Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Stéttabarátta   

Viđ ţurfum öđruvísi flokk

6.10.2006

Ég hef sagt mig úr Vinstrihreyfingunni – grćnu frambođi (VG) og hér fylgir nokkurs konar greinargerđ. Ţađ er ekki dramatísk ákvörđun af ţví stuđningur minn viđ VG hefur veriđ takmarkađur og skilyrtur allt frá ţví ég hikandi skráđi mig í nýstofnađan flokk. Ég er ekki ađ blása til alhliđa baráttu gegn flokknum, m.a. af ţví ekki er fyrir hendi annar skipulegur valkostur fyrir mann eins og mig, en ţetta er yfirlýsing um ađ ţörf sé á slíkum valkosti.

Eftir nokkur mótunarár sést ţróunarstefna VG dável. Flokkurinn er í flestum meginatriđum arftaki Alţýđubandalagsins. Hann sćkist nú (í upphafi haustţings) formlega eftir ríkisstjórnarsetu međ hinum stjórnarandstöđuflokkunum tveimur. VG er grćnn, kratískur hentistefnuflokkur. Ég amast alls ekki viđ grćnum áherslum en íslensk alţýđa ţarf byltingarsinnađan verkalýđsflokk. Ástćđur ţess ađ ég tel mig ekki eiga heima innan flokksins má sundurliđa lítillega.

A) Kratískur hentistefnuflokkur eins og VG setur sér ekki ţađ mark ađ afnema kapítalismann á Íslandi. Hann telur fólki trú um ađ íslenska kapítalismanum megi stjórna alţýđunni í hag og býđst til ađ stjórna honum „betur en íhaldiđ“, m.a.s. án ţess ađ ganga á hagsmuni auđstéttarinnar. Flokkurinn á sér enga greiningu á kapítalismanum sem kerfi, ţví síđur ađ hann hafi sett neins konar sósíalisma á dagskrá. Hann stefnir ennfremur á braut stéttasamvinnunnar sem gengur út frá ţví ađ landsmenn allir hafi sameiginlega hagsmuni.

B) Kratískur hentistefnuflokkur – ţó grćnn sé – byggir á smáborgaralegri afstöđu enda er félagslegi grunnurinn undir flokknum fyrst og fremst mennta- og millistétt. Forystumenn flokksins tala sjaldan um verkalýđsstéttina og ekki um stéttir yfirleitt. Starf hans međal verkalýđs er afar lítiđ. Verkalýđssinnar hafa lengi sagt ađ mannkynssagan sé saga um stéttabaráttu og leiđin til ţjóđfélagslegra markmiđa alţýđu muni enn sem áđur liggja gegnum stéttabaráttu. Ţeir skilgreina verkalýđsstéttina (sem má ef menn vilja kalla launamannastétt eđa eitthvađ annađ) sem framsćkna stétt sem međ hjálp stéttvísi og međ ţví ađ treysta á eigin samtakamátt verđi ađ taka forystu í samfélaginu og skapa ţjóđfélag fyrir fólk. Smáborgaralega afstađan (sem reyndar gegnsýrir íslenska verkalýđshreyfingu) byggir hins vegar á líknarhugsun. Ađ ţví marki sem umbótaflokkur međ ţá stéttarafstöđu sinnir kjaramálum launafólks talar hann um ađ lagfćra hlut „hinna lćgst launuđu“ eđa styđja „litla manninn“ eins og mannúđlega hugsandi miđstéttarfólk hefur löngum talađ.

C) Kratískur hentistefnuflokkur gengst inn á ţann ramma um stjórnmálabaráttu sem borgarastéttin hefur smíđađ sér og gerist hreinrćktađur ţingpallaflokkur. Borgarastéttin elur á ţeirri blekkingu ađ valdiđ í samfélaginu hvíli á ţjóđţinginu og óskastađa hennar er ađ ţingpallabaráttan dragi til sín ţá athygli og krafta međal alţýđu og andófsafla sem gćtu annars komiđ fram á ţeim sviđum samfélagsins sem kćmu henni verr. Ţingpallaflokkur eins og VG gengst inn á ţessa blekkingu og keppist viđ ađ beina athygli fólksins ađ ţeirri hringleikasýningu eins og framtíđin ráđist ţar. Hann skrifar upp á ţá lygi ađ hćgt sé ađ ná árangri gegn auđstéttinni án ţess ađ alţýđan sćki hann sjálf međ ţví ađ efla samtök sín, ađ til sé einhver ţingpalla- og ráđherraleiđ framáviđ fyrir alţýđuna, ađ kjarabćtur komi „upp úr kjörkössunum“ o.s.frv. og hjálpar ţannig viđ ađ blinda fólk. Ţađ er virkur stuđningur viđ hiđ stéttarlega valdakerfi borgarastéttarinnar. Í raun er VG ennţá gírađari inn á ţrönga ţinpallabaráttu og minni grasrótarflokkur en t.d. fyrirrennarar hans í Alţýđubandalaginu voru, ađ ég ekki tali um Kvennalistann.

D) Kratískur andófs- og umbótaflokkur er í raun valdalaus umbótaflokkur. Alţýđan hefur ekkert valdatćki annađ en samtök sín. Andófsflokkur í kapítalísku samfélagi getur ađeins sótt afl sitt í stéttabaráttu, hagsmunasamtök međal alţýđu og virkar alţýđuhreyfingar. Andófsflokkur sem gerir ţađ ekki hefur ekkert nema talandann, ekkert afl til ađ setja á bak viđ kröfur sínar. Ef orustur tapast í áróđursstríđi og viđhorfi almennings tekur hentistefnuflokkur ţann kost ađ strika yfir gömlu baráttumálin. Herstöđvarmáliđ var virkt baráttumál hjá íslenskum vinstrikrötum fram yfir 1970 (brottför hersins var t.d. forsenda stjórnarsamstarfs). Eftir ađ máliđ gufađi upp hjá vinstri stjórninni 1971–74 varđ ţađ ađ ekki-máli. Baráttan gegn EES var stórmál 1992 en tapađist og varđ ađ ekki-máli. Baráttan gegn einkavćđingu bankanna (eđa t.d. bćjarútgerđa) var stórmál en tapađist og ţá var bara strikađ yfir hana. Kratískur umbótaflokkur er dćmdur til valdaleysis og stöđugs undanhalds, frá einu varnarvígi til annars – nema međ ţví ađ gangast inn á skilmála auđstéttarinnar og leita valda í stjórnkerfi hennar.

E) Leiđ hins kratíska hentistefnuflokks liggur gegnum stéttasamvinnustefnu yfir í ţađ ađ verđa enn ein valdastođ auđsins. Viđ sjáum ađ VG er ađ breytast úr einhvers konar andstöđuhreyfingu gegn markađhyggjunni (sem Samfylkingin ađhyllist) og taka stefnu á ađ verđa valdaflokkur. Hann bođar samstarf viđ Samfylkinguna međ stefnu á eitthvađ sem hann kallar velferđarstjórn. Leiđin fram á viđ hlýtur ađ markast af stéttasamvinnustefnu. Í hjólför Alţýđubandalagsins sem rann í hjólför Alţýđuflokksins. Ţeir flokkar byrjuđu sem einhvers konar verkalýđsflokkar en létu svo af öllum kröfum um afnám kapítalismans og ćtluđu bara ađ reka hann „betur en íhaldiđ.“ Enda fćr stjórnmálaflokkur í hinu pólitíska kerfi auđvaldsins ekki ađ komast í ríkisstjórn nema hann fyrirfram lofi ađ hlýđa meginreglu auđvaldsins: ađ tryggja íslenskum kapítalistum „ásćttanlega arđsemi peninganna“. Hann verđur ţá ađ yfirgefa sinn fyrri stéttarlega grundvöll og tengja sig hagsmunum íslenskrar borgarastéttar. Engin millileiđ er til. Stéttasamvinnan leiđir hann á endanum í ţá stöđu ađ verđa varđhundur fyrir hagsmuni auđstéttarinnar.

F) Ađeins um atvinnustefnu: Í hinni réttmćtu og brýnu baráttu gegn stóriđjustefnu stjórnvalda hefur VG ţá afstöđu ađ fólk ţurfi bara „eitthvađ annađ“ og möguleikarnir séu óteljandi. Ađ stóriđjustefnan byggist einkum á hugmyndafátćkt og ţröngsýni. Ađ stjórnvöld skorti peningavit! Ţađ er undarlegt viđhorf, enda bull. Ţađ eru markađslögmál kapítalismans sem ráđa ferđinni. Ţađ eru ţau sem eru hugmyndafátćk. Ţau hafa nú leitt Íslendinga inn á tvö meginsviđ í framleiđslu, sviđ ţar sem auđvaldiđ telur sig helst geta grćtt í alţjóđlegri samkeppni vegna íslenskrar sérstöđu: í fiskveiđum/fiskiđnađi (sem nýtur vissrar landfrćđilegrar verndar) og rafmagnsframleiđslu og orkusölu fyrir orkufreka stóđiđju. Stóriđjustefnan samrćmist heildarhagsmunum íslensks stórauđvalds ţótt ţađ gildi ekki um allar deildir og hópa ţess. Efnahagslögmál kapítalismans ákvarđa leikreglurnar. Ađ gangast inn á hina ríkjandi skilmála, undirgangast reglurnar frá WTO og EES en tala eins og ţessar reglur séu ekki til er barnalegt. Reglur sem dćma alla okkar framleiđslu til samkeppni viđ láglaunasvćđi í Evrópu eđa kínverskar ţrćlabúđir dćma okkur jafnframt inn á afmarkađa bása og inn í sífellt einhćfara framleiđslulíf. Ţađ er mikill vandi ađ koma á fót framleiđslu á Íslandi sem er gróđavćnleg í óheftri alţjóđlegri samkeppni sem bannar alla vernd. Til ţess ţyrfti róttćkar breytingar á gangverki samfélagins (m.a. hafna EES og WTO), uppgjör viđ markađslögmálin ađ einhverju marki og ţađ er ekkert sem VG ćtlar sér út í.

G) Ţegar VG-fólk er spurt : „Hvađ annađ en stóriđju?“ nefnir ţađ jafnan ferđamannaiđnađinn. Eins og viđ ćttum öll ađ fara ađ lifa á ferđamennsku. Ţetta eru meinleg örlög: Eftir ađ íslenskir vinstrimenn lögđu stéttapólitík á hilluna (og eftir sögulegan sigur frjálshyggjunnar) og hćttu ađ kalla sig fulltrúa stéttarhagsmuna gera ţeir sig nú ađ fulltrúum einnar atvinnugreinar. Ţeir hrósa happi ef ţeir fá atvinnurekendur úr ţeirri grein í frambođ fyrir flokk sinn. Ţó er sú grein ekkert minna kapítalísk en stóriđja eđa ađrar greinar. Ţađ er ađeins eitt dćmiđ um ţá lítilţćgu afstöđu ađ ađlaga sig ađ kerfinu, markađskerfinu og innri átökum markađsaflanna, en ţurfa ekki ađ hafna kerfinu sjálfu. Ţađ er augljóst ađ stóriđjan og ferđamálakapítaliđ hafa í mörgu mjög ólíka hagsmuni og sjálfsagt er mun útlátaminna ađ ganga í liđ međ einni fjármálablökkinni hérlendis í baráttu gegn annarri en ađ ráđast gegn auđvaldinu í heild.

H) VG mun ekki fá ađgang ađ ríkisstjórn nema lofa ađ tryggja hagsmuni íslensks stórauđvalds. Til ţess yrđi flokkurinn ađ láta af mjög ósveigjanlegri afstöđu í stóriđjumálum, sem verđur honum líklega erfitt. Einnig verđur hann ađ styđja eđa láta kyrrt liggja heimsvaldasinnađ brölt íslensks fjármagns (útrásina), kvótakerfiđ, EES-ađild, NATO-ađild, opinbert og leynilegt samstarf í öryggismálum viđ bandarískar leyniţjónustur og herstjórn og gleypa einn og annan slíkan úlfalda.

Ég felli hér niđur mál mitt. Ég hef áđur átt í gagnlegum skođanaskiptum viđ menn á Múrnum. Ég tek fúslega ţátt í umrćđu um ţessi og önnur málefni vinstri manna, bćđi innan VG og í nćsta nágrenni. Ég hvet VG-fólk til ađ sýna ađ ţađ ađhyllist umrćđustjórnmál. Okkur veitir ekki af umrćđunni, bćđi um hugsjónir okkar og ţađ hvernig haga beri baráttunni.

Ţórarinn Hjartarson


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur