Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Afríka   

Dauđi og djöfuls nauđ

18.6.2006

Sómalía er án efa eitt af fátćkustu löndum heims. Ţar hefur engin raunveruleg ríkisstjórn veriđ frá ţví ađ Siad Barre var steypt af stóli áriđ 1991. Ţađ vćri ef til vill ekki svo afleitt ef landiđ hefđi ekki logađ í ófriđi ţau 15 ár sem síđan eru liđin – bćđi fyrir og eftir ađ Bandaríkjaher gekk ţar á land í beinni útsendingu til ađ „stilla til friđar“ eins og sagt var en hrökklađist fljótlega til baka međ skömm og fjölmarga unga menn í pokum.

Ţađ er enn barist í Sómalíu og ţessa dagana fara átökin harđnandi. Uppreisnarhreyfing herskárra íslamista náđi höfuđborginni Mogadishu nýlega á sitt vald og er farin ađ ţrengja verulega ađ bráđabirgđastjórninni og –forsetanum, sem hafa ađsetur í Baidoa norđvestur af Mogadishu. Kunnugir segja ţađ ađeins tímaspursmál hvenćr vígasveitum uppreisnarmanna lendi saman viđ stjórnarher landsins. Vopn streyma nú inn í landiđ í trássi viđ bann Sameinuđu ţjóđanna.

Til ađ gera illt verra hefur nágrannaríkiđ Eţíópía sent herliđ yfir landamćrin til ađ ađstođa bráđabirgđastjórnina. Ţar rćđur líklega mestu ađ stjórnvöld í Addis Ababa vilja ekki fyrir nokkurn mun ađ Sómalía verđi íslamskt ríki. Sumir Sómalar halda ţví fram ađ Eţíópíustjórn hafi sent hersveitir sínar inn í landiđ ađ áeggjan Bandaríkjanna.

Ţannig hljóđar hún í stuttu máli, sagan sem sögđ er í fjölmiđlum af ástandinu í Sómalíu. En vantar ekki eitthvađ í ţessa mynd?

Hvernig stendur á ţví ađ Sómalar komast yfir öll ţessi vopn? Hvađan kemur fjármagniđ til ađ kaupa vígbúnađ til lands sem hefur oftar en einu sinni ţurft ađ takast á viđ hungursneyđ á nýliđnum áratugum? Og hvernig er ţessu fariđ í Eţíópíu, ţar sem fólk hefur unnvörpum soltiđ í hel hvađ eftir annađ? Hvađan koma vopnin sem hermenn hennar eiga ađ beita í Sómalíu og beittu áđur í hinu ömurlega stríđi viđ Eritreu? Hvernig geta tvö af fátćkustu ríkjum heims endalaust komist yfir vopn en vantađ mat handa milljónum íbúa?

Ţađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína eru fimm mestu vopnaútflytjendur heims og eru jafnframt ţau einu sem eiga fast sćti í Öryggisráđi SŢ. En ţrátt fyrir ađ ábyrgđ ríkisstjórna ţessara landa sé mikil, bćđi vegna hrćsnisfullrar löggjafar og óheyrilegs stuđnings viđ vígbúnađarframleiđendur í mörgum tilvikum, ţá eru fleiri sem eiga ţar sök. Fyrirtćki í hergagnaiđnađi svífast einskis til ađ maka krókinn og firra sig iđulega allri ábyrgđ međ ţví ađ segjast starfa innan ramma laganna í sínu heimalandi. Einhvern veginn komast vopnin samt í hendur stríđandi fylkinga í löndum sem SŢ hafa sett vopnasölubann á, eins og Sómalíu ţessa dagana. Ekki sćkja Sómalar ţau sjálfir til framleiđenda.

Ef til vill vćri tíma Öryggisráđsins og fleiri alţjóđastofnana betur variđ í ađ framfylgja vopnasölubanninu á Sómalíu en ađ finna leiđir til ađ meina Írönum ađ nýta ţann rétt sem ţeir hafa samkvćmt alţjóđasamningum um kjarnorkumál vegna ţess eins ađ áhrifamiklir menn segjast ekki treysta stjórnvöldum í Teheran. Og fulltrúar friđsömu smáríkjanna ćttu ađ ţrýsta á um lausn slíkra vandamála í stađ ţess ađ sćkjast eftir hlutverkum í tafli stóru herveldanna ţótt ţađ gefi síđur tćkifćri til ađ komast í fréttirnar.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur