Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Menning og ţó...   

Međ einlćgnina ađ vopni

13.7.2006

Slćmt ástand kallar á viđbrögđ. Listamenn, og ţá ekki síst tónlistarmenn, láta ađ sér kveđa ţegar stađan á málum fer ađ riđlast. Eins og vant er orđiđ í samtímanum er útgangspunkturinn 11. september 2001. Ásamt ţví ađ vera útgangspunktur er ţađ einnig ákveđinn upphafspunktur í nýrri vitund listsköpunar. Nú spretta upp hljómsveitir sem taka á heimsmálunum, eđa ţá ađ eldri hljómsveitir taka viđ sér og grundvalla tónlist sína á ádeilu á ríkjandi stjórnarfar. Gengin er í garđ ný andúđ 21. aldarinnar, sem er svipuđ og á tímum hippanna, en er nú talsvert svartsýnni og einbeittari.

Radiohead er sú hljómsveit sem hćst ber á góma í ţessu samhengi. Hún er samansett af fimm einstaklingum (Thom Yorke, Ed O´Brien, Jonny Greenwood, Colin Greenwood og Phil Selway) sem, í mjög stuttu máli, hittust í Oxford-háskóla og stofnuđu ósköp venjulega rokkhljómsveit. Ţeir spiluđu á klúbbum og börum, ţangađ til ţeir gáfu út sína fyrstu plötu, Pablo Honey (1993). Lagiđ sem gerđi ţá ađ stjörnum var „Creep“, ţar sem textinn einkenndist af tilvistarkreppulegri sjálfskođun. Ţeir spila ekki lengur lagiđ á tónleikum, sökum ţess ađ ţeir vilja ekki stađna sem tónlistarmenn. Ţeir fylgdu plötunni eftir međ The Bends (1995). Áfram hélt tilvistarsjálfsskođunin, sbr. í lögunum „Fake Plastic Trees“ og „Street Spirit“. Greinilegt var ađ ţarna voru á ferđ ungir menn međ skođanir á nútímasamfélaginu og markađslegum lifnađarháttum, ţví á báđum plötum mátti greina ádeilur. Ţessar áherslur náđu hámarki á plötunni Ok Computer (1997), sem talin er af mörgum tónlistarspekúlöntum ein besta plata allra tíma. Nú var ekkert skafiđ utan af hlutunum. Platan í heild var ádeila á stýringu kapítalismans og markađarins á lifnađarháttum fólks. Ljóđmćlandinn í textunum einkenndist af firringu og hlutgervingu, eđa lýsti umhverfinu sem slíku. Ef einhver lög ćtti ađ nefna, vćri ţađ til dćmis „Paranoid Android“, sem er vísun í vélmenniđ Marvin, persónu í Hitchikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams – en vélmenni er dćmi um hámarks hlutgervingu mannsins. Einnig ber ađ nefna anti-manifestóiđ (ef svo má kalla) „Filter Happier“. Tónlistarlega var Ok Computer einnig framúrstefnuleg, ţví á henni var skemmtileg blanda af rokki og raftónlist ađ mćtast. Hvernig gátu ţeir fylgt slíkri snilldarplötu eftir?

Svo hratt sé fariđ yfir sögu gáfu ţeir út tvćr plötur međ stuttu millibili, Kid A (2000) og Amnesiac (2001). Ţar komu ţeir ađdáendum sínum í opna skjöldu. Raftónlistin var nánast búin ađ taka yfirhöndina, ásamt áhugaverđum jazz-áhrifum á seinni plötunni. En í gegnum árin hefur Kid A einnig veriđ talin ein af betri plötum sögunnar. Ádeilan fór ađ skerpast, fram yfir tilvistarkreppuna. Hún náđi svo hámarki á sjöttu plötu sveitarinnar, Hail to the Thief (2003). Ţar var Radiohead búin ađ marka sér sess sem pólitísk hljómsveit. Textarnir og lögin voru öll pólitískar ádeilur á hnattvćđingu, mengun, heimsvaldastefnu og stríđ. Nafniđ á plötunni er vísun í George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Radiohead er nú ađ vinna ađ nýrri breiđskífu, sem kemur vćntanlega út á nćsta ári. En í millitíđinni hefur einn međlimanna unniđ ađ öđru verkefni.

Í vikunni kom út fyrsta sólóplata söngvara Radiohead, Thom Yorke. Reyndar vill hann sjálfur ekki kalla ţađ „sóló“, eins og hann varpađi fram í yfirlýsingu sem hann sendi til tímarita og annarra tónlistarstofnana um plötuna. Samt sem áđur semur og flytur Yorke alla texta og öll lögin. Platan ber nafniđ The Eraser og er gefin út af XL-recordings.

The Eraser er í heildina persónuleg pólitísk ádeila Yorkes. Hann segist hafa gćlt viđ verkefni af ţessu tagi lengi, og er nú loksins búinn ađ framkvćma ţađ. Platan ber alls ekki merki ţess ađ Radiohead sé farin ađ ţreytast og leysast upp, síđur en svo, ţví hljómsveitin er einmitt ađ vinna ađ nýrri plötu, eins og áđur hefur veriđ sagt. Umslag plötunnar prýđir teikningu af manni sem reynir ađ stjórna hafinu. Ţar er á ferđ Knútur nokkur, konungur Englands, Danmerkur og Noregs á árunum 1016 til 1035. Sagan segir ađ fólk hafi taliđ hann svo fćran stjórnanda ađ hann gćti stýrt sjávarföllunum. Knútur var ekki sama sinnis, gekk niđur ađ sjó og rétti út höndina. Á ţann hátt sýndi hann ađ hann gćti ekki stjórnađ hafinu. Ádeila Yorkes felst í ţví ađ almenningur eigi ekki ađ líta á stjórnendur sína án gagnrýni; ţeir eru ekki alvaldir. Sem sagt, hlustendur fá ádeilu- og leiđbeinandarödd Yorkes strax og ţeir taka sér plötuna í hönd.

Tónlistin sjálf er öll rafkyns. Yorke syngur yfir öll lögin og beitir röddinni á tregablandin hátt. Hann er ţekktur fyrir ađ geta beitt röddinni á marga vegu. Ţví til stuđnings er hćgt ađ benda á lagiđ „I´ve seen it all“, sem er lag úr myndinni Dancer in the Dark eftir Lars von Trier, ţar sem hann syngur á móti Björk. Eftir samvinnuna viđ hana, opnuđust nýjar víddir hjá Yorke og Radiohead. Hann tók sér vinnubrögđ Bjarkar til fyrirmyndar, og sagt er ađ ţá hafi loks veriđ ákveđiđ ađ gefa út plötu af ţví tagi sem Kid A er. Á henni er ađ finna fyrstu lög Radiohead sem einungis eru samin međ raftónlist, og Thom Yorke syngur yfir.

Yorke er nú hér kominn međ plötu međ níu lögum, sem eru í svipuđum stíl og raflögin af ţremur síđustu plötum Radiohead. En ţađ er eitthvađ öđruvísi viđ tónlistina. Söngurinn er jú tregablandinn, en í röddinni má einnig greina von, ádeilur og spurningar. Yorke setur sig ýmist í spor áhorfanda eđa ţolanda ţeirra ađstćđna sem viđ lifum viđ. Í titlum og textum má finna ýmsar pólitískar vísanir, s.s. í rćđu Eisenhower um kjarnavopn, lćkninn David Kelly sem gagnrýndi alhćfingar breskra stjórnvalda um ađ ţađ vćru gereyđingarvopn í Írak, en Kelly framdi sjálfsmorđ eftir ađ hafa sćtt mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og fjölmiđlum, ásamt mörgum öđrum vísunum sem skemmtilegra vćri fyrir hlustendur ađ spreyta sig á ađ finna.

Platan hefst á samnefndu lagi, „The Eraser“, međ hráum píanótónum, einföldum raftakti og söng. Öll lögin eru hnitmiđuđ og koma sér beint ađ efninu, ţau eru aldrei lengi ađ byrja né enda. Fyrsta laginu er svo fylgt eftir međ laginu „Analyse“. Í ţví má greina örlítinn keim af arabískum hljómagangi, sem er samsvarandi viđbót viđ hugmyndina á bak viđ plötuna. Ţví nćst eru ţrjú ţyngri og harđari lög, en á eftir ţeim er hápunkturinn, ţ.e. lagiđ „Atoms for Peace“. Titillinn er vísunin í rćđu Eisenhowers áriđ 1953. Söngur Yorkes er engu líkur. Raddblćrinn dregur upp blendnar tilfinningar, einhvers konar „hvađ er máliđ?“-tilfinningu og skrýtna tegund af reiđi. Nćstu lög eru međ töluvert tilfinningaţrungnari textum og tónlistin eilítiđ lágstemmdari. En ţvert á móti er ţađ ekki „anti-klímax“, heldur endar platan á laginu „Cymbal Rush“, sem er eitt af einlćgari raflögum međ söng sem fyrirfinnst. Ţađ er einmitt galdurinn viđ The Eraser. Thom Yorke tekst hér ađ notast einungis viđ tölvur í tónlistarsköpuninni, og í leiđinni er hann fullkomlega einlćgur og samkvćmur sjálfum sér í ádeilu sinni. The Eraser er góđ plata, en ekki snilldarverk; hún er einsleit á köflum, en mjög ţćgileg og áhugaverđ hlustunar. Söngvari einnar af ţekktustu og bestu hljómsveitum tónlistarsögunnar stígur hér fram, laus viđ allan hégóma og hroka, međ lítiđ og persónulegt verk. Plötunni vćri best lýst sem ákveđinni viđbragđsrödd. Rödd sem segir okkur ađ ástandiđ sé slćmt, og tími til kominn ađ bregđast viđ ţví.

Yorke mun ekki fylgja The Eraser eftir međ neinum tónleikum, ađ hans sögn. Ţađ verđur heldur ekkert húllumhć í kringum hana. Bođskapurinn er ađalatriđiđ, og honum er náđ í gegn međ tónlistinni. Titillinn á plötunni er eflaust kaldhćđni, ţví Yorke er ekki kominn til ţess ađ stroka okkur og hugsanir okkar út, eins og valdamenn samtímans gera, heldur er hann kominn til ţess ađ vekja okkur til vitundar og umhugsunar, međ einlćgnina ađ vopni.

ehp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđ



Leit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur