Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Náttúruvernd   

Síđustu forvöđ

9.7.2006

Sumariđ fer senn ađ styttast í annan endann og um leiđ fer hver ađ verđa síđastur til ţess ađ kynna sér víđernin norđan og austan Vatnajökuls. Stórum hluta ţeirra og mörgum ómetanlegum náttúruperlum verđur nefnilega ađ óbreyttu sökkt međ haustinu, ţegar byrjađ verđur ađ fylla upp í Hálslón.

Í ljósi ţess hljóta yfirlýsingar nýs iđnađarráđherra og formannskandídats Framsóknarflokksins um ađ stóriđjustefna ríkisstjórnarinnar sé löngu liđin undir lok ađ koma landsmönnum spánskt fyrir sjónir. Allir ţeir sem fylgst hafa međ flokkssystur og forvera Jóns Sigurđssonar í starfi síđastliđin ţrjú ár hljóta líka ađ klóra sér í hausnum – ţó ekki vćri nema bara fyrir plottfundi Valgerđar Sverrisdóttur međ fulltrúum erlendra álfyrirtćkja og forsíđumyndirnar af skćlbrosandi ráđherranum međ vinnuhjálm á höfđi.

Bent hefur veriđ á ađ einungis eru liđnir tveir mánuđir síđan Valgerđur undirritađi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar viljayfirlýsingu um ađ reist verđi álver viđ Húsavík. Stóriđjuleysi hefur ţví greinilega ekki veriđ lengi á dagskrá stjórnarheimilisins.

Ţessi afneitun framsóknarmannsins Jóns á eigin stefnu er auđvitađ dćmigerđ en ber vott um ákveđna hugarfarsbreytingu í ţjóđfélaginu. Stóriđja er ekki kúl hjá fólkinu í landinu og meira ađ segja Framsóknarflokkurinn er búinn ađ átta sig á ţví. Ţađ dugar samt skammt ađ segjast löngu hćttur viđ stóriđjuna međan enn er steypt viđ Kárahnjúka og međan stjórnvöld styđja leynt og ljóst umrćđu um ađ reisa álver á fleiri stöđum á landinu.

Auđvitađ má vona ađ yfirlýsingar Jóns Sigurđssonar ţýđi ađ Framsóknarflokkurinn hafi loksins séđ ađ sér og alvöru stefnubreyting sé í vćndum. Fólk sem styđur stóriđjulaust Ísland hefur ţó auđvitađ mun betri kost – ađ kjósa einfaldlega nýja ríkisstjórn nćsta vor. Ţá getum viđ stutt fólk sem hefur sýnt andstöđu viđ stóriđju og tilheyrandi náttúruspjöll međ orđum sínum og gjörđum síđastliđin fjöldamörg ár en hagar ekki bara seglum eftir vindi.

ht


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur