Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Friđarbarátta   

Böndum komiđ á vopn Leifs heppna

24.6.2006

Í dag kemur Íslandsdeild Amnesty International „böndum á vopnin“ viđ styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörđuholti. Vopn Leifs eru bundin til ađ vekja athygli á herferđ samtakanna, „Komum böndum á vopnin“ og ráđstefnu Sameinuđu ţjóđanna um vopnaviđskipti, sem hefst nćstkomandi mánudag. Nánar má lesa um ţennan gjörning í fréttatilkynningu samtakanna.

Útbreiđsla smávopna elur á átökum, fátćkt og mannréttindabrotum um heim allan og er taliđ ađ 1000 manns ađ međaltali séu drepin á hverjum degi međ smávopnum. Ţađ merkir ađ fyrir hvern Bandaríkjadal sem eytt er í ţróunarađstođ er tíu dollurum eytt í hermál. Framleiddar eru tvćr byssukúlur fyrir hvern einstakling á jörđu og ein byssa fyrir hverja tíu. Hér er ekki á ferđ framleiđsla sem ađeins er knúin áfram af eftirspurn, aukin vopnabúnađur er ávísun á áframhaldandi notkun vopna af ţessu tagi.

Frá ţví ađ herferđin „Komum böndum á vopnin“ hófst í október 2003, hafa ríkisstjórnir 45 landa lýst yfir stuđningi viđ gerđ vopnaviđskiptasáttmála sem hefur ţann tilgang ađ styrkja eftirlit međ vopnaviđskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Rúmlega milljón einstaklingar frá 160 löndum hafa nú ţegar gefiđ mynd af sér til „milljón andlita áskorunarinnar“ sem er stćrsta myndasafn í heimi og jafnframt hvatt leiđtoga heimsins til ađ taka harđar á vopnasölu. Safniđ verđur afhent á fundi Sameinuđu ţjóđanna en myndasafniđ táknar ţađ ađ ein milljón manna hafa látiđ lífiđ af völdum vopna frá síđasta fundi samtakanna um málefniđ áriđ 2001.

En er von um árangur? Hún virđist ekki mikil í ljósi ţess ađ 88% af skráđum hefđbundnum vopnaútflutningi kemur frá fimm fastameđlimum Öryggisráđs Sameinuđu ţjóđanna; Kína, Frakklandi, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Neitunarvald ţessara ríkja kemur í veg fyrir allar raunhćfar ađgerđir til ađ draga úr jafn ábatasömum iđnađi.

Á hitt ber ađ líta ađ Amnesty International og samtök af ţví tagi hafa komiđ ýmsu í verk međ baráttu sinni ţrátt fyrir andstöđu meira eđa minna allra risaveldanna. Ţađ er ţví engan veginn viđ hćfi ađ gefast upp ţótt leiđin ađ markinu sé ekki greiđ.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur