Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Mannréttindi   

Góđur ásetningur er ekki nóg

7.7.2006

Eitt samfélag fyrir alla og samfélag án ađgreiningar eru slagorđ sem árum saman hafa hljómađ í baráttu fatlađra fyrir ţví ađ fá viđurkenningu sem fullgildir ţjóđfélagsţegnar. Mörgum ţykir hins vegar nóg um hversu hćgt ţessari baráttu miđar, jafnt hér á landi sem erlendis. Nú er svo komiđ ađ öryrkjum í Danmörku er fariđ ađ leiđast ţófiđ og hefur öryrkjabandalagiđ ţar í landi ritađ danska forsćtisráđuneytinu bréf ţar sem fariđ er fram á ađ sett verđi sérstök lög sem banna hvers konar mismunun gegn fötluđum.

Fram til ţessa hafa Danir líkt og viđ Íslendingar trúađ ţví og treyst ađ réttarstađa fatlađra verđi tryggđ međ almennum tilmćlum sem mćla gegn allri mismunun. Tilmćlum, sem kurteislega segja ađ fatlađir skulu njóta alls ţess sama og ófatlađir í samfélaginu. Ţannig hefur ţví veriđ treyst ađ samviska verkfrćđinga dugi til ţess ađ ađgengileg hús verđi byggđ, ađ félagsvitund verslunareiganda sjái til ţess ađ vörur séu fötluđum ađgengilegar í búđum og ađ stjórnmálamenn tryggi ađ pólitískar ákvarđanir séu teknar međ hagsmuni fatlađra í huga. Međ öđrum orđum hafa fatlađir treyst ţví ađ góđur vilji og ásetningur muni sjálfkrafa bćta stöđu ţeirra.

Líkt og á Íslandi eru engin viđurlög í Danmörku viđ ţví ađ uppfylla ekki hinn góđa ásetning um jafnan ađgang allra og raunin er sú ađ hvađ sem fögrum fyrirheitum líđur breytast hlutirnir hćgt. Fatlađir eru búnir ađ fá sig fullsadda á ţví hve hćgt miđar og hvađ allt tal um bann viđ mismunun virđist vera innihaldslaust.

Niđurstađa danska öryrkjabandalagsins er sú ađ viljinn til ađ jafna stöđu fatlađra og ófatlađra sé fremur í orđi en á borđi og útséđ um ađ réttindi verđi tryggđ nema međ sérstakri löggjöf sem hreinlega banni mismunun – og refsi ţeim sem á einhvern hátt brjóti á rétti fatlađra.

Danska öryrkjabandalagiđ hefur ţví fariđ ţess á leit viđ forsćtisráđuneytiđ ađ lög verđi sett sem einfaldlega banna mismunun gagnvart fötluđum. Jafnramt er kallađ eftir ţví ađ tilgreindar verđi kćruleiđir og viđurlög sett, sé brotiđ á fötluđum. Er lögunum ćtlađ ađ taka til jafn ólíkra ţátta og ađgengis ađ byggingum, menntun, vinnustöđum, ţjónustu, menningu og samgöngum svo einhverjir ţćttir séu nefndir.

Ekki hafa borist fregnir af viđbrögđum danskra ráđamanna viđ ţessari málaleitan en ljóst er ađ samtök fatlađra annars stađar á Norđurlöndum fylgjast grannt međ gangi mála. Hér á landi hljótum viđ ađ spyrja ţeirrar spurningar hvort fullreynt sé ađ treysta á almennar viljayfirlýsingar í réttindabaráttu fatlađra. Er kannski kominn tími á dönsku leiđina?

Er nćsta skref ef til vill ađ taka upp baráttu fyrir ţví ađ viđ 65. grein í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar verđi sérstaklega tiltekiđ ađ bannađ sé ađ mismuna fólki á grundvelli fötlunar?

sţá


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur