Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Stríđ gegn hryđjuverkum   

Voru loftárásir ţađ sem Sómali vantađi helst?

10.1.2007

Ţađ eru ömurlegar fréttir ađ Bandaríkjaher skuli nú hafa bćst í hóp ţeirra sem keppast viđ ađ leiđa ţjáningar yfir almenning í Sómalíu međ sífelldu vopnaskaki. Fyrir voru sómalski stjórnarherinn, Eţíópíuher og hermenn Sambands íslömsku dómstólanna, sem til skamms tíma hafđi stóran hluta landsins á valdi sínu. Framlag Bandaríkjastjórnar til friđar og uppbyggingar ţar var afhent međ loftárásum, eins og svo oft áđur ţegar herveldiđ mikla leggur sitt af mörkum.

Sómalía er eitt fátćkasta land í heimi. Ţađ hefur veriđ plagađ af stríđsátökum og stjórnleysi, uppstyttulítiđ í meira en fimmtán ár. Langvinnir ţurrkar, međ tilheyrandi uppskerubresti, hafa lagst ţungt á fólk í sumum landshlutum. Bardagarnir hafa á köflum stađiđ í vegi fyrir matvćladreifingu og annarri hjálparstarfsemi í landinu.

Ţađ hefur veriđ einkennilegt ađ fylgjast međ framgöngu bráđabirgđastjórnarinnar í Sómalíu sem endurheimti mikinn hluta landsins á örskömmum tíma eftir ađ Eţíópíuher kom henni til hjálpar í síđasta mánuđi. Fyrst í stađ var ţví vísađ á bug ađ eţíópískir hermenn vćru í landinu en síđan sagt ađ ţarna hefđu „íslamistar fengiđ stríđiđ sem ţeir vildu“ og var ţá vísađ til ţess ţegar Dómstólasambandiđ skorađi á múslima ađ koma til Sómalíu og berjast međ ţví gegn stjórnarhernum og Eţíópíuher sem nytu stuđnings Bandaríkjanna. Hversu margir óbreyttir borgarar í Sómalíu skyldu hafa óskađ eftir ţessu stríđi?

Ţegar Eţíópíuher hafđi hrakiđ hermenn Dómstólasambandsins suđur ađ landamćrunum viđ Kenýa, gaf leiđtogi bráđabirgđastjórnarinnar út ţá yfirlýsingu ađ öllum vígamönnum sem afhentu vopn sín yrđu gefnar upp sakir. Jafnframt var óskađ eftir ţví ađ Kenýastjórn lokađi landamćrunum ţannig ađ engir slyppu nú úr landi. Ţá virtist ekkert skeytt um ţann fjölda flóttafólks sem ţangađ var kominn á leiđ úr landi til ađ forđast átökin.

Og svo hófst afar kunnuglegur kafli. Yfir merkimiđann sem á stóđ „íslamistar“ var settur annar međ áletruninni „al-Qaida“ og Bandaríkjaher gefiđ grćnt ljós. Átyllan er sú ađ frést hafi af mönnum sem taldir eru ábyrgir fyrir sprengjutilrćđum viđ bandarísku sendiráđin í Tansaníu og Kenýa fyrir rúmum átta árum.

Hús eftir hús, ţorp eftir ţorp og bćr eftir bć hafa horfiđ í sprengjuregni Bandaríkjahers í Afghanistan og Írak; allt hefur ţađ veriđ réttlćtt međ sama ţvćttingnum um „al-Qaida-liđa“ sem ţar hafi veriđ í felum. Međal ţeirra sem bandaríski flugherinn lagđi ađ velli í hinni mikilfenglegu árás á Sómalíu í fyrrinótt var fjögurra ára drengur.

Sómalíustjórn segir Bandaríkjaher hafa fullt leyfi til ađ gera árásir af ţessu tagi á landiđ. Ef sömu ađferđum verđur beitt ţar og í Afghanistan og Írak, kćmi ekki á óvart ađ gerđar yrđu miklar loftárásir á sunnanverđa Sómalíu í ţví skyni ađ ţurrka út liđsmenn Dómstólasambandsins sem sagt er ađ eţíópískar skriđdrekaherdeildir hafi króađ af viđ landamćrin ađ Kenýa. Og ţá verđur ekki hirt um óbreytta borgara sem verđa yfirleitt harđast úti í svokölluđum hátćknistríđum nútímans.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur