Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Byrgismáliđ   

Hverjir bera ábyrgđ á hneykslinu?

23.1.2007

Ţegar skýrsla Ríkisendurskođunar um málefni Byrgisins var gerđ áriđ 2002 var Árni Magnússon félagsmálaráđherra og helsti erfđaprins Framsóknarflokksins. Skýrslan var ekki gerđ opinber ţótt í henni hafi komiđ fram ađ fjármál Byrgisins voru í ólestri. Í framhaldinu var rekstri Byrgisins vissulega breytt, en ţó án ţess ađ stjórnvöld settu ţađ sem skilyrđi ađ forsvarsmenn ţess bćttu úr ţví sem miđur hafđi fariđ. Raunar höfđu stjórnvöld ekki einu sinni fyrir ţví ađ gera samning viđ Byrgiđ um ţađ hvađa ţjónusta skyldi veitt fyrir framlögin úr ríkissjóđi, sem nú er komiđ í ljós ađ voru um 200 milljónir á fjórum árum.

Ţegar Geir Haarde er svo spurđur út í ţađ hver beri ábyrgđina á ţví ađ almannafé sé sett í eitthvađ sem engin leiđ er til ađ vita hvort skili árangri, ţá kennir hann stjórnarandstöđuţingmönnum um. Ţeir hafi veriđ svo ćstir ađ gera eitthvađ í afvötnunarmálunum ađ stjórnvöld hafi neyđst til ađ veđja á Byrgiđ. Ţetta er nýstárleg hugmynd um ábyrgđ í stjórnmálum: Ábyrgđin liggur hjá ţeim sem tóku ekki ákvörđunina, en ţeir sem fóru međ völdin eru bara stikkfrí.

Ekki man ég heldur eftir ţví ađ stjórnarandstöđuţingmenn hafi sérstaklega óskađ eftir ţví ađ ríkisstjórnin dćldi peningum í óskilgreinda starfsemi kristilegs félags sem ekki hafđi neinum skyldum ađ gegna gagnvart hinu opinbera. Stjórnarandstađan hefđi sennilega veriđ sáttari viđ ađ auka framlög til annarra félaga í brýnni fjárţörf, til dćmis SÁÁ. Og raunar má minna á ađ ţađ var ekki stjórnarandstađan heldur annar stjórnarflokkurinn sem gerđi vímuefnavandann ađ kosningamáli á sínum tíma. Hver man ekki eftir slagorđinu „Til fjandans međ fíkniefnin“?

Ef Geir hefđi kćrt sig um ađ svara heiđarlega hefđi hann getađ bent á ađ ráđherrar Framsóknarflokksins bera ábyrgđ á ţví ađ hvorki var gerđur samningur viđ Byrgiđ né séđ til ţess ađ peningarnir fćru í ađ lćkna fíkla en ekki í bíla og farsíma handa forstöđumanninum. Ţađ eru félagsmálaráđherrar Framsóknarflokksins, fyrst Árni Magnússon, um mjög skamma hríđ Jón Kristjánsson og síđan Magnús Stefánsson, sem bera ábyrgđ á ţví ađ ţessum peningum sé ekki bara hent í hvađ sem er.

En sérstaklega áberandi er ţáttur ţriđja framsóknarmannsins, Birkis Jóns Jónssonar sem nú er formađur fjárlaganefndar. Hann var ađstođarmađur félagsmálaráđherra ţegar ráđuneytiđ gerđi úttektina áriđ 2002 og vissi ţví fullvel hvernig málum var háttađ hjá Byrginu. Hvorki hann né yfirmađur hans, Páll Pétursson, sáu ţó ástćđu til ţess ađ láta Ríkisendurskođun eđa fjárlaganefnd Alţingis vita.

En ţćtti Birkis Jóns lýkur ţó ekki ţar ţví ţegar hann varđ formađur fjárlaganefndar sá hann hvorki ástćđu til ţess ađ láta nefndina vita af ţessu né beita sér fyrir ţví ađ fjármál Byrgisins yrđu skođuđ áđur en ţví var úthlutađ meiru af almannafé. Til ađ trompa sjálfan sig í vitleysunni reyndist hann fljótur til ađ kenna Ríkisendurskođun – stofnuninni sem hann leyndi skýrslunni fyrir áriđ 2002 – um ađ hafa ekki fylgst nógu vel međ fjármálum Byrgisins!

Lengri útgáfan af svarinu viđ ţví hverjir bera ábyrgđ á hneysklinu í kringum fjármál Byrgisins er ţví ađ ţađ eru félagsmálaráđherrar Framsóknarflokksins og meirihluti fjárlaganefndar, međ Birki Jón Jónsson í fararbroddi en hann ber tvöfalda ábyrgđ og var í lófa lagiđ ađ upplýsa fjárlaganefnd um allt sem hún ţurfti ađ vita um fjármálaóreiđu ţessa styrkţega.

Styttri útgáfan af svari viđ sömu spurningu er: Framsóknarflokkurinn.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur