Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Fatlanir   

Ţađ má ekki bend’á lítinn kall

22.11.2006

Breski félags- og fötlunarfrćđingurinn Tom Shakespeare var gestur Kastljóssins í gćr. Ţar rćddi Brynja Ţorgeirsdóttir viđ hann um fötlun hans, fatlanir almennt og viđhorf samfélagsins til fatlađra.

Shakespeare er frćđimađur viđ Háskólann í Newcastle. Hann hefur skrifađ og ritstýrt fjölda bóka um fötlunarfrćđi og tengsl fötlunar og samfélags, auk ţess sem eftir hann liggur fjöldi styttri greina. Má sem dćmi nefna bókina The Sexual Politics of Disability og hina nýútkomnu bók Disability Rights and Wrongs.

Shakespeare er óvenju smávaxinn mađur, enda dvergur vegna erfđafrćđilegs afbrigđileika. Hann rekur fötlun sína ţó ekki ađeins til líkamlegs atgervis síns, heldur einnig og ekki hvađ síst til viđbragđa samfélagsins – ţess hvernig fólk bregst viđ óvenjulegu útliti hans og smćđ. Nefndi hann sem dćmi ađ ţrátt fyrir ađ hafa sterka sjálfsmynd og vera bara nokkuđ ánćgđur međ sjálfan sig fari ţađ ekki vel međ tilfinningar manns ađ hlegiđ sé ađ manni úti á götu eđa ađ bláókunnugt fólk stoppađi til ađ smella af ljósmynd.

Ţessi sýn Shakespeare á fötlun er um margt áhugaverđ. Hún gengur út frá ţví ađ fötlun sé annađ og meira en persónulegt vandamál hins fatlađa einstaklings, sem rekja megi til sjúkdóms, bćklunar eđa annarra einkenna í fari fólks. Ţess í stađ verđi fötlun til vegna viđbragđa samfélagsins viđ einstaklingum sem á einhvern hátt eru ólíkir ţví sem gengur og gerist. Ţađ hvernig annađ fólk bregst viđ viđkomandi og jafnvel stari á hann, láti hann finna ađ hann sé öđruvísi og geri hann ţví í raun fatlađan.

Hér á Íslandi hefur fyrst og fremst veriđ litiđ á fötlun sem afleiđingu einstaklingsbundinna, lćknisfrćđilega metinna einkenna sem sumt fólk hefur. Stundum er jafnvel gengiđ svo langt ađ tala um galla á fólki. Ţessi sýn á tilveruna er vitaskuld ţćgileg fyrir samfélagiđ, sem losnar ţannig viđ ađ horfast í augu viđ eigin fordóma og skort á víđsýni. En vćri ekki farsćlla ef sem flestir reyndu ađ tileinka sér hugmyndafrćđi Shakespears og gera sér grein fyrir ţví ađ hvađa marki vandamál fatlađs fólks stafi af samfélagslegum hindrunum og skilningsleysi annarra? Međ ţví móti myndum viđ eflaust öđlast fjölbreytilegra og betra mannlíf og auka um leiđ samfélagslega ţátttöku fatlađra til muna.

sţá


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur