Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

   Jafnréttismál   

Opinbert misrétti er slćmt fyrir starfsandann

9.3.2007

Ţađ kemur fátt minna á óvart en ađ sú deild Sjálfstćđisflokksins sem nú kallast Samtök atvinnulífsins sé mjög andvíg ţví ađ launaleynd verđi afnumin. Hver eru rökin í ţetta sinn: Jú, ţetta verđi slćmt fyrir vinnuandann og muni engin áhrif hafa á launamun kynjanna. Ađ mati sjálfs yfirpáfans Vilhjálms Egilssonar mun hann hverfa af sjálfu sér ţegar konur verđa komnar međ sömu menntun og karlmenn.

Ţađ kemur kannski ekki mjög á óvart ađ Vilhjálmur hafi lítiđ fylgst međ ţróun skólakerfisins en ţađ er hćtt ađ teljast til tíđinda lengur ađ fleiri konur en karlar útskriftist frá flestum skólastofnunum: framhaldsskólum og háskólum. Helstu hugmyndir ţessarar tilteknu deildar Sjálfstćđisflokksins um skólamál hafa jú alltaf veriđ einfaldar: a) stytta allt nám, b) einkavćđi skólakerfiđ, c) leggja niđur menntun í öđrum greinum en ţeim sem „ţjóna atvinnulífinu“. Ár eftir ár eru skýrslur ţessara lobbýista um menntamál jafn fyrirsegjanlegar.

Enn síđur kemur á óvart ađ Vilhjálmur tali fyrir hagsmuni atvinnurekenda, ţađ er jú ţađ sem hann fćr laun fyrir. Og hagsmunir atvinnurekenda eru skýrir: launaleynd er eitt af ţeim atriđum sem viđheldur ţví sem honum finnst vera eđlileg tengsl í ţessu nútímalénskerfi ţar sem „atvinnuveitandinn“ er skilgreindur sem velgjörđarmađur „launţegans“. Launaleynd hjálpar atvinnurekendum ađ deila og drottna, t.d. ađ ákveđa ađ 23 ára frćndi forstjórans eigi ađ fá hćrri laun en kona međ 30 ára starfreynslu ađ baki. Eins og Vilhjálmur bendir réttilega á gćti ţađ vissulega skapađ vanda ef forréttindi forréttindastéttarinnar vćru opinber en ekki leynileg. Ţetta vita pabbadrengirnir í Heimdalli sem hafa haft ţađ ađ helsta baráttumáli um árabil ađ sauđsvartur almúginn komist ekki ađ ţví hvađ pabbar ţeirra fá í laun.

Vilhjálmur Egilsson er misréttissinni. Ríkt fólk og handlangarar ţess eru ţađ iđulega. Ekkert hatar ţađ meira en tilhugsunina um jöfnuđ og réttlćti, hvort sem ţađ er milli karla eđa kvenna eđa bara yfirleitt. Hin rétta skipan heimsins er sú ađ ţađ sé ţokkalegt bil milli ríkra og fátćkra. Ef ţađ eykst eru vilhjálmarnir ánćgđir. Ef ţađ minnkar líđur vilhjálmunum illa.

Ţetta má svo setja upp í skemmtileg kökufrćđi sem allir Heimdellingar eru meistarar í. Hugmyndin er ţá sú ađ ef jafnrétti aukist sé kakan minni, samkvćmt náttúrulögmálum atvinnulífsfrćđa (hiđ rétta er hins vegar ađ vaxandi hagvöxtur og vaxandi jafnrétti héldust mjög í hendur á 20. öld). Markmiđiđ sé ţá ađ kakan sé risastór svo ađ ríkir pabbar Heimdellinga geti hámađ í sig svo margar kökusneiđar ađ ţeir fái sykursýki B á leifturhrađa. Og svo ţurfa ţeir auđvitađ ađ eiga nógu mikla peninga til ađ geta ráđiđ marga vilhjálma til ađ hafa áhyggjur af ţví ađ fólk frétti af misréttinu og starfsandinn skemmist.

Ţessi söngur er ansi gamall og hann er jafn upplífgandi nýstárlegur og lögin í söngvakeppni sjónvarpsstöđvanna. Niđurstađan er einföld: misréttissinninn er á móti öllum tegundum jafnréttis, ţađ er
einfaldlega andstćtt hans lífsskođunum. Andúđ misréttissinnans á jafnrétti er ţví engin frétt.

áj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur