Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Íslandssaga   

Manstu gamla daga?

27.10.2006

Í tilefni ţess ađ ritstjórn Morgunblađsins notar sína nafnlausu Staksteina til ađ hvetja til upprifjunar á sögunni og ţó sérstaklega leiđurum Ţjóđviljans hefur Múrinn sett saman litla getraun úr sögu 20. aldar. Hérna koma nokkrar laufléttar spurningar:

1. Hver var afstađa Ţjóđviljans til innrásar Sovétstjórnarinnar í Ungverjaland 1956?

2. Hvađa samtök og stjórnmálaflokkar héldu mótmćlafund á Lćkjartorgi í ágúst 1968 og hvert var tilefniđ?

3. Hvađa íslenskur stjórnmálaflokkur hefur aldrei mótmćlt neinu ofbeldisverki Bandaríkjastjórnar nokkurs stađar í heiminum?

4. Ungliđahreyfing hvađa stjórnmálaflokks beitti vopnum viđ alţingishúsiđ 30. mars 1949?

5. Einn mađur sem tók ţátt í átökum viđ alţingishúsiđ 30. mars 1949 hafđi hlotiđ dóm fyrir stríđsglćpi. Hvernig var ađild hans ađ átökunum háttađ?

6. Hvađ hét dómsmálaráđherrann sem skömmu áđur lagđi ofurkapp á ađ fá ţennan dćmda stríđsglćpamann leystan úr haldi í Noregi og sendan heim til Íslands?

7. Lögreglustjórinn í Reykjavík, sem tók ákvörđun um ađ beita táragasi gegn mótmćlendum 30. mars, starfađi í ćsku innan íslensks stjórnmálaflokks. Hvađa flokks?

8. Hvađ hét menntaskólaneminn sem stóđ fyrir málfundi um Mussolini í Menntaskólanum í Reykjavík á 3. áratugnum ţar sem átti ađ kynna „ţennan merka stjórnmálamann“?

9. Hvađa íslenskur stjórnmálamađur hafđi sérstakt dálćti á Otto von Bismarck?

10. Hvernig vildi Otto von Bismarck leysa helstu ágreiningsmál samtíma síns?

11. Hver var kallađur „smurđur Moskvuagent“ í leiđara Morgunblađsins áriđ 1948 og hvađa embćtti gegndi hann síđar?

12. Í hverju fólst „lausn landhelgisdeilunnar“ sem olli ótta viđ „óspektir“ 1961?

13. Eru mótmćlafundir bannađir á Íslandi? Voru ţeir bannađir áriđ 1963?

14. Hvers konar stjórn sat í Grikklandi áriđ 1968? Hvađa erindi átti fulltrúi ţeirrar ríkisstjórnar til Reykjavíkur í júní sama ár?

15. Hvađa dagblađ í Reykjavík spáđi ţví áriđ 1983 ađ Sovétríkin myndu gera innrás í Evrópu ađ ári? Rćttist sú spá?

16. Hvađa íslenski stjórnmálamađur, síđar forsćtisráđherra, sagđi á vormánuđum 1989 ađ huga mćtti ađ brottför bandaríska hersins daginn sem Berlínarmúrinn félli?

17. Hvers vegna var félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn kallađ „glórulausir kommúnistar“ í Morgunblađinu 1951?

18. Áriđ 1954 fékk fyrirtćkiđ Íslenskir ađalverktakar einkarétt á framkvćmdum fyrir setuliđiđ á Keflavíkurflugvelli. Lengst af hét forstjóri fyrirtćkisins Thor Ó. Thors. Hver voru fjölskyldutengsl hans viđ Ólaf Thors, forsćtisráđherra og formann Sjálfstćđisflokksins?

19. Hvađa dagblađ í Reykjavík sendi ritstjórnarfulltrúa sinn, og síđar ritstjóra, til Bandaríkjanna á 7. áratugnum til ađ hann gćti kynnt sér umrćđuna um Víetnamstríđiđ ţar vestra af eigin raun en treysti sér ekki til ađ birta niđurstöđur hans?

20. Hvađa dagblađ varđi hernađ Bandaríkjamanna í Víetnam lengst allra blađa í Evrópu?

fd/hfţ/kj/sh/sj/sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur