Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Ríkisútvarpiđ   

Ţegar útvarpsstjóri varđ undirmađur

23.9.2006

Bandaríkjaforseti ţarf aldrei ađ standa fyrir máli sínu í ţinginu eins og flestir ráđherrar í ţingrćđisríkjum. Rétt fyrir kosningar er ćtlast til ađ hann mćti 3-4 sinnum einum andstćđingi sínum í kapprćđum. Annars er hann nokkurn veginn stikkfrír allt kjörtímabiliđ og svarar ekki einu sinni spurningum blađamanna nema endrum og eins.

Ţađ leynir sér ekki ađ ađrir ţjóđarleiđtogar öfunda forsetann af ţessari hefđ og ţar á međal íslenskir stjórnmálamenn. Á níunda áratugnum mćttu ţeir reglulega í sjónvarpiđ og rćddu viđ andstćđinga sína og ţótti ekki tiltökumál. Líklega hefur stjórnmálalífiđ aldrei veriđ lýđrćđislegra en ţá ađ ţessu leyti. Á tíunda áratugnum tók ađ gćta vaxandi yfirstéttarmenningar hér á landi og á fimmtán árum hefur orđiđ sú ţróun ađ ráđherrar koma helst ekki í sjónvarp ef ţeir eiga von á ađ mćta ţar einhverju andófi.

Í fljótu bragđi má segja ađ viđbrögđ fjölmiđlanna hafi veriđ ađ gefast upp. Ţeim líkađi ţetta vitaskuld illa fyrst enda ekki beinlínis ţeim í hag. Niđurstađan varđ samt oftast sú ađ ţrátt fyrir allt mögl og múđur létu ţeir ţetta yfir sig ganga. Og núna í lok ágúst má segja ađ ţessari ţróun hafi endanlega lokiđ ţegar Páll Magnússon útvarpsstjóri brást viđ gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar á ţessa ţróun međ ţví ađ kalla ţađ „broslega verđbólgna notkun á orđum“ ađ segja ađ Ríkisútvarpiđ ţjóni valdinu.

Ţví miđur er ekkert broslegt viđ undirlćgjuhátt Páls Magnússonar. Hann er dćmi um fjölmiđlamann hins nýja tíma sem ekki ađeins hefur enga burđi til ađ andćfa svipunni heldur fagnar hann henni beinlínis og biđur um meira. Páll var handvalinn af menntamálaráđherra í embćtti sitt og hefur síđan veriđ málsvari hennar í málefnum Ríkisútvarpsins af slíkum ákafa ađ engum heilvita manni dettur í hug ađ Ríkisútvarpiđ sé sjálfstćtt gagnvart ráđherra ađ neinu leyti. Sú var tíđ ađ útvarpsstjóri var álitinn nokkurn veginn sjálfstćđur embćttismađur en Páll er hreinlega undirmađur ráđherrans.

Og nú er komiđ á daginn ađ Páll Magnússon er ekki ađeins ađstođarmađur ţessa eina ráđherra heldur beinlínis allra ráđherra í ríkisstjórninni. Ţetta er í samrćmi viđ hinn nýja skilning sem orđiđ hefur til á valdatíma Sjálfstćđismanna seinustu fimmtán árin, ađ embćttismenn séu fyrst og síđast ţjónar ráđherrans en ekki ţjónar samfélagsins, eins og ţeir voru áđur.

Ţetta leiđir vitaskuld til ţess ađ ţegar ný ríkisstjórn tekur viđ verđa menn eins og Páll Magnússon álíka gagnslausir í starfi og hinir formlegu ađstođarmenn sem hverfa úr starfi međ ráđherrum sínum. Ţeirra starf hefur snúist um ađ framfylgja skipunum og umfram allt um ađ láta ráđherrann líta vel út. Sem er vissulega snautlegt hlutskipti arftaka Jónasar Ţorbergssonar, Vilhjálms Ţ. Gíslasonar og Andrésar Björnssonar, manna sem ekki tóku ţátt í pólitísku karpi eđa skipuđu sér jafn afgerandi í liđ og Páll Magnússon hefur nú gert.

Senn koma alţingiskosningar og ţegar útvarpsstjóri hegđar sér eins og hann sé ađstođarmađur ráđherra myndast vitaskuld skekkja í lýđrćđinu. Getur fólk treyst fréttunum sem ţessi mađur les upp? Hefur hann ekki beina hagsmuni af ţví ađ verndarar hans sitji í embćtti sem lengst? Ţađ er ástćđa til ađ hvetja fólk til ađ tortryggja fréttir Ríkisútvarpsins í ađdraganda kosninga ţví ađ yfirmađur ţessarar stofnunar er ekki sjálfs sín herra.

Núna er stefnt ađ nýjum lögum um Ríkisútvarpiđ. Best vćri ađ hiđ pólitíska útvarpsráđ yrđi nú afnumiđ og í stađ ţess tćki viđ hópur manna sem nyti trausts um samfélagiđ allt, ekki ađeins í Valhöll. Um leiđ ţarf ađ hćtta ađ skipa pólitísk gćludýr yfir stofnunina. Ađstođarmađurinn verđur varla langlífur í starfi og nćsti útvarpsstjóri ţarf ađ hafa bein í nefinu og traust annarra en valdhafanna.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur