Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Forgangsröđun ríkisstjórnarinnar   

Bjartar nćtur

16.6.2006

Framkvćmdastjóri NATO, sem stundum er kallađ stjórnmálaarmur Bandaríkjahers, lét sig ekki muna um ađ millilenda á Íslandinu góđa um miđja nótt til ađ geta átt fund međ vinum sínum í ríkisstjórninni um vćntanlega brottför hersins. Ljóst er af ţeim yfirlýsingum sem gefnar voru eftir fundinn ađ hann var afar mikilvćgur. Framkvćmdastjórinn sagđi nefnilega ađ ćskilegt vćri ađ ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nćđu samkomulagi um ţetta mál sem ţćr eru nú ósammála um. Svo flaug hann til Brüssel.

Er ţessi farsi ekki ađ verđa nógu langur? Forsćtisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins viđurkennir ađ ađstćđur á alţjóđavettvangi séu svo gjörbreyttar ađ hefđbundin rök herstöđvasinna hangi á bláţrćđi og ađ herţotunum fjórum, sem forverar hans tóku ástfóstri viđ, verđi ekki haldiđ í landinu. Hvađ er ţá eftir, annađ en ađ leggja spilin á borđiđ? Er ţessi ríkisstjórn ekki búin ađ niđurlćgja landsmenn nógu oft í málinu?

Hvernig sem á ţví stendur ţá sitja ráđherrarnir hins vegar ekki yfir efnahagsvandanum í nćturvinnu. Nóg er ţó af raunverulegum og alvarlegum viđfangsefnum á ţví sviđi. Eftir rúmlega áratugarlanga stjórnarsetu sömu flokka og nú fara međ völdin, ýmist undir forystu nýrra manna eđa engra, ţarf ađ lyfta Grettistaki til ađ vinda ofan af vitleysunni. Sá sem mest bađađi sig í sviđsljósinu og hćldi sér af stöđugleikanum margfrćga á sama tíma og ríkisstýrđar uppsveiflur bylgjuđust yfir landiđ međ sérlega hentugu millibili, situr nú brúnaţungur í Seđlabankanum og bendir á allt sem betur ţurfi ađ fara í efnahagslífinu ef ráđa eigi niđurlögum verđbólgunnar. Međreiđarsveinninn hugumstóri, hćttur í pólitík, segist frekar vilja hafa ţenslu en atvinnuleysi. Ţađ er ekki bara í utanríkismálunum sem veröldin er máluđ svarthvít til ađ auđvelda sjálfum sér ađ velja rétt.

Atvinnurekendur og Alţýđusambandiđ virđast á góđri leiđ međ ađ ná saman um leiđréttingu á kjörum fólks í ASÍ. Ţađ er gleđilegt ađ í ţeim hugmyndum er gengiđ út frá launahćkkun um ákveđna krónutölu – en ekki prósentu – sem ţýđir ađ lćgstu launin hćkka hlutfallslega mest, og var sannarlega kominn tími til.

Eins og undanfariđ er gerđ krafa um ađ ríkisstjórnin leggi nokkuđ af mörkum til ađ greiđa fyrir samningum og ekki annađ ađ sjá en ráđherrarnir séu sćmilega fúsir til ţess. Ţađ er auđvitađ dálítiđ skoplegt í landi ţar sem sömu ráđamenn vísa stórum spurningum á hinn frjálsa markađ dag eftir dag í fullri vissu ţess ađ einungis ţar fáist rétt svör. Á ţví eru líklega ţrjár meginskýringar:

1. Ríkisstjórnin ber höfuđábyrgđ á efnahagsvandanum og er ţar af leiđandi skylt ađ taka ţátt í ađ greiđa úr honum ađ mati atvinnurekenda sem eru burđarásar stjórnarflokkanna.
2. Ríkisstjórnin á ekki annarra kosta völ vegna ţess hversu stutt er til kosninga og nýliđnar sveitarstjórnakosningar benda ekki til mikillar ánćgju međ störf hennar.
3. Ráđherrarnir eru í raun og veru flestir miklir afskiptasinnar, ţrátt fyrir frjálshyggjutaliđ, og vilja umfram allt ráđa stóru sem smáu, sérstaklega ef ţađ tryggir fleiri viđtöl í fjölmiđlum.

Svo getur auđvitađ veriđ ađ lögmál frjálshyggjunnar gangi einfaldlega ekki betur upp en svo ađ ţau dugi í reynd engan veginn til ađ tryggja farsćla ţróun samfélagsins. En svoleiđis er ekki sagt upphátt, frekar en ađ hér sé ekkert međ her ađ gera og hafi aldrei veriđ. Jafnvel ekki á nćturfundum.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur