Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Saga og stjórnmál   

Tákn úr fortíđinni II — Arfleifđ Suđurríkjanna

28.8.2006

Á fyrri hluta 19. aldar urđu Bandaríkin smám saman sundurleitari. Norđaustantil efldist iđnvćđing og verslun međ mikilli fólksfjölgun. Fyrir vestan var nýtt bćndasamfélag í hröđum vexti. Í suđrinu var rótgróiđ bćndasamfélag ţar sem plantekrur voru reknar međ vinnuafli ţrćla. Hagsmunir ţessara hluta ríkjasambandsins rákust oft á en lengi vel tókst ráđamönnum ađ sigla milli skers og báru og miđla málum ţannig ađ valdastéttir hvers svćđis voru sáttar viđ sitt.

Ţetta breyttist á sjötta áratug aldarinnar ţegar flokkaskipan riđlađist og til varđ nýr flokkur, Repúblikanaflokkurinn, sem hélt mjög eindregiđ fram sjónarmiđum norđanmanna en átti sér engan stuđning í suđrinu. Ţegar frambjóđandi ţessa flokks, Abraham Lincoln, var kjörinn forseti áriđ 1860 töldu sunnanmenn ađ ekki yrđi lengur viđ unađ. Margir ţeirra álitu ađ bandaríska alríkisstjórnin vćri orđin of valdamikil svo ađ einstök ríki hefđu ekki nćgilegt sjálfstćđi í eigin málum. Sérstaklega töldu ţeir ađ tollahćkkanir sem Lincoln hafđi á stefnuskrá sinni myndu fyrst og fremst bitna á suđrinu en ágóđinn yrđi nýttur til uppbyggingar fyrir norđan. Helsta ástćđa ágreiningsins var ţó heldur nöturleg en repúblikanar voru eindregnir andstćđingar ţrćlahalds sem sunnanmenn vildu ekki hverfa frá.

Ţann 20. desember 1860 samţykkti ţing Suđur-Karólínu frumvarp um úrsögn ríkisins úr Bandaríkjunum. Fleiri ríki fylgdu á eftir og stofnuđu međ sér nýtt ríkjasamband, Sambandsríki Norđur-Ameríku. Stjórnarskrá nýja sambandsins var ađ mestu leyti afrit stjórnarskrár Bandaríkjanna en áskildi einstökum ríkjum meiri réttindi og áréttađi skođanir sunnanmanna á ţrćlahaldi og tollamálum. Lincoln forseti taldi ađ einstökum ríkjum vćri óheimilt ađ segja sig úr Bandaríkjunum og fljótlega kom til blóđugs stríđs. Hinir iđnvćddu norđanmenn höfđu betur ađ lokum, Sambandsríki Norđur-Ameríku voru lögđ niđur og einstök ríki aftur innlimuđ í Bandaríkin. Arfleifđ Suđurríkjasambandsins er ţó enn ađ finna víđar en margur hyggur og verđa hér tekin tvö dćmi.

Áriđ 1939 samţykkti ţing Maryland ađ taka upp sem ríkissöng lagiđ „Maryland, my Maryland“. Textinn var saminn í ţrćlastríđinu og í honum eru íbúar Maryland eggjađir lögeggjan ađ segja sig úr Bandaríkjunum. „Hćll harđstjórans er á ströndum ţínum, Maryland“, segir textinn og á viđ Lincoln, en „ţú munt ekki gjalda toll Vandalans“ og er ţar vćntanlega átt viđ sama mann. Lagiđ var vinsćlt međal sunnanmanna en Maryland varđ ţó aldrei auđiđ ađ segja sig úr Bandaríkjunum ţví ađ Lincoln lét handtaka ríkisţingiđ áđur en ţađ gat greitt atkvćđi um úrsögn. Allt ađ einu syngja menn enn um ađ Maryland muni „girđa fagra limi sína stáli“, „brjóta af sér hlekki harđstjórans“ og „forsmá hyskiđ ađ norđan“.

Áriđ 1956, ţegar deilur um kynţáttaađskilnađ í Bandaríkjunum stóđu sem hćst, samţykkti ţing Georgíu ađ skipta um ríkisfána. Nýi fáninn innihélt stóra útgáfu af gunnfána Suđurríkjasambandsins. Svörtum íbúum ríkisins ţótti fánanum stefnt gegn sér og upp hófust áratugalangar deilur. Georgía var ţó ekki eina ríkiđ sem hafđi gunnfána Suđurríkjanna í ríkisfána sínum en Mississippi hafđi veriđ í sömu sporum frá 1894. Á 10. áratugnum óx baráttu gegn fánunum fiskur um hrygg og áriđ 2001 var tillaga um breytingu borin undir almenning í Mississippi. Íbúar ríkisins gátu valiđ milli gamla fánans og nýs fána sem var eins nema gunnfánanum hafđi veriđ skipt út fyrir tuttugu litlar stjörnur. Tillagan var kolfelld en tveir ţriđju ţeirra sem tóku afstöđu vildu heldur gamla fánann og blaktir hann til ţessa dags.

Í Georgíu gekk baráttan heldur betur og sama ár og Mississippimenn kusu ađ halda í gunnfánann lagđi ríkisţingiđ í Georgíu sinn niđur. Nýi ríkisfáni Georgíu var hannađur međ sćttir í huga og sýndi litlar útgáfur af gömlum fánum ríkisins. Ţetta varđ hins vegar gríđarlega óvinsćl lausn en nýi fáninn ţótti allt of flókinn og ljótur auk ţess sem hann innihélt ennţá gunnfánann, ţótt lítill vćri. Enn settust menn á rökstóla og áriđ 2003 var íbúum ríkisins gert ađ velja nýjan fána í almennri atkvćđagreiđslu. Nú var bođiđ upp á fána sem ekki innihélt gunnfána Suđurríkjanna í nokkurri mynd og var hann samţykktur međ miklum yfirburđum. Margir áttuđu sig ţó ekki á ţví ađ nýi fáninn er byggđur á einum hinna lítt ţekktu ţjóđfána Suđurríkjanna.
Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur