Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Írak   

Stríđ, skilgreiningar og stađreyndir

6.12.2006

Stundum er talađ um ađ stjórnmálamenn séu jafn ólíkir og ţeir eru margir. En ein setning heyrist ţó ađeins úr röđum ţeirra sem virkilega ţrá ađ halda völdum:

„Ţessi ákvörđun var tekin á grundvelli ţeirra forsendna sem fyrir lágu á sínum tíma.“

Hún hljómar vel. Ţađ er ákveđin hrynjandi í henni sem er heillandi, og orđin eru svolítiđ flott. Ţar ađ auki er hún sönn – óháđ ţví hvađa ákvörđun er veriđ ađ tala um. Sem betur fer eru nefnilega allar ákvarđanir, alls stađar í heiminum og á öllum tímum teknar á grundvelli ţeirra forsendna sem fyrir liggja á ţeim tíma.

Ýmsar útgáfur af ţessari stađhćfingu fara nú ljósum logum um fjölmiđla í tilefni af umrćđunni um skilyrđislausan stuđnings ríkisstjórnarinnar viđ stríđiđ í Írak. Margir ţeirra Sjálfstćđismanna sem sóttust eftir frama í prófkjörum segja ađ ákvörđunin hafi veriđ rétt á sínum tíma. Fulltrúi Sjálfstćđisflokksins í utanríkismálanefnd, Drífa Hjartardóttir, orđađi hana svona: „ég held ađ á sínum tíma hafi menn tekiđ ákvörđun út frá ţeim stađreyndum sem ţá lágu fyrir.“ Og Geir Haarde, formađur sama flokks, er enn á sömu slóđum í sinni vörn fyrir stuđninginn viđ stríđiđ.

Hvađa stađreyndir er fólkiđ ađ tala um? Var ţađ stađreynd ađ Saddam Hussein byggi yfir gereyđingarvopnum? Svo sannarlega ekki. Eđa voru ţađ stađreyndir ađ innrásin myndi tryggja stöđugleika í Miđ-Austurlöndum og minnka hćttuna á hryđjuverkum á Vesturlöndum? Nei, ekki heldur. Ţetta vissu allir sem hlustuđu t.d. á vopnaeftirlitsmenn Sameinuđu ţjóđanna, og helstu sérfrćđinga heimsins um hryđjuverk og ástandiđ fyrir botni Miđjarđarhafs. Ţađ var aldrei neitt raunverulegt leyndarmál í íslenskum fjölmiđlum ađ rökstuđningur Bandaríkjastjórnar byggđist á fölskum forsendum, ţótt sumum bandarískumr og breskum fjölmiđlum hafi tekist ađ sannfćra fjölda manns í ţeim löndum. Yfirgnćfandi meirihluti Íslendinga, 75%, var andsnúinn Íraksstríđinu fyrir innrásina og enn fleiri, eđa um 84%, voru á móti ţví tćpum tveimur árum seinna.

Hvers vegna tala sjálfstćđismenn ţá um stađreyndir? Á ţví er í raun ađeins ein skýring og hún felst í ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn beitir eftirfarandi skilgreiningu í utanríkismálum: Fullyrđing telst vera stađreynd ef henni er haldiđ fram af stjórnvöldum í Washington.

En ţetta er ekki hinn áhugaverđi hluti umrćđunnar, ţví eins og ţeir sem svöruđu nýlegri getraun Múrsins rétt vita, ţá hefur Sjálfstćđisflokkurinn aldrei mótmćlt neinu stríđi Bandaríkjanna nokkurs stađar í heiminum. Áhugaverđi hlutinn kom fram í máli Valgerđar Sverrisdóttur, utanríkisráđherra, sem sagđi á dögunum ađ ef sama vćri upp á teningnum í dag hefđi hún „tekiđ sömu ákvörđun.“

Ţá vitum viđ ţađ. Forsvarsmenn beggja ríkisstjórnarflokkanna í utanríkismálum hefđu aftur látiđ blekkja sig út í stríđ ţótt yfirgnćfandi sönnunargögn bentu til ţess ađ ţađ vćri bćđi ólöglegt og óréttlćtanlegt. Blekkingin sem íslenskir ráđamenn urđu fyrir var ekkert annađ en sjálfsblekking.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur