Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Rómanska Ameríka   

Ecuadorstjórn sveigir enn lengra til vinstri

3.10.2006

Óhćtt er ađ segja ađ frá ţví ađ Lucio Gutierrez hrökklađist frá völdum í Ecuador á síđasta ári og varaforseti hans, Alfredo Palacio, tók viđ embćttinu, hafi ríkisstjórn landsins sveigt allmikiđ til vinstri. Ţannig var umtalsverđum fjármunum, sem ćtlađir voru til ađ treysta svokallađan efnahagslegan stöđugleika, variđ til ađ efla menntun og heilsugćslu í landinu ţvert á tilmćli lánardrottna. Nýjasta skref stjórnarinnar í Quito í sömu átt hefur valdiđ miklu fjađrafoki í fjármálalífi landsins og er orđiđ mál málanna í kosningabaráttunni sem nú er í algleymingi ţví nýr forseti verđur kjörinn eftir ađeins 12 daga.

Allt fram á 7. áratug síđustu aldar var landbúnađur undirstađan efnahagslífsins í Ecuador en ţá fundust býsna auđugar olíulindir í regnskógahéruđum landsins. Olíuiđnađurinn varđ ţví fljótlega ţungamiđjan í atvinnulífi ţessa fátćka lands sem selur nćstmest allra Suđur-Ameríkuríkja af óunninni olíu til Bandaríkjanna. En líkt og víđast hvar í álfunni var afrakstri auđlindanna herfilega misskipt. Spćnskćttađir hirtu bróđurpartinn en frumbyggjar og afkomendur afrísku ţrćlanna í Ecuador voru ađ mestu settir hjá – samkvćmt hefđinni.

Fylgjendur ríkisstjórnar Alfredo Palacio líta svo á ađ nú eigi ađ leiđrétta ţessi gömlu rangindi og skipta ágóđanum á sanngjarnari hátt. Ađgerđirnar hljóta ađ teljast býsna róttćkar ţví tekjuskattur á erlend olíufyrirtćki verđur hćkkađur úr 20% í 50% og samningi um vinnsluleyfi bandaríska olíufélagsins Occidental í landinu hefur veriđ rift eftir rúmlega hálfs árs ţref um breytingar á ţeim samningi.

Ljóst ţykir ađ fyrirmyndin ađ helmingaskiptum heimamanna og erlendra olíufyrirtćkja sé sótt til Venezúela. Stjórnvöld segja tímabćrt ađ hinn raunverulegi eigandi olíulindanna, íbúar Ecuador, njóti gróđans af vinnslunni og skattlagningin taki miđ af hćkkandi olíuverđi á heimsmarkađi.

Ţrátt fyrir ađ talsmenn flestra olíufyrirtćkjanna og ýmsir framámenn í olíuiđnađi landsins hafi gagnrýnt ţetta harkalega og sagt augljóst ađ nćsta ríkisstjórn muni samstundis fella hin nýju lög úr gildi, hefur enginn forsetaframbjóđendanna ţrettán lýst sig andvígan ađgerđum stjórnarinnar. Meira ađ segja eftirlitsstofnun á vegum Alţjóđabankans hefur vísađ frá kćru fjárfesta á hendur ríkisstjórn Ecuador fyrir samningsrof og eignaupptöku.

Ađ líkindum mun ríkisolíufélagiđ PetroEcuador taka viđ vinnslusvćđum Occidental, sem sumir segja ađ hafi á sínum tíma fengiđ auđugustu svćđin til afnota. Ýmsum fleirum hefur reyndar veriđ bođiđ til samstarfs um vinnsluna, ţar á međal Pemex í Mexíkó og hinu brasilíska Petrobras, enda er mikiđ af búnađi PetroEcuador komiđ til ára sinna svo ekki sé meira sagt.

Hvađ sem ţví líđur er ljóst ađ heimamenn í Ecuador hafa ríka ţörf fyrir aukinn skerf af olíugróđanum. Allt ađ 60% landsmanna eru talin búa viđ fátćkt, viđskiptahalli er viđvarandi ţrátt fyrir olíuútflutninginn og erlendar skuldir ađ sliga ríkissjóđ sem ćtlađ er ađ standa undir bćttum lífskjörum almennings í landinu.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur