Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Pólitískar ćvisögur   

Tvćr bćkur um Margréti

27.2.2007

Áriđ 1989 kom út endurminningabókin Skýrt og skorinort, ţar sem rithöfundurinn Indriđi G. Ţorsteinsson skrásetti endurminningar Sverris Hermannssonar bankastjóra Landsbankans. Bókin innihélt dćmigert karlagrobb fyrrverandi stjórnmálamanna, ţar sem lesa mátti ófáar frásagnir af glćstum sigrum ţessa fyrrum ţingmanns og ráđherra Sjálfstćđisflokksins á kosningafundum í Austurlandskjördćmi. Fyrir áhugamenn um raupsögur pólitíkusa var bók ţessi eflaust hvalreki, en ađ öđru leyti vakti hún litla athygli stjórnmálaáhugafólks.

Mörgum árum síđar, nánar tiltekiđ 2003, kom út önnur pólitísk endurminningabók Sverris Hermannssonar – Sverrir: Skuldaskil sem skrásett var af Pálma Jónassyni. Ţá hafđi mikiđ vatn runniđ til sjávar. Sverrir Hermannsson hafđi hrökklast úr Landsbankanum, sagt skiliđ viđ sinn gamla stjórnmálaflokk og stofnađ nýjan. Atburđir ţessir kölluđu fram sögulegt endurmat.

Í Skuldaskilum Sverris Hermannssonar er ófögur mynd dregin upp af ýmsum af helstu forystumönnum Sjálfstćđisflokksins og raunar fleiri flokka. Vísađ er í ákveđin dćmi um atvik sem Sverrir telur sanna svívirđilega háttsemi sumra fyrrum félaga sinna og hvernig einstakir leiđtogar Sjálfstćđisflokksins leiki tveimur skjöldum – bođi eitt en geri annađ.

Hvernig skyldi standa á ţví ađ bók Sverris Hermannssonar er ekki tekin góđ og gild sem óyggjandi vitnisburđur fyrrum samverkamanns um heilindi og innrćti manna á borđ viđ Davíđ Oddsson og Kjartan Gunnarsson? Hvers vegna er ţess ekki krafist ađ ţeir – og ađrir sem bornir eru ţungum sökum í Skuldaskilum – beri opinberlega af sér sakir, ella teljist ţögn vera sama og samţykki?

Skýringin er augljós. Lykilorđiđ í ţessu sambandi er fyrri hlutinn í orđasambandinu “fyrrum samverkamađur”. Áriđ 2003 var Sverrir Hermannsson orđinn yfirlýstur pólitískur andstćđingur Sjálfstćđisflokksins og uppljóstranir hans um gamla samherja hlutu ađ skođast í ţví ljósi. Sama gildir um ćviminningar stjórnmálamanna almennt – ţćr ţykja ekki traust heimild um hugarfar og hugsjónir pólitískra andstćđinga ţeirra. Sá sem vill frćđast um hvađa mann Ólafur Thors hafđi ađ geyma, fer ekki í smiđju Jónasar frá Hriflu – eđa öfugt.

Ţessi alkunnu sannindi eru rifjuđ upp hér, vegna ţess ađ á síđustu vikum hefur boriđ á ţví í umrćđum um stjórnmál ađ endurminningabók fráfarandi ţingmanns, Margrétar Frímannsdóttur, sé talin sérstaklega traust og góđ heimild um innrćti og heilindi fólks sem fariđ hefur í ađra átt en Margrét í stjórnmálum. Nú er ţetta í sjálfu sér merkileg nýbreytni og vekur spurningar um hvort stjórnmálaskýrendur munu t.d. ekki telja Kristin H. Gunnarsson einkar vel til ţess fallinn ađ leggja mat á pólitískar hugsjónir Valgerđar Sverrisdóttur? Má greinarhöfundur ţá stinga upp á ađ Guđjón Arnar Kristjánsson og Margrét Sverrisdóttir verđi fengin til ađ dćma um innrćti hvers annars – enda jú gamlir flokksfélagar og samverkafólk!

Lítum snöggvast fram hjá ţeirri stađreynd ađ Margrét Frímannsdóttir er nú ađ berjast ţriđju ţingkosningarnar í röđ viđ sumt af ţví fólki sem hún gagnrýnir í bók sinni. Viđ skulum jafnvel fallast á ţađ í augnablik ađ hún sé afar vel til ţess fallin ađ setjast í dómarasćti yfir fyrrum flokksfélögum. Ţađ breytir ţví hins vegar ekki ađ bókin Stelpan frá Stokkseyri er einkar slök sem vitnisburđur um pólitísk heilindi eđa óheilindi.

Í Skuldaskilum Sverris Hermannssonar eru ávirđingarnar í garđ gamalla samherja í flestum tilvikum studd dćmum. Nefndar eru dagsetningar á fundum, vísađ er til bréfasamskipta og ţótt stundum séu heimildirnar ađeins tveggja manna tal, er í ţađ minnsta sagt hvenćr hin meintu samtöl áttu ađ eiga sér stađ. Ţađ má segja margt um Sverri Hermannsson, en karlinn hélt greinilega góđa dagbók og passađi upp á sína pappíra.

Í Stelpunni frá Stokkseyri er fáu slíku til ađ dreifa. Ásakanir um undirferli, óheiđarleg vinnubrögđ eđa skort á hugsjónum og sannfćringu byggjast sjaldnast á dćmum, heldur er vísađ í almenna upplifun sögupersónunnar. Raunar kemur skýrt og greinilega fram í inngangskafla bókarinnar ađ hún lýsi einungis hlutunum eins og Margrét sjái ţá sjálf, en ađ vel kunni ađ vera ađ ađrir sjái ţá í öđru ljósi. Viđ lifum greinilega á póstmódernískum tímum!

Ekki er alveg ljóst hvernig ţeir sem kallađ hafa eftir umrćđu um bók Margrétar hafi séđ fyrir sér ađ deilur um upplifunarbókmenntir af ţessu tagi eigi ađ fara fram. Kannski eitthvađ á ţessa leiđ: „Mér fannst ţú vera alltaf vera leiđindapúki og karlrembusvín!“ – „Nei, ég var ljúfur sem lamb og studdi rauđsokkur međ ráđum og dáđ. Ţú ert bara tapsár!“ – „Ónei!“ – „Ó, víst!“

En ţótt útilokađ sé ađ fá vitrćnar umrćđur um ţá hluta Stelpunnar frá Stokkseyri sem snúast um ţađ hverjir hafi eđa hafi ekki veriđ dónalegir viđ söguhetjuna, er ekki ţar međ sagt ađ útilokađ sé ađ rćđa um hana af alvöru. Eins og gerist og gengur er nefnilega margt gott ađ finna í bókinni, en sömuleiđis margt sem er lakara.

Ađ mati ţess sem ţetta ritar, er Stelpan frá Stokkseyri ekki ein bók heldur tvćr. Og á bak viđ ţessar tvćr bćkur standa tveir höfundar.

Lífshlaup Margrétar Frímannsdóttur er magnađ, einkum ţó uppvaxtarárin og dramatísk fjölskyldusagan. Gamlir samherjar Margrétar ţekktu ţessa sögu í ađalatriđum og hluti hennar hefur veriđ rakinn í viđtölum á liđnum árum. Ţessi saga, ásamt frásögnum af lífinu á Stokkseyri fyrr á árum, er frábćr efniviđur fyrir slyngan blađamann. Ţórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, skrásetjari bókarinnar, er ţrautreynd blađakona og kann upp á sína tíu fingur ađ segja góđa sögu. Ţessi hluti bókarinnar grípur lesandann og á stćrstan ţátt í vinsćldum hennar.

Hin sagan, sem lesa má í Stelpunni frá Stokkseyri, er pólitísk uppgjörssaga Margrétar Frímannsdóttur – og ţann hluta virđist söguhetjan illu heilli hafa skrifađ ađ mestu sjálf. Ţessi hluti er dćmigerđ endurminningabók stjórnmálamanns sem skrifuđ er ţegar alltof skammt er liđiđ frá atburđunum sem hún á ađ lýsa og áherslan er frekar lögđ á ađ jafna reikninga en ađ skapa rökrétta heildarmynd.

Lýsingar á innanflokksátökum í Alţýđubandalaginu eru međ ţeim hćtti ađ ţćr hljóta ađ koma flestum sem ţau upplifđu spánskt fyrir sjónir. Ekki er ađ sjá ađ leitađ hafi veriđ til annarra viđ yfirlestur, ef frá er talinn Haukur Már Haraldsson fv. stjórnarmađur í ABR, sem er af ýmsum sökum óheppilegur ađalheimildarmađur um deilur í Alţýđubandalaginu í Reykjavík.

Ţegar kemur ađ lokaskeiđi Alţýđubandalagsins og sundurliđun ţess, má segja ađ söguskođun Margrétar byggist á ţessum meginţáttum:

i) Hún telur ađ sigur hennar í formannskjöri Abl. 1995 hafi veriđ vendipunktur í stofnsögu Samfylkingarinnar.

ii) Hún lítur svo á ađ frambođ hennar og sigur í formannskjörinu hafi ekki tengst sérstaklega ţeim flokkadráttum sem einkennt höfđu Alţýđubandalagiđ um margra ára skeiđ, heldur hafi kjör hennar veriđ drifiđ áfram af sjálfsprottinni grasrótarhreyfingu ótengdri ţeim örmum sem fyrir voru í flokknum.

iii) Hún er sannfćrđ um ađ skiptingin milli ţeirra Alţýđubandalagsmanna sem síđar höfnuđu í Samfylkingunni og hinna sem gengu til liđs viđ VG sé í meginatriđum sú sama og í formannskjörinu 1995.

Allar ţessar ţrjár forsendur eru umdeilanlegar, svo ekki sé meira sagt. Međ fullri virđingu fyrir stjórnmálamanninum Margréti Frímannsdóttur, ćtla ég ađ halda ţví fram ađ ţótt Steingrímur J. Sigfússon hefđi fengiđ nokkrum tugum atkvćđum meira í formannskjörinu – vćrum viđ ekki ađ ganga nú til kosninga međ gamla fjórflokkinn í frambođi, ţar sem Steingrímur og Sighvatur Björgvinsson tćkjust á sem formenn Alţýđubandalags og Alţýđuflokks.

Formannskjöriđ 1995 snerist ekki um hinar stóru spurningar varđandi framtíđ Alţýđubandalagsins. Raunar kvörtuđu bćđi flokksmenn og fjölmiđlar yfir ţví ađ erfitt vćri ađ sjá mikinn mun á formannsefnunum tveimur. Haustiđ 1995 var líka Ţjóđvaki kominn til sögunnar, R-listinn viđ völd í Reykjavík og margt annađ í deiglunni sem benti til ađ veruleg uppstokkun á flokkakerfinu vćri handan viđ horniđ. Ţađ er nánast barnalegt ađ ímynda sér ađ sú uppstokkun hafi stađiđ og falliđ međ úrslitum formannskjörsins.

Ţađ er á sama hátt sérkennilegt ađ sjá Margréti skrifa stuđningsfólk sitt úr Alţýđubandalagsfélögunum Birtingu og Framsýn í Reykjavík út úr sögunni af formannskjörinu. Til ađ skapa ţá ímynd ađ Margrét hafi í frambođi sínu veriđ óspjölluđ af klofningnum í Abl. (sem sumir flokksmenn af landsbyggđinni reyndu alla tíđ ranglega ađ láta eins og vćri prívatvandamál Reykvíkinga) er ţví sleppt ađ minnast á ţátt sumra ţeirra sem lögđu hvađ mest af mörkum til ađ tryggja sigur hennar.

Í ţessu sambandi mćtti nefna ţátt Einars Karls Haraldssonar, sem halda mćtti fram ađ hafi tekiđ mun virkari ţátt í kosningabaráttunni en eđlilegt mátti teljast fyrir framkvćmdastjóra flokksins. Árekstrar milli Margrétar og Einars Karls eftir ađ kosningarnar, sem ađ lokum leiddu til uppsagnar framkvćmdastjórans, gera ţađ ađ verkum ađ Margrét kýs ađ láta eins og aldrei hafi veriđ um samstarf ţeirra ađ rćđa.

Í ţriđja og síđasta lagi ber ţađ vott um óraunhćft sjálfsmat ađ álíta ađ stofnun Vinstri-Grćnna megi ađ mestu skýra međ sigri Margrétar í formannskjörinu 1995. Eins og rakiđ hefur veriđ, var endurskipulagning íslenska flokkakerfisins hafin af fullum krafti ţegar ţarna var komiđ sögu. Flestir pólitískir spámenn höfđu giskađ á ađ útkoman yrđi tveir gjörbreyttir flokkar á vinstri vćngnum, eins og raunin varđ. Flestir ţessara spámanna misreiknuđu sig hins vegar ţegar kom ađ ţví ađ áćtla stćrđarhlutföllin milli ţessara flokka og kann ţađ ađ einhverju leyti ađ skýra sárindi Margrétar Frímannsdóttur nú.

Ţađ er gróf einföldun – og krefst raunar mikillar sjálfhverfu – ađ túlka sundurlimun Alţýđubandalagsins sem afleiđingu af formannskjörinu 1995. Dćmi um ţađ er sá er ţetta ritar. Ţegar á árinu 1994 talađi hann fyrir ţví ađ Margrét Frímannsdóttir yrđi formađur Alţýđubandalagsins og byđi sig ţá fram gegn varaformanninum Steingrími Jođ. Á nćstu mánuđum smöluđu ungliđar á höfuđborgarsvćđinu fólki í flokkinn til ađ vinna ađ kjöri Margrétar. Margt af ţessu fólki er nú félagar í Vinstri-Grćnum og unir hag sínum vel undir forystu hugsjónalausa dónans og karlrembusvínsins Steingríms Jođ.

Getur ekki hugsast ađ ţessa kaldhćđnislegu ţróun megi a.m.k. ađ einhverju leyti rekja til ţess ađ Margrét Frímannsdóttir hafi gert mistök eđa valdiđ fyrrum stuđningsfólki sínu vonbrigđum á annan hátt? Slík umfjöllun hefđi veriđ kćrkomin viđbót viđ Stelpuna frá Stokkseyri, en hefđi jafnframt kallađ á vćnan skammt af sjálfsgagnrýni. Henni er ţví miđur ekki til ađ dreifa í bókinni, frekar en gerist og gengur í flestum stjórnmálaćvisögum.

sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur