Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Kosningabandalög   

Svíar ganga bundnir til kosninga

5.9.2006

Margt er líkt međ sćnskum stjórnmálum og íslenskum. Í Svíţjóđ er líka stór 30 til 40 prósenta flokkur sem veriđ hefur ráđiđ miklu meiru en nokkur annar flokkur. Munurinn er sá ađ ţessi flokkur byggir ekki á íhaldssemi og frjálshyggju, heldur jafnađarstefnu. Sósíaldemókrataflokkur Görans Perssons hefur nú veriđ viđ völd samfleytt frá 1994, í minnihlutastjórn međ stuđningi Vinstriflokksins (Vänsterpartiet) og Grćningja (Miljöpartiet).

Sćnski íhaldsflokkurinn (Moderaterna) er hins vegar í svipađri stöđu og Samfylkingin, bćđi hvađ varđar fylgi og baráttuađferđir. Mikil áhersla er lögđ á ađ virđast ábyrgđarfullir og nútímalegir – í auglýsingum kalla flokksmenn sig „nya moderaterna" ađ fyrirmynd „New Labour" í Bretlandi. Ţó er ekkert nýtt viđ stefnumál flokksins, en hann hyggst lćkka almenna skatta á kostnađ almannatrygginga og minnka bćtur til aldrađra og atvinnulausra.

Fyrir tveimur árum mynduđu sćnskir íhaldsmenn kosningabandalag ásamt stjórnarandstöđuflokkunum ţremur á miđju sćnskra stjórnmála. Tveir ţeirra halda lífi međ fimm til sex prósent, ađ einhverju leyti vegna taktískra atkvćđagreiđslna frá ţeim sem ekki vilja ađ flokkarnir detti út af ţingi viđ ađ fara niđur fyrir lágmarkiđ viđ fjögurra prósenta fylgi. Annars vegar eru ţađ Kristilegir demókratar og hins vegar Miđjuflokkurinn (Centerpartiet), sem leggur sérstaka áherslu á umhverfismál og andstöđu viđ kjarnorku. Sá ţriđji, Flokkur fólksins (Folkpartiet), svipar mjög til Frjálslynda flokksins, međ mikla áherslu á eitt stefnumál, í ţessu tilfelli skólamál. Saman hefur flokkunum tekist ađ ná yfirhöndinni í skođanakönnunum fram ađ ţessu, en reynslan sýnir ţó ađ félagshyggjuflokkarnir hafi tilhneigingu til ađ auka fylgi sitt ţegar sjónvarpskapprćđur byrja fyrir alvöru eftir nokkra daga.

Ţótt ljóst ţyki ađ félagshyggjuflokkarnir muni starfa saman áfram í einhverri mynd sé ţess nokkur kostur, hafa ţeir hins vegar ekki myndađ međ sér formlegt kosningabandalag. Ţađ kom ţó ekki í veg fyrir ađ borgaralega bandalagiđ kallađi ţá ítrekađ „kartellen" sem merkir haftasamtök eđa einokunarhring. Ţađ kom heldur ekki í veg fyrir ađ margir sćnskir fjölmiđlar tćkju ţađ upp og notuđu sem samheiti yfir félagshyggjuflokkana ţrjá. Ţađ minnti óţćgilega á ţađ ţegar fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöđvarinnar Fox nefndi umfjöllun sína um Íraksstríđiđ eftir nafngift bandaríska hersins sjálfs: „Operation Iraqi Freedom".

Líkt og Kristilegir demókratar og Centerpartiet eru Vinstriflokkurinn og grćningjar ađeins einum eđa tveimur prósentum ofan viđ fjögurra prósenta ţröskuldinn. Lengi vel voru sósíaldemókratar svo mjög međvitađir um nauđsyn ţess ađ halda vinstriflokknum inni á ţingi ađ talađ var sérstaklega um ţá sósíaldemókrata sem kusu vinstriflokkinn sem „félagi fjögur prósent" (s. „kamrat fyra procent"). Vinstriflokkurinn og grćningjar hafa samiđ viđ sósíaldemókrata um ákveđin stefnumál gegn ţví ađ flokkarnir tveir verji ţá vantraustsyfirlýsingu. Ţeir fá hins vegar enga formlega ađild ađ ríkisstjórninni og fara ţví ekki međ eitt einasta ráđuneyti. Töluverđ óánćgja ríkir međ ţessa tilhögun međal grćningja, sem ţó hafa komiđ ótrúlega mörgum stefnumálum í gegn á undanförnum árum.

Stćrsti gallinn á minnihlutastjórn sósíademókrata er ţó ađ í vissum málaflokkum, sem ekki hefur veriđ sérstaklega samiđ um viđ ţá Vinstriflokkinn og Grćningja, leitar ríkisstjórnarflokkurinn til borgaralegu flokkanna og fćr stuđning. Ţegar vinstriflokkurinn og grćningjar gátu til dćmis ekki sćtt sig viđ harkalegri lagasetningu gegn hćlisleitendum og flóttamönnum á síđasta ári gátu sósíaldemókratar aftur á móti reitt sig á stuđning frá íhaldsflokknum. Afleiđingin er ađ ţúsundir flóttamanna er í felum fyrir innflytjendayfirvöldum sem ćtla sér ađ senda ţau aftur til landanna sem ţeir flúđu frá. Ađgerđirnar hafa kallađ fram fjölmenn götumótmćli og hundruđ ţúsunda undirskrifta.

Ţetta einspil sćnsku sósíaldemókratanna sýnir hversu hćttulegt ţađ getur veriđ fyrir samstarfsflokkana ađ eiga ekki formlega ađild ađ ríkisstjórn. Skođanakannanir síđustu mánađa sýna líka hversu slćm taktík ţađ er fyrir félagshyggjuflokkana ađ bjóđa ekki fram sem sameinađ afl međ ţeim hćtti sem borgaralegu flokkarnir hafa gert. Ţví ţótt borgaralegir flokkar í Svíţjóđ hafi orđ á sér fyrir ađ geta ekki komiđ sér saman um neitt og sitja ekki heil kjörtímabil, ţá er helsti styrkur ţeirra nú einmitt sá ađ ţeir eru sameinađir á međan ađ félagshyggjuflokkarnir hafa engin sameiginleg stefnumál.

Um síđustu helgi hvatti formađur Vinstri grćnna til ţess ađ Samfylkingin og jafnvel Frjálslyndir mynduđu ásamt VG sameiginlegar málefnaáherslur fyrir kosningarnar í vor. Eins og Steingrímur benti á er klisjan um ađ „ganga óbundinn til kosninga" fyrir löngu orđin bjánaleg í veruleika ţar sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstćđisflokkurinn hafa setiđ saman í ríkisstjórn í rúm ellefu ár og ekkert bendir til ađ breyting verđi ţar á nema ríkisstjórnin falli í kosningum. Og jafnvel ţótt svo verđi eru miklar líkar á ađ annar hvor ţeirra leiđi ríkisstjórn ef núverandi stjórnarandstöđuflokkar koma sér ekki saman um málefnasamstarf fyrir kosningar.

Samt eru ekki nema nokkrar vikur síđan formađur annars flokksins sagđi í viđtali eitthvađ á ţá leiđ ađ kjördagur vćri dagur kjósenda og svo tćkju stjórnmálamennirnir viđ daginn eftir. Hann var ennţá fastur í ţeirri fjarstćđukenndu hugmynd ađ ţađ felist einhver dyggđ í ţví ađ kjósendur hafi ekki minnstu hugmynd um hvers konar ríkisstjórn atkvćđi ţeirra skilar ţeim. Klisjan er reyndar orđin svo rótgróin ađ oftar en ekki heyrist ađ „auđvitađ gangi menn óbundnir til kosninga".

Ef takast á ađ fella ríkisstjórnina og bjóđa fram ađra lausn ţurfa íslensk félagshyggjuöfl ađ taka sér sćnska íhaldsflokkinn sér til fyrirmyndar fremur en sósíaldemókratana. Ekki hvađ varđar stefnumálin, heldur í samstarfsađferđum sínum. Ef formađur Samfylkingarinnar meinar nokkuđ međ ţví ađ kalla sig höfuđandstćđing Sjálfstćđisflokksins, ţá ćtti hún líka ađ bjóđa kjósendum upp á skýran valkost viđ núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Ţá ţyrftu kjósendur ekki ađ óttast ađ Samfylkingin myndi leiđa annan af ríkisstjórnarflokkunum til valda eftir nćstu kosningar.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur