Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Rómanska Ameríka   

Hringurinn ţrengist um Uribe

4.3.2007

Afleiđingarnar af ţví ađ skilja fartölvuna sína eftir á glámbekk eru alla jafna í óskemmtilegri kantinum fyrir eigandann. Ef ađstandendur heimsmetabókarinnar sem kennd er viđ Guinness tćkju slík afglöp upp á sína arma sem óformlega keppnisgrein er nokkuđ ljóst ađ heimsmethafinn vćri frá Kólumbíu. Máliđ myndi hins vegar vandast ţegar kćmi ađ ţví ađ grafa upp nafniđ á ţeim sem verđskuldar ţann vafasama heiđur.

Síđla árs 2006 hrikti alvarlega í stođum ríkisstjórnarinnar í Bogotá vegna fartölvu sem tapađist á almannafćri og hafđi ađ geyma viđamiklar upplýsingar um langvarandi og náiđ samstarf kólumbískra hćgrimanna og illrćmdra dauđasveita ţar í landi. Margir háttsettir embćttismenn, stjórnmálamenn og ađrir áhrifamenn koma ţar viđ sögu. Eins og sagt var frá hér í desember á síđasta ári, var bróđir utanríkisráđherrans í hópi ţeirra sem kallađir voru til yfirheyrslu vegna rökstuddra grunsemda um sterk tengsl viđ vígasveitir hćgrimanna í Kólumbíu.

Fyrir um hálfum mánuđi sagđi utanríkisráđherrann, Maria Consuela Araujo, svo af sér ţegar bróđir hennar, Alvaro, var opinberlega borinn ţeim sökum ađ hafa tekiđ ţátt í ađ rćna framámanni úr röđum vinstrisinna. Nú hefur fađir ţeirra, Alvaro Araujo Noguera, sem er fyrrverandi stjórnmálamađur veriđ handtekinn og honum birt ákćra fyrir sama glćp. Ţá hefur fyrrverandi yfirmađur kólumbísku leyniţjónustunnar veriđ ákćrđur fyrir morđ og samvinnu viđ hćgrisinnađar vígasveitir. Sá heitir Jorge Noguera og sagđi af sér í október síđastliđnum en hann hefur neitađ öllum sakargiftum.

Allmargir nánir samstarfsmenn Alvaros Uribe, forseta, hafa nú veriđ handteknir vegna málsins. Uribe hefur til ţessa veriđ afar vinsćll forseti og notiđ mikils trausts međal almennra borgara vegna framgöngu sinnar viđ ađ draga úr glćpum í Kólumbíu. Nú hljóta ađ vakna áleitnar spurningar um međulin sem ríkisstjórnin hefur beitt í ţeim tilgangi. Hann hefur einnig beitt sér fyrir ţví ađ skćruliđahreyfingar marxista verđi sigrađar í eitt skipti fyrir öll og dauđasveitir hćgrimanna leystar upp. Hvort hugur hefur fylgt máli varđandi ţađ síđarnefnda skal ósagt látiđ en ganga má út frá ţví sem vísu ađ samstarfsmenn Uribes í ríkisstjórninni hafi gengiđ heldur tregir til ţess verks.

Ţrátt fyrir ađ lítiđ hafi boriđ á grimmdarverkum af ţví tagi sem dauđasveitirnar voru hvađ ţekktastar fyrir á níunda áratugnum og fram á ţann á tíunda, hafa efnilegir frambjóđendur vinstrimanna og verkalýđsleiđtogar haldiđ áfram ađ hverfa sporlaust í Kólumbíu allt fram á ţennan dag. Hvernig sem réttarhöldunum yfir ţeim Araujo-feđgum og öđrum góđvinum dauđasveitanna vindur fram, verđur erfitt fyrir flokk Uribes ađ gera út á baráttuna gegn glćpum í kosningabaráttu á komandi árum.

sh


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur