Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Kosningabaráttan   

Ćtlar Samfylkingin í ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum?

22.2.2007

Fyrir okkur sem höfum áhuga á ţví ađ mynduđ sé ríkisstjórn félagshyggjuflokka eftir nćstu kosningar kemur ţađ dálítiđ á óvart ađ framámenn Samfylkingarinnar skuli nú beina spjótum sínum af talsverđri hörku ađ ţeim flokki sem hann hefur hamast viđ ađ vera sammála ađ undanförnu.

Ţađ eru ekki liđnir nema nokkrir mánuđir síđan Samfylkingin tilkynnti ađ hún myndi reyna ađ fylgja Vinstrigrćnum eftir í náttúrverndarmálum. Vinstrigrćn hafa brugđist eđlilega viđ ţessum sinnaskiptum Samfylkingarinnar međ ţví ađ gagnrýna fyrst og fremst stjóriđjuflokkana tvo sem fara međ völdin og bera ábyrgđ á náttúruslysunum sem eru framundan. Eins og sjá má á bloggsíđum Samfylkingarinnar, einkum hjá leiđtoga flokksins í Kópavogi, hefur flokkurinn tekiđ annan pól í hćđina og ákveđiđ ađ einbeita sér ađ ţví ađ gagnrýna eina flokkinn sem alltaf hefur haft skýra stefnu í umhverfismálum. Svo dćmi sé tekiđ eru fimm af sex seinustu greinum leiđtoga Samfylkingarinnar í Kópavogi helgađar árásum á Vinstrigrćn og verđur varla séđ ađ ţessi stjórnmálamađur hafi áhuga á neinu öđru en ađ koma höggi á hinn stjórnarandstöđuflokkinn.

Nú er ţađ í sjálfu sér ekki skrýtiđ ađ leiđtogar Samfylkingarinnar geri allt sem ţeir geta til ađ koma í veg fyrir ađ umhverfisverndarsinnar kjósi umhverfisverndarflokk. Samfylkinguna hefur skort trúverđugleika í virkjanaumrćđunni frá upphafi og vill ţess vegna ađ umhverfisumrćđan snúist sem mest um stefnu og gjörđir annarra flokka. Sem vćri kannski í lagi ef gagnrýnin beindist ađ einhverju leyti ađ ríkisstjórnarflokkunum sem Samfylkingin ćtlar sér ađ koma frá völdum, fremur en ţeim flokki sem stendur Samfylkingunni nćst hvađ málefnin varđar og hefur hingađ til veriđ augljósasti samstarfsađili hennar í ríkisstjórn undir hennar forsćti.

Eđlilegt er ađ spyrja hvort ţetta sé vísbending um ađ Samfylkingin ćtli ađ stilla sér upp viđ hliđ hćgriflokkanna ţriggja, Sjálfstćđisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra, í kosningabaráttunni sem framundan er og gagnrýna félagshyggjuflokkinn vinstra megin viđ sig í stađ ţess ađ standa međ honum gegn ríkisstjórninni sem ber ábyrgđ á fátćkt, náttúruspjöllum og stuđningi viđ blóđugar styrjaldir, svo fátt eitt sé nefnt. Ţađ er sennilega ekki góđ hugmynd fyrir ţá sem vilja veg félagshyggju og umhverfisverndar sem mestan, en ţađ gćti veriđ góđ hugmynd til ađ komast í ríkisstjórn eftir kosningar, ef mönnum er sama um ţađ hvađ sú ríkisstjórn tekur sér fyrir hendur.

Kannski er hernađaráćtlun Samfylkingarinnar ađ höggva allt ađ fimm prósenta fylgi af Vinstri grćnum og biđla svo til Sjálfstćđisflokksins um ríkisstjórnarsamstarf ađ kosningunum loknum. Áberandi er velţóknun Samfylkingarinnar á fyrstu ríkisstjórn Davíđs Oddssonar ţar sem Alţýđuflokkurinn sat einnig en sú ríkisstjórn vann m.a. ţađ afrek ađ auka gjaldtöku á sjúklinga.

Ţví verđur varla trúađ ađ allir Samfylkingarmenn óski eftir nýrri íhaldsstjórn, međ Samfylkingunni í hlutverki hins ţćga međreiđarsveins. En ef viđ eigum ađ trúa ţví ađ ţađ sé ekki ćtlunin, er ţá ekki kominn tími á ađ Samfylkingin sýni ađ hún er í stjórnarandstöđu, en ekki enn einn pópúlíski hćgri-miđjuflokkurinn sem gerir hvađ sem til ađ bćta stöđu sína í skođanakönnunum?

Einu sinni var stundum sagt ađ Vinstri grćn skemmdu fyrir möguleikum félagshyggjufólks til ađ komast til valda. Núna ţegar möguleiki er á vinstristjórn er raunin allt önnur. Samfylkingin virđist hafa gefiđ sjálfseyđingarhvötinni lausan tauminn og vinnur nú markvisst ađ ţví ađ rífa niđur fylgisaukningu félagshyggjuflokkanna tveggja og gera stjórnarandstöđuna sem heild ótrúverđuga. En vonandi nćr hún sér bráđlega úr ţunglyndinu svo ađ Vinstri grćn ţurfi ekki ađ berjast ein viđ hćgriflokkana ţrjá í kosningabaráttunni sem er framundan.

fd


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur