttir af dauđa hvers einasta fórnarlambs ţessa ömurlega stríđs og ţeir hafa helgađ drápi al-Sargavis, ţó ekki vćri nema til ađ minna okkur öll á hvađ raunverulega gengur á í Írak – og gert hefur veriđ ţar í okkar nafni.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur