Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Fréttir   

Hvađa tilgang hafa fréttir?

9.9.2006

Ekki er nema öld síđan ađ samtíminn kom til Íslands. Ţađ gerđist í einni andrá ţegar fréttir af andláti Kristjáns IX. bárust hingađ í janúar 1906. Kristján hafđi ţá veriđ konungur Íslands í rúm 42 ár. Hann tók viđ ţeirri tign haustiđ 1863 en Íslendingar fréttu ekki af ţví fyrr en voriđ eftir - ţegar póstskipiđ kom loksins til Íslands. Ţegar gamli kóngurinn dó eftir langa ćvi fréttu landsmenn hins vegar af ţví samdćgurs ţví ađ ritsímatćknin var ţá nýkomin til landsins. Sama ár kom önnur ný uppfinning til Íslands, kvikmyndirnar. Danskur mađur ađ nafni Pedersen (oft kallađur Bíó-Pedersen) hóf kvikmyndasýningar í Fjalakettinum viđ Ađalstrćti. Nú gátu Íslendingar séđ kvikmyndir af fólki og atburđum úti í löndum. Samtíminn var ekki einungis kominn til Íslands. Hann var á stöđugri hreyfingu.

„Fréttir dagsins“ eru ţví tiltölulega nýtt sögulegt fyrirbćri. Ţćr hafa einungis veriđ til í öld eđa svo. Ţegar í upphafi kom hins vegar í ljós ađ hiđ nýja fyrirbćri hafđi ekki einungis kosti heldur einnig galla. Fréttirnar sem bárust međ ritsímanum voru yfirborđskenndari en gömlu fréttirnar. Ţćr höfđu ritstjórar blađanna fengiđ međ póstinum, lagst yfir ţćr, myndađ sér skođun og rituđu svo um ţćr ítarlegar skýringar. Í afar skemmtilegri bók eftir sagnfrćđinginn Ţórunni Valdimarsdóttur, Horfinn heimur, segir t.d. frá ţví hvernig íslenskir ritstjórar skrifuđu um stórviđburđi ársins 1900, Búastríđiđ og Boxarauppreisnina. Skođanirnar voru margar og misjafnar, í samrćmi viđhorf og bakgrunn ritstjóranna. Sannleikurinn var ekki einn heldur margfaldur.

Frá upphafi höfđu fréttaskeytin ţá hćttu í för međ sér ađ veruleikinn utan landsteinanna yrđi hrađsođnari og einfaldari. Ţar međ er ekki sagt ađ íslensk fjölmiđlun hafi endilega boriđ ţess merki á 20. öld. Sjónarhornin héldu áfram ađ vera mörg, en ţau voru í einstefnufarvegi. Menn voru međ eđa á móti sósíalisma, frjálshyggju, byggđastefnu, her, heimsvaldastefnu, vestrćnni samvinnu og svo framvegis. Oft var kvartađ yfir „flokkspólitískum viđjum“ umrćđunnar og međ nokkrum rétti, en ţegar ţćr viđjar losnuđu urđu sjónarhornin ekki fjölbreyttari. Ţvert á móti.

Núna segja allir fjölmiđlar á Íslandi sömu fréttirnar. Fréttirnar sem eru lesnar eftir erlendu fréttaskeytunum en raunar eru ţćr oft engar fréttir. Eins og vélar endursegja fréttamennirnir hvernig Bush segir eitt, Ahmadinejad annađ, Evrópusambandiđ fordćmir lýđrćđisskort í Hvíta-Rússlandi en gefur kosningasvindlurum í Mexíkó hreint sakavottorđ. Stofnanir Sameinuđu ţjóđanna gefa út skýrslur og stundum koma léttar fréttir af ţví hvađa ţjóđ sé nú ríkust, bjartsýnust og langlífust. Allt felur ţetta í sér mötun ađ meira eđa minna leyti. En viđ getum ekki kennt alţjóđlegum fréttaskeytum um ţetta: Íslensku fréttirnar eru eins: Davíđ Oddsson gagnrýnir efnahagsstjórnina, Ingibjörg Sólrún hneykslast á Davíđ, Steingrímur J. gagnrýnir Kárahnjúkavirkjun, Geir Haarde hneykslast á Steingrími. Framsóknarmenn líkja öllum sem gagnrýna flokkinn viđ stríđsglćpamenn nasista, hneykslast á skrifum 11 ára gamalla barna og ţjóđinni almennt fyrir ađ vera „á lćgra ţekkingarstigi“.

Ţađ eru auđvitađ engar fréttir ađ Bush hatist viđ Ahmadinejad eđa Ingibjörg Sólrún viđ Davíđ. Ţar međ er ekki sagt ađ viđ fréttum aldrei neitt í fjölmiđlum en ţó eru ţeir misjafnlega gagnlegir. Sjálfur frétti ég margt af netsíđum fjölmiđla úti í heimi og stundum frétti ég eitthvađ í Útvarpinu. Sjónvarpsfréttir eru hins vegar löngu hćttar ađ vera annađ en „frekar slappur veruleikasjónvarpsţáttur“ (svo vitnađ sé í nýjasta hefti Skírnis). Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna ţess ađ ţeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun ađ ţeir telja ađ sannleikurinn sé ađeins einn og ađ hann megi finna međ dulspekiađferđ sem kallast „fréttamat“. Í sjónvarpsfréttum er einungis eitt sjónarhorn, í Útvarpinu eru ţau sárafá eđa jafnvel ađeins ţađ sama og í sjónvarpsfréttum og ţađ ţarf meira ađ segja ađ leita af töluverđum dugnađi á netinu til ţess ađ finna ţau, en ţau finnast samt sem áđur einkum ţar.

Ţarf ţetta ađ vera svona? Auđvitađ ekki og ritstjórarnir á fréttastofum samtímans mćttu margt lćra af kollegum sínum sem voru uppi fyrir 100 árum. Ţeir skildu mun betur ađ veruleikinn snýst um ólík sjónarhorn ţó ađ Guđ vćri nýlátinn og Nietzsche í andarslitrunum. Ţađ er veruleikinn sem „fréttamatiđ“ kćfir ţannig ađ allir fréttamenn festast í sama farinu í ímyndađri fagmennsku sem er ekki annađ en ófrumleg endurtekning á vanahugsun. Fréttamatiđ hefur ekki tryggt okkur betri fréttir, einungis stađlađri og leiđinlegri fréttir.

Greinin birtist í Fréttablađinu laugardaginn 9. september.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur