Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Framsókn   

Er flokkur međ hálft kjörfylgi flokkur í sókn?

28.2.2007

Í sögulegu ljósi voru úrslit síđustu alţingiskosninga léleg fyrir Framsóknarflokkinn en hann taldist heppinn ađ ná 12 ţingsćtum međ tćplega 18% fylgi. En slíkur er vandi flokksins um ţessar mundir ađ hann ţarf ađ keppast viđ til ađ ná ţingmönnum í öllum kjördćmum. Sérstaklega má ćtla ađ erfitt reynist fyrir formanninn, Jón Sigurđsson, ađ tryggja sér ţingsćti en honum hefur engan veginn tekist ađ rífa flokkinn upp úr öldudalnum. Virđist hann gera sér grein fyrir ţessum vanda ţví í viđbrögđum sínum viđ nýjustu könnun Fréttablađsins á dögunum, ţar sem Framsókn mćldist međ 8,8 % fylgi, taldi hann flokkinn í sókn. Vissulega var ţađ skárri tala en ţau 4% sem hann fékk í könnuninni á undan en tal um sókn er kannski ekki viđeigandi í ţessu samhengi.

Viđ Jón Sigurđsson er lítt ađ sakast. Hann tók viđ ákaflega erfiđu búi frá forvera sínum Halldóri Ásgrímssyni. Eftir mikinn ósigur í síđustu sveitarstjórnakosningum hrökklađist hann úr embćtti. Vandi Halldórs Ásgrímssonar var fyrst og fremst sá ađ hann var hugsjónalaus stjórnmálamađur en margir af kjósendum Framsóknarflokksins voru ţađ ekki og ţví skildu leiđir. Kjósendum flokksins fundust tilslakanir forystunnar til handa Sjálfstćđisflokknum, einungis til ađ halda stólum og völdum, óréttlćtanlegar. Á međan ţeir gátu sćtt sig viđ ríkisstjórnina frá 1995-1999 hafa árin ţar á eftir reynst venjulegum flokksfélögum um megn.

Núverandi vandi Framsóknar nćr hins vegar lengur aftur í tímann enda orđiđ langt síđan ađ forysta flokkurin hafđi sérstöđu. Eitt sinn fólst sérstađan í ađ vera bođberi samvinnuhugsjónarinnar en eftir fall Sambandsins myndađist tómarúm sem ţurfti ađ fylla. Tilraunir Steingríms Hermannssonar til ađ fá flokkinn til ađ skilgreina sig sem grćnan og umhverfisvćnan, áđur en hann lauk sinni stjórnartíđ, mistókust. Sömuleiđis hefur skort á kjark flokksforystunnar viđ ađ taka af skariđ í Evrópumálum. Vandrćđi Samfylkingarinnar í ţessum málaflokki hafa skapađ rými fyrir Evrópusambandsflokk.

Báđar leiđir hefđu mögulega veriđ fćrar fyrir Framsóknarflokkinn enda margir Evrópusambandssinnađir grćningjaflokkar í litrófi evrópskra stjórnmála. En í stađ ţess ađ leggjast í naflaskođun og stefna á nýjar brautir var tómarúmiđ fyllt međ ríkisstjórnarsetu međ Sjálfstćđisflokknum. Og síđan ţá hefur flokkurinn einkennst ć meir af ţví ađ vera valdabandalag.

Sérstađa Framsóknar felst ţví einkum í ţví núorđiđ ađ vera sá flokkur sem, undir hvađa kringumstćđum sem er, er tilbúinn ađ ganga til samstarfs viđ Sjálfstćđisflokkinn í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi. Endurnýjun innan flokksins hefur ekki einkennst af hugsjónafólki, er getur vísađ flokknum veginn, heldur einstaklingum sem sjá hag sinn vćnkast viđ ađ komast á valdastól. Halldór Ásgrímsson dró til sín knippi karlmanna sem virđast litlar hugmyndir hafa um stöđu Framsóknar en miklar hugmyndir um eigin stöđu. Ekki hefur ţví nýliđunin glatt hefđbundna kjósendur flokksins og búast má viđ ađ viđkomandi stjórnmálamenn hverfi jafnskjótt og ţeir komu ef Framsókn lendir í stjórnarandstöđu.

hfţ


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur