Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Tímatal   

Hvenćr koma áramót?

30.12.2006

Ţađ er hefđ fyrir ţví ađ líta á upphaf nýs árs sem sérstök tímamót, horfa yfir nýliđna fortíđ og skilgreina áriđ sem gengiđ er. Áramót eru náttúrulegur atburđur sem byggir á gangi jarđar um sólu en á hinn bóginn er ekkert náttúrulegt viđ ţađ ađ ţessi tímamót eigi sér stađ á mótum desembers og janúars.

Mánađaheitin sem viđ notum bera merki ţess ađ áramót Rómverja voru 1. mars. Hjá ţeim var desember tíundi mánuđurinn, eins og nafn mánađarins bendir til. Á miđöldum var áriđ hins vegar iđulega látiđ hefjast 1. september.

Í sumum menningarsamfélögum voru áramótin hreyfanleg. Hiđ forna kínverska ár hefst ţannig einhvern tíma í janúar eđa febrúar en mismunandi eftir árum. Ţađ var vegna ţess ađ Kínverjar miđuđu tímatal sitt viđ göngu tunglsins en bćttu viđ mánuđi á hlaupári í hvert sinn ţegar ţrettán ný tungl voru á milli vetrarsólstađa. Venjulegt ár hjá ţeim var ţví 353-355 dagar, en hlaupár 383-385 dagar.

Í löndum islam er miđađ viđ göngu tungls og mánuđir ţví hreyfanlegir miđađ viđ sólarár. Ţetta er ćvagömul hefđ ţví ađ fremstu stjörnufrćđingar fornaldar, Babylóníumenn, miđuđu ártöl viđ göngu tungls fremur en sólar. Egyptar tóku hins vegar upp sólarár, vegna ţess ađ ţađ hentađi betur til ađ fylgjast međ flóđum Nílar. Áriđ hjá Egyptum var 365 dagar, 12 mánuđir međ 30 daga og fimm helgidagar „utan mánađa“. Sólarár Egypta hafđi áhrif á tímatalsumbćtur Rómverja ţegar júlíanska tímataliđ var tekiđ upp áriđ 46 f. Kr. Ţađ breiddist svo út međ vexti Rómarveldis og síđar vegna kristinna áhrifa.

Íslendingar notuđu lengst af júlíanska tímataliđ en ţó ekki alla tíđ. Elstu fáanlegum heimildum ber saman um ađ á fyrstu öldum Íslandsbyggđar hafi veriđ notađ tímatal sem kennt var viđ Breiđfirđinginn Ţorstein surt, sem uppi var á 10. öld. Tímatal hans, gamla mánađataliđ, gerđi ráđ fyrir 52 vikum í ári og einni til viđbótar sjöunda hvert sumar. Ţannig var áriđ 364 dagar nema stundum var ţađ 371 dagur. Ţetta eru svipađar reglur og koma fram í bréfi Hammúrabís konungs í Babylon ţannig ađ Ţorsteinn surtur hefur veriđ á svipuđum brautum í tímaákvörđunum og helstu stjörnufrćđingar fornaldar.

Tímatal Ţorsteins surts hefur augljósa galla miđađ viđ júlíanska tímataliđ svo ekki sé minnst á arftaka ţess, gregóríska tímataliđ sem lögbođiđ var međal kaţólskra ţjóđa 1582 en ekki fyrr en 1700 međal mótmćlendaţjóđa. Samt sem áđur er gregóríska tímataliđ hvergi nćrri nákvćmasta tímataliđ sem miđar viđ sólarár. Majarnir í Miđ-Ameríku vissu t.d. af ţví ađ sólaráriđ vćri of stutt og ályktuđu út frá langtímamćlingum ađ sólaráriđ vćri 365.242036 dagar sem er nákvćmara en gregóríska tímataliđ.

Persneska dagataliđ var frá fornu fari miđađ viđ sólarár, enda Persar miklir áhangendur elds og sólar. Á 11. öld ákvađ soldáninn í Baghdad, Malik Shah, ađ samrćma ţetta forna dagatal tímatali islam. Stćrđfrćđingurinn Umar al-Khajjam, sem er kunnur sem ljóđskáld á Vesturlöndum, lagađi persneska dagataliđ og var leiđrétting hans lögtekin í ríki Seldsjúka. Ţannig fékkst nákvćmari dagsetning en í gregoríska tímatalinu, ţví ađ persnesku stćrđfrćđingarnir náđu fimm fyrstu aukastöfunum rétt ţannig ađ í persneska sólarárinu kemur fram villa á 3370 ára fresta, miđađ viđ 3330 í gregoríska tímatalinu.

Svo má auđvitađ hugsa sér allt ađrar leiđir til ađ reikna út ár önnur en ađ miđa viđ gang sólar eđa tungls. Eftir frönsku byltinguna reyndu hinir nýju valdhafar ađ vinda ofan af kristnum áhrifum. Ţeir voru mjög hrifnir af tugakerfinu og stćrđfrćđilegri nákvćmni ţess og ţví innleiddu ţeir tíu mánađa ár, tíu daga viku, tíu klukkustunda sólarhring, hundrađ mínútna klukkustund o.s.frv. Samkvćmt tíu daga vikunni skyldi tíundi dagurinn helgađur hátíđarhöldum ţar sem ýmsum vísindagreinum eđa hugtökum skyldi fagnađ.

Metnađarfyllsta tilraun til ađ endurskođa gregoríska tímataliđ í seinni tíđ var heimsalmanakiđ svokallađa, sem Sameinuđu ţjóđirnar sýndu mikinn áhuga á sjöunda áratugnum. Samkvćmt ţví voru allir mánuđir ársins 30 eđa 31 dagur, en svokallađur „heimsdagur“ var daginn eftir 30 desember og eftir 30 júní á hlaupárum. Ţeir dagar hefđu ekki talist vikudagar og ţví hefđi 1. janúar alltaf veriđ á sunnudegi.

Ekki fá allar góđar fyrirćtlanir brautargengi og áriđ 2007 mun ţví hefjast á mánudegi.

Greinin birtist í Fréttablađinu 30. desember.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur