Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Dauđastríđ Framsóknar   

Til hvađa örţrifaráđa mun Framsóknarflokkurinn grípa?

14.11.2006

Í sumar var mikiđ rćtt og ritađ um vanda Framsóknarflokksins í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Framsóknarvandinn var greinilega ekki tímabundinn og fylgi flokksins dalar nú međ hverri könnuninni á fćtur annarri. Jafnvel ţótt nýjasta skođanakönnun Fréttablađsins sé ómarktćk bendir margt til ađ Framsóknarflokkurinn er hćgt og bítandi ađ deyja út.

Sjúkdómsgreiningin er flestum augljós, nema kannski forystu flokksins. Framsókn stillir sér upp sem borgaraflokki međ félagshyggjuáherslur. Fyrir kosningar reynir hún iđulega ađ gefa af sér ţá mynd ađ hún sé mannúđlegur Sjálfstćđisflokkur og leggur áherslu á „mjúku málin“. En allar félagshyggjuáherslur Framsóknar gufa upp í stjórnarmyndunarviđrćđum og eftir stendur pólitík ţar sem Sjálfstćđisflokkurinn rćđur ferđinni en Framsókn fćr í stađinn titla og tíma í sjónvarpi. Eins og Stefán Ólafsson hefur bent á er Ísland á jafn hrađri leiđ til hćgri og Bandaríkin voru á tíma Ronalds Reagan og Chile var ţegar Augosto Pinochet var ţar einráđur. Á sama tíma er helmingurinn af ráđherrum Íslands úr flokki sem fékk 17% fylgi í síđustu kosningum og rćđur í reynd nćstum engu um stjórn landsins.

Í raun er ađeins ein ástćđa eftir til ađ kjósa Framsókn: Ađ sjá Framsóknarmann tala fyrir stefnu Sjálfstćđisflokksins ţegar Sjálfstćđismenn ţora ţađ ekki sjálfir. Ţađ er nefnilega óvinsćlt ađ slást viđ öryrkja, sökkva náttúruperlum, styđja árásarstríđ í Írak, fjársvelta skóla og auka ójöfnuđ međ skattabreytingum í ţágu ţeirra sem mest eiga. Framsókn er fallbyssufóđur fyrir harđa hćgristefnu Sjálfstćđisflokksins og á ekkert betra skiliđ svo lengi sem hún tekur embćttin fram yfir áhrifin.

Spurningin er bara hvort Framsóknarmenn séu svo kokhraustir ađ ţeir treysti á ađ kjósendum finnist ţeir nógu andlitsfríđir og kjósi ţá af ţeirri ástćđu einni ađ geta átt von á ţví ţeir birist á sjónvarpsskjánum nćstu fjögur árin. Ég held ekki, og tel nćstum öruggt ađ Framsóknarflokkurinn muni heyja sársaukafullt dauđastríđ međ ţví ađ grípa til eins eđa fleiri örţrifaráđa. Líklega munu ţau beinast ađ íbúum höfuđborgarsvćđisins. Viđ fengum forsmekkinn af ţví fyrir síđustu kosningar ţegar flokkurinn talađi fyrir hinum glórulausu 90% húsnćđislánum sem allt fjármálafólk er nú sammála um ađ hafi virkađ sem olía á eldinn í efnahagsmálum.

En hvernig gćtu slík örţrifaráđ Framsóknar litiđ út?

1. Krafa um inngöngu í Evrópusambandiđ og/eđa upptöku Evrunnar. Ţađ er ađ vísu í hrópandi mótsögn viđ „ţjóđhyggju“ Jóns Sigurđssonar, en mótsagnir mega sín lítils ţegar stjórnmálamenn eiga á hćttu ađ missa ţingsćti sín (eins og „íhaldssemi“ Frjálslyndra í innflytjendamálum er nýlegt dćmi um).

2. Róttćkar breytingar á skattkerfinu, og ţá sennilega međ einhverskonar „endurgreiđslu“ til ađ skattgreiđenda. Fyrirmyndina má sćkja til síđustu sveitarstjórnarkosninga, ţar sem meirihlutar Sjálfstćđisflokksins sendu kjósendum ávísanir stuttu fyrir kosningar, eđa vestur til Bandaríkjanna ţar sem George W. Bush lofađi kjósendum 300 dollara skattaendurgreiđslu í fyrri kosningabaráttu sinni um síđustu aldamót (fjórum árum seinna var hann kjörinn forseti landsins af meirihluta ţjóđarinnar).

3. Ýmis vinsćl smámál. Ţau gćtu átt ţađ sameiginlegt ađ vera áţreifanleg en um leiđ hafa tiltölulega lítil áhrif á heildarmynd stjórnmálanna. Lćkkun á eldsneytissköttum er ekki ólíkleg tillaga, eđa afnám skylduafborgunar til Ríkisútvarpsins. Ţau geta veriđ jafnvel enn minni, eins og ađ gera niđurhal á tónlist og kvikmyndum löglegt eđa auka hrađann á nettengingu landsmanna međ ţví ađ leggja nýjan sćstreng. Já, eđa einhverjar meldingar um stađsetningu flugvallar. Galdurinn felst svo í ţví ađ blása slík smámál upp í fjölmiđlum til ađ forđast ađ kosningabaráttan snúist um kjarkleysi Framsóknar í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Sá möguleiki er auđvitađ líka fyrir hendi ađ Framsókn telji sig ekki ţurfa á neinum vinsćldum ađ halda til ađ komast til valda eftir kosningarnar í vor. Björn Ingi Hrafnsson sagđi ţađ sjálfur međ bros á vör í viđtali ađ ef Frjálslyndir verđa óviđrćđuhćfir vegna stefnu sinnar í málefnum innflytjenda ţá „gerist ţađ, sem gerist alltaf eftir kosningar, ađ Framsóknarflokkurinn verđur í lykilađstöđu.“

Eins og svo margt annađ sem kemur frá forsvarsmönnum Framsóknarflokksins var ţetta sagt í hálfgerđu gríni. Ţegar sannleikurinn verđur of sorglegur er höfđađ til skopskynsins. En ţađ er ennţá sorglegra ađ Framsóknarflokkurinn er sjálfur náttúrulega bara djók – lélegur brandari sem engin vill lengur kannast viđ.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur