Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Menntamál   

Munum eftir framhaldsskólunum!

5.2.2007

Málefni framhaldsskólanna hafa veriđ talsvert til umrćđu á kjörtímabilinu. Ţví miđur hefur sú umrćđa ekki veriđ neitt sérstaklega frjó heldur hefur hún snúist nćr eingöngu um hugmyndir menntamálaráđuneytisins um ađ stytta framhaldsskólanám úr fjórum árum í ţrjú. Athygli vekur ađ ţessar hugmyndir hafa hins vegar lítt veriđ rćddar ađ undanförnu. Ţó eru litlar líkur á öđru en ađ ef núverandi ríkisstjórn heldur áfram og Sjálfstćđisflokkurinn fćr áfram ađ gína yfir menntamálaráđuneytinu verđi áformin um einhliđa niđurskurđ framhaldsskólans endurvakin eins og gamall og grár uppvakningur.

Ýmislegt má gera til ađ styrkja framhaldsskólanám í landinu. Brottfall úr framhaldsskóla er hér međ ţví hćsta sem gerist en um ţriđjungur nemenda fellur brott úr námi. Langflestir hćtta strax eftir eitt ár og vandinn er ţví augljós: Fyrir ţessa nemendur ţarf ađra valkosti en hefđbundiđ bóknám. Ţess vegna er mikilvćgt ađ efla iđnö og verknám og nýta til ţess allar ţćr hugmyndir sem settar hafa veriđ fram á undanförnum árum um ţađ. Vandinn er sá ađ ţćr kosta fé og ţví nćgir ekki ađ setja fram hugmyndir heldur ţarf pólitískan vilja til ađ hrinda ţeim í framkvćmd.

Ţá má einnig búa betur ađ hinu hefđbundna bóknámi. Víđa má bćta ađstöđu verulega og einnig styrkja nemendur til bókakaupa en ólíkt ţví sem gerist annars stađar á Norđurlöndum ţurfa nemendur hér ađ kaupa allar sínar skólabćkur sjálfir og ţćr eru margar fokdýrar. Ţá tel ég mikilvćgt ađ auka svigrúm framhaldsskólanna fyrir fjölbreyttar kennsluađferđir. Á framhaldsskólaaldri eru nemendur mjög opnir fyrir ólíkum hugmyndum og ađferđum og tilbúnir ađ reyna ýmislegt nýtt. Ţess vegna skiptir máli ađ ţeir hafi svigrúm til ađ velja sér námsgreinar utan viđ hinn hefđbundna kjarna og ađ sama skapi sé svigrúm innan kjarnafaga fyrir nýjungar og tilraunastarfsemi. Ţađ kostar ekki fé en vissulega kostar ţađ tíma.

Hugmynd stjórnvalda um styttingu framhaldsskólans átti ađ leysa öll vandamál ţessa skólastigs. Brottfall átti ađ minnka, valfrelsi ađ aukast, gott ef styttingin átti ekki líka ađ efla iđnnám og gefa svigrúm fyrir óhefđbundnar kennsluađferđir. Hvernig ţađ má vera ađ fćrri einingar í framhaldsskóla leysi ţessi mál og bćti menntun í landinu hefur hins vegar enn ekki veriđ skýrt. Umrćđan undanfarin ár hefur fremur bent til ţess ađ styttingin sé fyrst og fremst sparnađarađgerđ og algjörlega fjarri öllum hugmyndum um ađ hugsa heildstćtt um skólakerfiđ.

Ţá má ekki gleyma ţví ađ í núverandi kerfi geta nemendur í einingakerfisskólum lokiđ stúdentsprófi á ţremur og jafnvel tveimur árum og ţessi möguleiki er reyndar einnig fyrir hendi í bekkjarkerfisskólum ţó ađ hann sé minna nýttur ţar. Á sama tíma og grunnskólaáriđ er sífellt lengt og tekiđ upp einstaklingsmiđađ nám er auđvitađ sjálfsagt ađ gera mörk skólastiga sveigjanlegri en ţađ er fráleitt ađ bregđast viđ ţví međ ţví ađ skera framhaldsskólastigiđ einhliđa niđur. Fremur á ađ leyfa nemendum ađ ljúka grunnskólanámi fyrr, endurskođa hugmyndir um skólaskyldu og nýta faglega breidd framhaldsskólans til ađ gefa nemendum góđan grunn fyrir áframhaldandi nám sem og lífiđ sjálft.

Ţađ skiptir máli ađ í kosningum í vor verđi kosiđ um menntamál og öfluga framhaldsskóla fyrir alla. Til ţess ţarf nýjan hugsunarhátt.

Einnig birt á www.katrinjakobsdottir.is

kj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur