Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Innflytjendamál   

Hverjir mótmćltu Hitler 1934?

2.12.2006

Viđ erum til í ađ kaupa rauđ nef, gleđjast, gleđja ađra, og á sama tíma veita bágstöddum börnum liđ. En ekki ađ opna landamćrin fyrir hinum sömu börnum. Mér finnst ţetta lykta af ţversögn, jafnvel hrćsni.

Sjálfsagt er ađ rćđa „málefni útlendinga“ - ţađ er beinlínis nauđsynlegt. Innflytjendur eru ţví miđur oft í erfiđri stöđu, skilja illa máliđ, skilja ekki kerfiđ og ţekkja ekki réttindi sín. Ţeir eru međ öđrum orđum tiltölulega einangrađir, útilokađir frá ţví ađ hafa áhrif í samfélaginu. Ţessu ćtti ađ breyta.

Af hverju eru ekki fréttaţćttir í Ríkisútvarpinu á pólsku og taílensku? Eru pólskumćlandi fulltrúar í verkalýđssamtökum? Í félagsmálaráđuneytinu? Hvar eru tengiliđirnir? Er ekki sjálfsagt ađ bjóđa nemendum upp á kennslu í sínu móđurmáli? Hér skal alls ekki dregiđ úr ţví ađ mjög mikilvćgt er fyrir börnin ađ fá góđa kennslu í íslensku líka, eins og öll skólabörn. En ţađ ćtti ekkert ađ vera ţví til fyrirstöđu ađ börn haldi viđ og ţroski sitt móđurmál - ţađ er reyndar mikilvćgt og er yfirleitt samfara betri árangri í öllum öđrum skólagreinum. Nú bárust ţćr fregnir í gćr ađ ráđinn hafi veriđ pólskukennari til grunnskólanna á Ísafirđi og Önundarfirđi og er ţađ vel ţótt seint sé, og mćttu önnur sveitarfélög fara ađ hugsa sinn gang. En ég hef ţađ ţví miđur á tilfinningunni ađ um ţađ bil 11% hvítra Íslendinga sem rekja ćttir sínar til Egils Skallagrímssonar séu ósátt viđ ţessa sjálfsögđu ráđningu.

Frá ţví ađ Magnús Ţór Hafsteinsson og Jón Magnússon komu út úr skápnum međ „áhyggjur“ sínar af „stjórnlausu flćđi“ útlendinga til landsins hefur veriđ einkennilegt ađ búa á Íslandi. Ég veit ekki hvort ég er staddur í heimildarmynd um Ţýskaland snemma á fjórđa áratug síđustu aldar eđa teiknimyndasögunni Maus. Verur sem líta út eins og manneskjur reynast, ţegar ţćr opna munninn, hafa allt ađrar hugmyndir um lífiđ á jörđinni en ég sjálfur. Ţađ telur sér trú um ađ hér á landi sé stórfellt vandamál, ađ fjöldi innflytjenda sé stórt vandamál - ekki fyrir viđkomandi útlendinga, sem njóta ekki sömu kjara og réttinda og innfćddir, heldur fyrir ţađ sjálft. Ţađ talar fjálglega um hrikaleg vandrćđi í Noregi, Danmörku og Hollandi, ţrjú af allra bestu löndum heims til ađ búa í - nánast fullkomin samfélög ef ekki vćru útlendingahatarar.

Hugmyndin um ađ viđ getum hér á ţessari eyju bara veriđ stikkfrí, langt frá heimsins vígaslóđ, ađ viđ höfum ekki skyldum ađ gegna viđ umheiminn, ađrar manneskjur, er siđlaus. Okkur ber algjör skylda til ţess ađ opna veislusalinn og bjóđa öđrum til borđs. Viđ erum ekkert rétthćrri hér, í krafti hreins blóđs, eđa svita og tára forfeđra okkar. Auđur okkar Íslendinga er skapađur í útlöndum eđa í samskiptum og viđskiptum viđ útlendinga. Viđ eigum ađ gera ţađ sem hćgt er til ađ bjóđa fólk velkomiđ.

ig


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur