Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Suđur-Ameríka   

Varđmenn síđasta vígisins

7.12.2006

Ekkert lát er á vinstrisveiflunni í Rómönsku Ameríku. Á dögunum bćttist Ecuador í hóp ţeirra ríkja sem kosiđ hafa vinstrisinna í forsetaembćtti ţegar hagfrćđingurinn Rafael Correa sigrađi milljarđamćringinn Alvaro Noboa örugglega í síđari umferđ kosninganna. Ţá má og nefna ađ Hugo Chavez burstađi nýlega mótframbjóđanda sinn í Venezúela og mun ţví sitja eitt kjörtímabil til viđbótar á forsetastóli í Caracas.

Til ţessa hefur hins vegar virst sem ekkert gćti ógnađ veldi hćgrimanna í Kólumbíu. Alvaro Uribe var endurkjörinn međ afgerandi mun í síđustu forsetakosningum og vinstriöflin hafa víđast hvar í landinu átt undir högg ađ sćkja, ţađ er ađ segja á ţeim svćđum ţar sem kosningar geta á annađ borđ fariđ fram. Borgarastríđiđ sem geisađ hefur í Kólumbíu í meira en 40 ár milli stjórnvalda og byltingarsinnađra skćruliđahreyfinga, hefur skiljanlega komiđ í veg fyrir eđlilega pólitíska starfsemi í mörgum héruđum í gegnum tíđina.

Nú eru viss teikn á lofti um ađ vígi hćgrimanna í Kólumbíu gćti hruniđ innanfrá á nćstum misserum. Líkt og fjöldamargir vinstrisinnađir stjórnmálamenn, gagnrýnir fjölmiđlar og öflugar mannréttindahreyfingar hafa löngum haldiđ fram, liggur nú fyrir ađ margir af forystumönnum hćgriflokkanna í landinu hafa átt náiđ samstarf viđ dauđasveitir á hćgrivćngnum í gegnum tíđina.

Ţrátt fyrir ađ ţetta mynstur sé gjörţekkt í velflestum löndum Suđur-Ameríku, hefur ţađ aldrei sannast í Kólumbíu fyrr en nú. Dauđasveitirnar voru settar á fót til ađ berjast međ stjórnarhernum gegn skćruliđahreyfingunum, einkanlega FARC og ELN. Bćđi ríkisstjórnir og herinn hafa alla tíđ svariđ af sér öll tengsl viđ dauđasveitirnar, sem oft og tíđum fóru algerlega sínu fram en mćttu ţó aldrei neinni andspyrnu af hálfu bandamanna sinna hjá hinu opinbera.

Nćr daglega koma upp úr kafinu ný nöfn háttsettra embćttismanna, pólitíkusa og annarra áhrifamanna sem höfđu sterk tengsl viđ forsvarsmenn kólumbísku dauđasveitanna um árabil. Ţannig voru sex áberandi stjórnmálamenn úr liđi forsetans kallađir til yfirheyrslu í einni og sömu vikunni – ţar á međal bróđir utanríkisráđherrans í ríkisstjórn Uribes – vegna samstarfs viđ vígasveitir sem sakađar eru um fjöldamorđ, aftökur og pyntingar ţúsunda óbreyttra borgara í Kólumbíu.

Líkt og oft vill verđa í málum af ţessu tagi vinda ţau upp á sig viđ hverja yfirheyrslu vegna ţess ađ flestir reyna ađ bjarga eigin skinni međ ţví ađ láta lögreglunni í té nöfn annarra sem hafi leikiđ stćrri hlutverk í glćpastarfseminni. Og máliđ teygir anga sína stöđugt hćrra í stjórnkerfinu og ţrengir ađ valdamestu mönnum landsins ţótt enn hafi ekkert komiđ fram sem bendlar Uribe sjálfan beint viđ ţessa starfsemi. Dauđasveitir kólumbísku yfirstéttarinnar hafa líka enn töluverđ ítök í stjórnmálum landsins og óvíst er ađ ţessum uppljóstrunum verđi leyft ađ fara alla leiđ í ţessari atrennu. Hitt er víst ađ Uribe og bandamenn hans geta ekki oftar biđlađ til kjósenda á ţeim forsendum ađ ţeir muni vernda almenning fyrir stríđandi fylkingum í landinu, ţegar fyrir liggur ađ ţeir áttu í slíku vinfengi viđ mafíuher sem í meira en áratug hélt stórum landsvćđum í heljargreipum međ hryđjuverkum og skipulegu ofbeldi gegn efnaminni íbúum ţessa olíuauđuga lands.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur