Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Skattamál   

Nú er tími fyrir aukinn jöfnuđ

6.1.2007

Um áramótin hćkkuđu komugjöld mjög víđa í hinu opinbera kerfi. Heimsóknir á heilsugćslustöđina eru nú dýrari en áđur, sama má segja um heimsókn til sérfrćđings, eđa á slysadeildina, allt verđur nú dýrara en áđur. Sama má segja um ýmsa ţjónustu sveitarfélaga, ţannig hćkka alls kyns gjöld hjá ţeim, til ađ mynda leikskólagjöld og gjöld fyrir ţjónustu viđ eldri borgara.

Margumtalađar skattalćkkanir ríkisstjórnarinnar sem hún ţreytist seint á ađ hrósa sjálfri sér fyrir fara fyrir lítiđ ţegar tekiđ er tillit til allra ţessara hćkkana. Breytingin er sú ađ nú ţurfa ţeir sem síst skyldi ađ borga meira en ţađ eru ţeir sem af einhverjum orsökum ţurfa ađ borga fyrir lćknisţjónustu. Sama má segja um barnafólkiđ sem fćr ţarna reikning fyrir skattalćkkunum ţeirra sem mest hafa á milli handa. Ţannig hafa skattalćkkanirnar nefnilega virkađ. Ţeir sem hafa mestar tekjur af fjármagnstekjum borga auđvitađ minnst eđa 10 prósent og jafnvel eru dćmi ţess ađ ţeir sem eingöngu hafa fjármagnstekjur borgi ekkert útsvar og greiđi ţannig ekkert fyrir ţá ţjónustu sem ţeir samt nýta sér, hvort sem ţađ eru leikskólar, bókasöfn eđa gatnaframkvćmdir.

Ţannig hefur ríkisstjórninni tekist ađ búa hér til kerfi sem ýtir beinlínis undir misskiptinguna og í ofanálag er hún stolt af verkum sínum. Framsóknarflokkurinn, ţar sem margir ágćtir félagshyggjumenn hafa veriđ innandyra, ţegir ţunnu hljóđi á međan Sjálfstćđisflokkurinn hagrćđir skattkerfinu í ţágu ţeirra ríku en viđ hin, hvort sem viđ erum međaljónar eđa hreinlega fátćk, sitjum eftir og borgum brúsann.

Viđ í Vinstri-Grćnum viljum berjast gegn misskiptingunni. Sú barátta snýst ekki um ađ banna fólki ađ grćđa peninga eins og sumir pólitískir andstćđingar okkar vilja vera láta. Hún snýst um ađ stjórnvöld noti skattkerfiđ til ađ jafna ađstćđur og kjör fólks ţannig ađ ţeir sem minnst hafa borgi hlutfallslega minni skatta en ţeir sem mest hafa. Ţví er eđlilegt ađ hćkka skattleysismörk og persónuafslátt og lćkka ţannig skatta hjá ţeim sem lćgst hafa launin en ađ sama skapi er eđlilegt ađ hafa hćrri skatta á ţá sem grćđa milljónir á mánuđi.

Ţetta er mun eđlilegri tekjuleiđ fyrir ríki og sveitarfélög en ađ rukka almenning fyrir ţjónustu sem á ađ vera sjálfsögđ og eđlileg. Leikskólinn á ađ vera ókeypis fyrir öll börn og sama má segja um ţjónustu grunnskólans, hvort sem um er ađ rćđa skólamáltíđir eđa frístundaheimili.

Nú er tími til ađ breyta áherslum í skattamálum áđur en viđ fjarlćgjumst um of ţau jafnađarsjónarmiđ sem hér voru lengst af ríkjandi eftir seinna stríđ. Venjulegir Íslendingar skilja lítiđ í fagnađarlátum ríkisstjórnarinnar yfir sjálfri sér og skattalćkkunum sínum. Ţađ er ekki skrýtiđ ţegar í ljós kemur ađ sá sem lengst af leiddi ţessa ríkisstjórn telur sig til helstu fátćklinga landsins ţar sem ţingfararkaup sé auđvitađ sérlega lágt – eđa bara hálf milljón á mánuđi. Venjulegir Íslendingar hljóta ađ staldra viđ og velta fyrir sér hvort hagsmunum ţeirra sé ekki betur borgiđ međ nýjum stjórnvöldum ţar sem Vinstrihreyfingin – grćnt frambođ mun skipa lykilhlutverk og tryggja aukinn jöfnuđ í íslensku samfélagi. Sá tími er kominn.

Greinin birtist í Blađinu 5. janúar sl.

kj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur